Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 9 aðstandenda og breytingar í fjölskyldunni við barnsburð. Skoðuð fæðingadeild. Læknir kemur í þennan tíma. VI. tími: Brjóstagjöf og meðferð brjósta (sýndar litskyggnur.). VII. tími: Sængurlegan — Nýfædda barnið — Félagsleg réttindi — Getnaðarvarnir — Eftirskoðun. Eftir fæðinguna hefur leiðbeinandi námskeiðanna hitt kon- urnar einu sinni og hafa þær komið með börnin með sér. Væri þörf á að hitta þær oftar og er það sumstaðar gert. Er þá rætt um fæðinguna og um ýmislegt varðandi barnið, brjóstagjöf o. fl. Eru þetta mjög skemmtilegir timar. Námskeiðum er hægt að haga eftir aðstæðum á hverjum stað: Dcemi I) Byrja mun fyrr eða í 12.—20. viku meðgöngu. Hitta báða foreldra ræða mataræði — sálræna og líkamlegar breyt- ingar. Blæðingar — verki, fósturþroska o. fl. Skrá síðan kon- urnar á námskeið sem byrjar í ca 28. viku. Dœmi 2) Hafa tíma hálfsmánaðarlega frá 26. viku og út með- göngu. Dæmi 3) Styttri námskeið fyrir fjölbyrjur hafa verið haldin í litlum mæli. Aðaláhersla hefur þá verið lögð á æfingar og slökun og fæðinguna sjálfa. Síðan hafa þátttakendur sagt sjálfir til um hvað þeir vildu ræða og hefur það oftast verið um fósturþroska, brjóstagjöf og móðurina eftir fæðingu. Gagnrýni þátttakenda er mjög hjálpleg við skipulagningu nám- skeiða. Er gott að láta konurnar fá spurningalista (blað), sem þær skila strax að fæðingu lokinni. Auðveldar þetta að meta árangur fræðslunnar, og hægt er að taka mið af svörum við val á fræðslu- efni. DÆMI UM SPURNINGARLISTA: — Hafðir þú verið á slökunar-frœðstunámskeiði fyrir fœðingu ? — Fannst þér þú liafa gagn af námskeiðinu?

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.