Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 21
SR. BRAGI SKÚLASON: Missir barna Inngangur Fyrr á öldum má segja að dauðinn hafi verið nær daglegu lífi fólks hér á landi en nú er. Fólk fæddist heima og dó heima. Heilsugæsla var ekki eins SÓð og nú er og meðal ævilengd var mun styttri en í nútímanum. Með bættri heilsugæslu og aukinni þekkingu á starfsemi mannslíkamans getum við bú- ist við að lifa lengur og við betri heilsu en áður var mögulegt. En nú fæðumst við flest á sjúkrahúsi og þar lýkur jafn- framt göngu margra. Dauðinn er þar með ekki lengur jafn nálægur daglegu lífi fólks og áður var. Meira að segja eru margir á því, að við eigum fyrst og fremst að hugsa um lífið og lífsnautn- ■na, en ekki dauðann og gröfina. Það er inn í þessar aðstæður að mig langar til að koma með innlegg í um- ræðu um missi barna. Einungis þeir, sem hafa misst börn, finna til fulls þann mikla sársauka, sem slíkum missi fylgir. I nútímanum hefur efnahagur og Setnaðarvarnir mikil áhrif á hvenær for- eldrar kjósa að eiga börn. Fólk skipu- leggur framtíðina út frá margvíslegum forsendum og það, hvenær tími er til að eiga börn, er hluti af framtíðarskipulag- 'iu. En svo deyja sum þessara barna. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ __________________ Hér er rétt að nefna, að tíðni ung- barnadauða hér á landi er með því allra lægsta í heiminum, á meðan við líðum fyrir stærra hlutfall dauða barna og ung- linga í slysum, en víðast hvar í hinum vestræna heimi. En engu að síður, þá eru þær fjölskyldur, sem missa börn sín, í miklum minnihluta. Reynsla þeirra er reynsla hinna fáu og það getur ýtt undir einangrun þessara einstaklinga í samfélagi, sem dýrkar lífið, æskuna og sólina. En við upplifum missi við fleiri að- stæður en við dauða. Missir verður við skilnað, þegar barn fæðist fatlað, þegar slys svipta heilbrigðan einstakling hluta af lífi sínu og svo mætti lengi telja. Missir/sorg Yfirskrift þessarar greinar felur tvennt í sér: Missi, sem ættingjar verða fyrir, þegar börn innan fjölskyldu deyja, og þann missi, sem börn upplifa við dauða ættingja. En jafnframt felur hún í sér missi við aðrar aðstæður en við dauða. Sorgarviðbrögð eru mörg og marg- vísleg, einstaklingsbundin, fara eftir eðli ______________________ 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.