Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 17 1. í eðlilegri meðgöngu eykst hjartastarfsemi. Mínútumagnið eykst því lengra sem Iíður á meðgönguna. Þetta virðist ekki breyt- ast hjá konum með pre-eclampsi og því getur þetta ekki orsakað háan blóðþrýsting. 2. Magn vökvans í blóðrásinni eykst á meðgöngu en samfara pre-eclampsi er sá vökvi að miklu leyti í millifrumuvökvanum og við það minnkar vökvinn í æðakerfinu. 3. Það sem gæti valdið samdrætti í æðum er aukin sympatisk virkni í taugakerfinu en þetta er talið ólíklegt. Hins vegar gæti verið um eitthvað efni að ræða sem kæmi frá nýrum, nýrnahett- um eða fylgju og veldur samdrætti í æðaveggjum. (3) Nýrnabreytingar: Þvagmyndun og blóðflæði um nýrun er minnkað í pre-eclampsi miðað við eðlilega meðgöngu. Efni skyld fibrinogeni eða niðurbrotsefni þess setjast að í glomerulus og valda því að í frumunum verður einskonar bjúgur og blóðflæði um nýrun minnkar. í glomerulus fer fram síun efna úr blóðinu. (1,4) Fibrinogen er nauðsynlegt storknunarefni í blóðinu en veldur nýrnaskemmdum þegar það sest að þar og leiðir til tímabundins próteinleka. Því meiri sem skemmdirnar verða og þar með meiri útskilnaður á próteinum, minnkar hæfni nýranna til að mynda þvag. Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með þvagútskilnaði hjá slæmum pre-eclampsium því mjög lítið þvagmagn sýnir að ástandið er alvarlegt og að grípa verður inn í með keisaraskurði. Hætta er á nýrnabilun sem getur valdið dauða. Hæfileikinn til að skilja út sölt minnkar. Þau hlaðast upp í líkamanum og valda vökvasöfnun í vefjum. Sumir telja að aldosteron eigi líka þátt í litlum útskilnaði á Na + . Þessar breytingar ganga til baka þegar burðurinn hefur verið fjarlægður úr leginu. (1) Blóðstorkutruflanir: í líkamanum er kerfi af hvötum og eggja- hvítuefnum sem valda blóðstorknun ef blæðir einhvers staðar í líkamanum. Þetta kerfi er stöðugt virkt og myndast í sífellu segar. Svipað kerfi vinnur svo að því að leysa þessa sega upp. í heil- brigðu fólki er jafnvægi þarna á milli. En á meðgöngu, einkum á síðari hluta hennar, raskast þetta jafnvægi þannig að blóðstorku-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.