Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 38
34
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Daglegt eftirlit er eins og á meðgöngudeild hvað varðar blóð-
þrýsting, þvagútskilnað, eggjahvítu í þvagi, bjúg og þyngd. Á 4.
degi skal gera eftirtaldar blóðrannsóknir:
— blóðstatus
— serum electrolyta
— serum kreatinin og urea til að meta nýrnastarf-
semi
— trombocyta og FDP m. t. t. storkuhæfni blóðs-
ins, einnig skal gera almenna þvagskoðun og
ræktun.
Oftast má útskrifa þessar konur á 6—7 degi, en áriðandi er að
þeim sé vel fylgt eftir þegar heim er komið. Sé hækkaður blóð-
þrýstingur eða próteinurea til staðar sex vikum eftir fæðingu skal
vísa þessum konum til áframhaldandi skoðunar hjá lyflæknum á
háþrýstingsgöngudeild.
Jafnt í þessu sem öðru er nauðsynlegt að konan sé þess fullmeð-
vituð hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef hún gengur
um ómeðhöndluð. (2)
Lokaorð
Við skrif þessara ritgerðar hefur það háð okkur mjög hvað lítið
er í raun vitað um þennan sjúkdóm og einnig hve lítið er til af
heimildum. Margt er til af bókunum, það er víst, en lítið að finna í
hverri og sífelldar endurtekningar. Því höfum við stuðst mikið við
það sem okkar læknar hafa skrifað.
Meðferðin hefur lítið sem ekkert breyst undanfarin ár. Vegna
þess hve lítið er vitað er alltaf verið að glíma við einkennin og
afleiðingar en ekki orsakir og því getur meðferðin ekki orðið eins
markviss og ella.
Margt í þessari ritgerð hefur komið okkur á óvart og teljum við
hana hafa verið mjög lærdómsríkt umfjöllunarefni.
Sérstakar þakkir færum við þeim er studdu okkur með ráðum
og dáð við þessa ritgerðarsmíð.
Reykjavík, 7. maí 1984