Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 32
þann tíma sem útvíkkunin stendur yfir, en sumar stöllur mínar hafa ekki þann sið á. Við Ijósur hér tökum síðan á móti öllum eðlilegum fæðingum. Eftir kl. 3 á daginn erum við einar á vakt en lækn- ir á bakvakt sem ná má til í síma. Þetta er ekki nógu gott og stendur til að breyta þessu, vonandi sem fyrst. Hér er allt með mjög svipuðum hætti og heima, nema hvað miklu meira er hlúð að konum á Islandi og fræðsla er meiri og hjálp á öllum sviðum. Eg vona að allt þetta breytist til batnaðar með árunum. Kannski skrifa ég nokkrar línur seinna, vona að einhverjar hafi gaman af þessum línum. Eg sendi mínar bestu kveðjur til allra skólasystranna og ann- arra kollega á Fróni. Eg sakna ykkar oft. Gangi ykkur allt í haginn. Ykkar einlæg, Ragnheiður. Ritstjóri þakkar bréfið og sendir stéttar- kveðjur yfir hafið. Handbók Ljósmœðra 1991 Handbók ljósmæðra, ,,Fylgja“, fyrir árið 1991 kemur út í byrjun desember. Útliti kápu verður breytt. Bókin verður seld í áskrift og send heim til fólks. Hún mun kosta 600 kr. nú í ár. Þeir sem vilja gerast áskrifendur láti LMFÍ vita í síma 617399 (símsvari, nema opið á mánud. kl. 13—17). Athugið að áskriftin gildir um ókomin ár nema henni sé sagt upp. Upplagið er takmarkað og öruggast að panta fyrir 1. desember. Bestu kveðjur, Helga Birgisdóttir, ritstjóri Fylgju. 30 1—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.