Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 30
RAGNHEIÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR, ljósmóðir: Sendibréf frá Spáni Santiago de Compostela, Spáni í september 1990 í tilefni 20 ára afmælis míns og skóla- systra minna er útskrifuðumst úr L.M.S.Í. 1970 datt mér í hug að skrifa nokkrar línur í Ljósmæðrablaðið. Eg hefi oft hugsað mér að skrifa, en aldrei hefur orðið af því. Einhver góð skóla- systir sendir mér alltaf af og til blaðið og hefi ég mjög gaman af að heyra frá ykkur heima á Fróni. Eg sendi því þakk- ir fyrir blaðið. Þið eruð mér samrýndari en stöllur okkar hér á Spáni, og dug- legri að öllu leyti finnst mér. Það að fá blaðið finnst mér að færi mig nær ykkur og að ég sé aðeins inni í málum heima. Ég heiti Ragnheiður og er ofan af Akranesi. Ég hefi verið búsett hér á norðvesturhorni Spánar síðan 1971 og líkar vel. Þó þurfti ég að taka hjúkrun- arpróf og próf í ljósmóðurfræðum hér til að fá réttindi mín viðurkennd. Fyrstu ár mín hér vann ég ekki en fór á tveggja ára fresti heim til íslands og leysti í nokkur skipti af ljósmæður í sumarleyf- um á Skaganum. Ég fékk svo fasta vinnu hér 1983, byrjaði á gömlu sjúkrahúsi við lélegar aðstæður. Oft bað ég Guð að hjálpa mér, en þarna fæddu sígaunar og fátækar konur sem ekki voru í sjúkrasamlagi. En núna frá því í ársbyrjun 1990 eru allir í sjúkra- samlagi hér á Spáni, þótt þeir hafi ekki 28__________________________________ vinnu. Þeir eiga alla vega rétt á sjúkra- þjónustu. Sá tími sem ég vann á þessu sjúkra- húsi er vart í frásögur færandi og því lýsi ég honum ekki hér í blaðinu. En árið 1985 fluttum við í stórt og gott sjúkra- hús, sem þó er enn fyrir þessa sem kall- aðir eru á bænum eins og mig minnir að það sé orðað á Islandi. En hjá okkur fæðast um 250 börn á ári. Fæðingum hefur íarið fækkandi eins og alls stað- ar. Hér í Santiago er svo eitt stórt sjúkrahús (háskólasjúkrahús) með um 10—15 fæðingar á sólarhring að með- altali og tvö einkasjúkrahús, og stund- um eru okkur sendar konur þaðan ef þar er ekki pláss. Hér liggja sængurkonur venjulega í 72 klukkustundir eftir eðlilega fæð- ingu. Við erum með góðan tækjabún- að, 4 mónitora sem konur eru settar í um leið og þær koma inn og eru not- aðir af og til allan tímann uns þær fæða. Við erum með tvær fæðingarstofur og herbergi fyrir útvíkkunartímabil. Hér starfa 5 fastráðnar ljósmæður, og með okkur á vakt eru einn hjúkrunarfræð- ingur og einn sjúkraliði. Börnin eru inni hjá mæðrunum allan tímann, en hér er sérstakt herbergi til að baða börnin og þar er hægt að hafa vöggur. Við höf- um pláss fyrir 12 sængurkonur. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.