Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 49

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 49
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 45 Að setjast niður með penna í hönd og ætla að rita eftirmæli um prófessor Sigurð S. Magnússon, aðeins 10 árum eftir að kynni okkar hófust, finnst okkur nokkuð fljótt og snöggur endir á góðum kynnum. Allt frá fyrstu stundu er Sigurður gekk inn í kennslustund til okkar, verðandi ljósmæðra, fundum við að við vorum ekki einungis að eign- ast frábæran kennara, heldur einnig góðan félaga og vin. Þegar litið er til baka hrannast upp minningar frá skólaárum okkar, Sigurður að kenna okkur staðreyndir fæðingarfræðinnar með ívafi um hvernig þetta var fyrr á árum á fæðingardeildinni. Sigurður eyddi oft frímínútunum með nemunum á setustofu skólans, og var þá ekki eingöngu rætt um fæðingarfræði heldur allt sem upp i huga okkar kom. Verklegi þáttur námsins, sem fram fór á fæðingardeildinni, var okkur ljósmæðranemunum mjög mikilsverður, ekki síst þegar við fengum að vera í nálægð við Sigurð. Sáum við þá að þar var fær maður að störfum. Allt frá fyrstu stundu bar Sigurður hag Ljósmæðraskóla íslands og nemenda hans mjög fyrir brjósti. Hann lagði allan metnað sinn í að útskrifa góðar Ijósmæður, eins og hann sagði svo oft við okkur. Sigurður vann öll árin að betra ljósmæðranámi og bættri kennsluað- stöðu. Hann beitti sér fyrir því að auka bókakost skólans, til að auka menntun og skilning okkar á námsefninu. Sigurður vildi víkka sjóndeildarhring okkar ljósmæðranemanna og innleiddi því inn í námið námsferðir, fyrstu árin var farið til Skotlands til að skoða fæðingarstofnanir og fór hann oftast með í þessar ferðir. í þessum ferðum mynduðust tengsl sem einungis dauðinn getur rofið, en eftir sitja minningar sem enginn getur frá okkur tekið. í Skotlandi fundum við að Sigurður var vel þekktur sem læknir og virtur prófessor. Skotland var hans önnur fósturjörð og Sigurður átti foreldra, systkini og vini búsetta þar. Fundum við strax hve samheld fjölskylda Sigurðar var. Var okkur ljósmæðranemunum ávallt tekið opnum örmum, rétt eins og værum við hluti af fjölskyldunni.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.