Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
33
Þar sem aðstæður eru fyrir hendi er strax á eftir reynt að fjarlægja
burðinn. Freista skal þess að lækka blóðþrýstinginn með því að
gefa inj. Nepresol í bólus og reyna þannig að koma í veg fyrir
annað kast. Einnig getur verið nauðsynlegt að gefa inj. Librium til
að koma í veg fyrir krampa. Þar sem ekki er hægt að gera keisara-
skurð verður að halda þessari lyfjameðferð áfram. Eftir kramp-
ana fer konan í dásvefn sem getur varað í 5—10 mín. Þegar hún
vaknar aftur líður henni mjög illa og hún veit ekki hvað hefur
gerst. Þessu þarf hjúkrunarliðið að vera viðbúið til að geta veitt
konunni andlegan stuðning.
Þar sem hjúkrun og meðferð er svo samtengt er ekki hjá því
komist að margt sé endurtekið úr meðferðinni. (10, 15)
Fæðingin
Sé pre-eclampsi ekki á háu stigi getur konan fætt eðlilega. Ekki
skal láta þær rembast mikið, heldur hjálpa til við fæðinguna á II.
stigi og einnig skal leggja epiduraldeyfingu hjá öllum konum með
verulegan háþrýsting. Engin kona með verulegan háþrýsting ætti
að ganga lengur með en 40 vikur og jafnvel getur þurft að gang-
setja fyrr, sé um alvarlegan háþrýsting að ræða, vegna hættu á
fylgjuþurrð. Flestar þessara kvenna, svara vel gangsetningu, en
oft getur þurft að gera keisaraskurð vegna móður og barns. í
fæðingunni þarf að fylgjast vel með blóðþrýsting og konan höfð í
monitor. Konan er höfð fastandi, með parenteral vökva og fylgj-
ast þarf vel með þvagútskilnaði. Lyfjagjafir skv. ordination.
Athuga skal að Metergin hækkar blóðþrýsting og því skal ein-
göngu gefa Syntocinon. Barnalæknir skal vera viðstaddur
fæðingu barnsins.
Mjög mikilvægt er að konan viti og skilji tilgang meðferðar og
að hún fái andlega uppörvun. (2)
Sængurlega:
Hætta er á að kona með alvarlegan háþrýsting fái eclampsi,
sem kemur þá innan 48 klst, eftir fæðinguna. Því er hún höfð á
legu þennan tíma. Krampar sem koma síðar eru ekki vegna
eclampsi. Venjulega verður blóðþrýstingur fljótt eðlilegur eftir
fæðingu en stundum er ástæða til áframhaldandi lyfjameðferðar
og skal þá gefa lyf skv. ordination.