Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 25
dauðanum, sem geta vakið með þeim ótta. Eg nefndi það áðan, að við sýnum missisviðbrögð við fleiri aðstæður en við dauða. Þegar unglingur útskrifast úr grunnskóla má reikna með að hann/ hún hafi upplifað missi í tengslum við eitthvað af eftirfarandi: 1) Að verða fullorðin(n). Uppvext- inum fylgja miklar breytingar bæði á líkamsímynd, umhverfi, missir stuðnings og athygli, sem börn njóta, aukin ábyrgð með uppvexti. 2) Skólaganga, sem leiðir til aukins aðskilnaðar frá foreldrum, breyt- inga á vinahópi, bindingar á stór- um hluta tíma dagsins. 3) Flutningar úr einum skóla í ann- an, eða úr einum bekk í annan. Þetta er bæði vegna búferlaflutn- inga og vegna flutninga innan leikskóla, á milli bekkja vegna góðs eða slæms námsárangurs og svo mætti lengi telja. 4) Fæðing systkina, sem leiðir til minni athygli foreldra gagnvart barninu, sem fyrir er. 5) Dauði systkinis, sem líka leiðir til minni athygli foreldra en jafn- framt einangrunartilfinning. Hér má nefna, að barni gengur ekki betur en foreldrum sínum að um- gangast dauðann. 6) Breytingar á búsetu fjölskyldunn- ar, sem leiðir til breytinga á vina- hópi, annar skóli, nýtt umhverfi að laga sig að. 7) Dauði afa og/eða ömmu. Oftast eru þetta fyrstu kynni af dauðan- um og persónulegum missisvið- brögðum við dauða. 8) Missir foreldra við skilnað eða dauða. Breytingar á því sam- bandi við foreldri, sem eftir er. 9) Nánir vinir eða skyldmenni flytja í burtu. Mynda ný sambönd í þeirra stað. 10) Alvarleg veikindi sjálfs eða ná- inna ættingja. Röskun á venju- legu, daglegu lífi. Dveljast langdvölum á sjúkrahúsi. 11) Viss fjöldi barna kynnist enn- fremur erfiðleikum í fjölskyldu vegna atvinnuleysis foreldra, líð- ur vegna vímuefnaneyslu þeirra, er misnotuð líkamlega, tilfinn- ingalega, eða kynferðislega. Öll þessi börn verða fyrir alvarlegum missi. Kistulagning og útför Eiga börn að fá að fara í kistulagning- arathafnir og útfarir? Hér er ekki endi- lega til eitt algilt svar. Sem meginreglu mætti þó segja, að það væri æskilegt, en þá jafnframt þannig, að þau nytu handleiðslu einhvers fullorðins. Mörg- um foreldrum finnst, að þeir þurfi að vernda börnin gagnvart dauðanum, en jafnvel þótt þeim finnist það, þá er það ekki það sama og að fara í feluleik með dauðann. Og eru börn of hávær við út- L~'ÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.