Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 27

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 27
HULDA JENSDÓTTIR ljósmóðir: Vidarkliniken — Járna Nýverið átti ég þess kost að heim- sækja Vidarkliniken í Járna í Svíþjóð. Vidarkliniken er sjúkrahús rekið á nokkuð frábrugðin hátt, þar sem nátt- úrulyf skipa stóran sess ásamt jurta- fæði, sem valið er sérstaklega fyrir hvern einstakan sjúkling eftir þörfum hans og krankleika. A miðvikudögum eru á boðstólum fiskréttir fyrir þá sem vilja. Sama fæði er fyrir alla sjúklinga og starfsfólk og vekur athygli, að sjúk- lingar með fótavist og sem þess óska, matast ásamt með starfsfólki í notalegri borðstofu. Einnig er að finna hlýlega kaffistofu, þar sem hægt er að kaupa kaffi, kökur o.fl. og er hún öllum opin. Fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra meginreglna, sem starfið í Járna bygg- >st á, vekja athygli form og ljúfir litir sem maður á ekki að venjast í sjúkra- húsum almennt. Þess má geta að litir skipa stóran sess í meðhöndlun sjúkl- >nga, t.d. taugasjúklinga, en þeir eru margir á Vidarkliniken. Það er þá gjarn- an fólk sem hefur gefist upp á hefð- bundinni meðferð. — Órólegt fólk fær t-d. herbergi með viðurkenndum ró- andi litum. Fólk, sem þjáist af þung- 'yndi fær herbergi með upplífgandi 'itum o.s.frv. Annað, sem er frábrugðið í Járna, eru danshreyfingarnar ,,Eurytmi“, sem sjúklingarnir læra og sem á að hjálpa þeim til sigurs í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma. Hér er einnig viðhöfð ,,musikterapi“, mjög einföld en áhrifa- rík, til að losa um spennu og innilokan- ir. Manneskjan öll er tekin með í baráttunni við þann sjúkdóm sem virð- ist ráða ferðinni. Sjúkraþjálfunardeild er starfrækt með nuddi, böðum og öðru- þar að lútandi. Fyrir mörgum árum starfaði ég við heilsuhæli í Södertálje, borg sem er ör- skammt frá Járna. Sumir starfsfélaga minna og vinir æ síðan tilheyrðu hreyf- ingu sem kallast atroposofisk hreyf- ing og byggist á kenningum heimspek- ingsins og listamannsins Rudolfs Stein- er, sem og það starf allt sem unnið er í Járna. Eg var því oft tíður gestur og hefi æ síðan fylgst grannt með þróun mála í Járna og komið þangað eins oft og ég hefi getað komið því við. Á ýmsu hefur gengið, sem oft vill verða, þegar fólk ekki fylgir stefnu og straumi fjöldans. ♦Férð mín til Járna að þessu sinni var fyrst og fremst til þess farin að hitta ljósmæður staðarins. Báðar hafa þær stárfað í áraraðir við fæðingahjálp, ljósmædrablaðið __ 25

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.