Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Side 40
Karen Kaufman frá Kanada hélt
fyrsta erindið. Hún talaði um nauðsyn
á ljósmæðrarannsóknum. Kerfis-
bundna athugun vantar á því sem ljós-
mæður læra af því að stunda ljósmóð-
urstörf. Stunda þarf rannsóknir starfs-
ins vegna, þ.e. til að festa í sessi eigin
ljósmóðurfræði, standa sjálfar á eigin
fótum.
Ljósmæður verða að vita um rann-
sóknir og stunda þær vegna þess að:
— rannsóknir eru forsenda fyrir þróun
ljósmóðurfræðinnar,
— við verðum að geta metið rann-
sóknir annarra faghópa, sem geta
haft áhrif á ljósmóðurstörf okkar.
Hverjir aðrir en ljósmæður munu
spyrja um atriði eins og:
— fæðingar utan sjúkrastofnana,
— að forðast spangarskurði,
— breytilegar fæðingarstellingar,
— brjóstagjafir,
— þátttöku systkina í fæðingu, o.m.fl.
Aðeins traustar og góðar rannsóknir
gefa ljósmæðrum tækifæri til að hafa
áhrif á starfsvettvang sinn og þar með
viðgang fagsins. Karen minntist einnig
á það að ekki væri nauðsyn á því að all-
ar ljósmæður væru sérfræðingar í rann-
sóknum, heldur gætu allar lesið um
rannsóknir og notfært sér niðurstöður
þeirra.
Karen fór siðan lauslega í grunnatriði
vinnunnar við rannsóknir eins og það
að
— skilgreina spurningu,
— hverjir eru þátttakendur,
— hvað á að rannsaka — kanna,
— hvar á rannsóknin — könnunin að
fara fram,
— breytilegar aðferðir.
Síðar um daginn var sett upp áætlun
fyrir rannsóknarvinnu og hluti af því
var að læra að meta niðurstöður rann-
sókna.
Er titillinn áhugaverður/kemur þetta
að gagni?
Er höfundur áhugaverður?
Lesa úrdráttinn:
Hver var spurningin?
Hverjir og hvað var rannsakað?
Hvaða niðurstöður?
Eru niðurstöðurnar (ef til staðar)
gagnlegar?
Ef svar við ofangreindu er jákvætt
skaltu lesa greinina.
Eftir þennan fróðlega dag fórum við
í Ráðhúskjallarann að borða ásamt
sænskum og norskum ljósmæðrum.
Þar voru umræður mjög líflegar yfir
borðum.
Laugardagurinn byrjaði með því að
lýst var fyrir okkur þrem mismunandi
rannsóknaraðferðum.
Mavis Kirkham frá Bretlandi talaði
um „Descriptive design“. Þessi aðferð
felst í því að rannsóknaraðilinn fylgist
með fólki og skráir niðurstöður sínar.
Þessu er oftast nær fylgt eftir með opnu
viðtali, þ.e. ekki er spurf beinna spurn-
inga heldur rætt um ákveðið efni.
Mavis sagði m.a.: Það er mikilvægt
að fylgjast með því sem fólk gerir og
hlusta eftir því hvað þetta sama fólk seg-
ir að það geri, því að þessir hlutir fara
ekki alltaf saman. Þessi aðferð er not-
uð til að læra af fólki.
38
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ