Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 41

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 41
Mavis hefur gert rannsókn á sam- skiptum ljósmæðra og fæðandi kvenna, þ.e. fylgdist með konum í fæðingu. Grein um rannsókn hennar birtist í Midwives, Research and Childbirth, 1. hefti. Ann Marie Widström frá Svíþjóð lýsti síðan „Experimental design“. Þá er ákveðin aðferð prófuð, t.d. áhrif þess að barn taki brjóst innan 30 mín- útna frá fæðingu eða ákveðin aðferð við saumaskap. Annar hópur, viðmið- unarhópur, er hafður til hliðsjónar en ekki er þar notuð nein sérstök aðferð. Vfirleitt er dregið um hver fer í tilrauna- hóp og hver í viðmiðunarhóp. Skil- Sreina þarf vel meðferð, hópinn og hvað á að skrá. Ann Marie fór einnig inn á siðfræði- legar spurningar tengdar rannsóknum eins og það hvort fólk viti af rannsókn, viti fyrir eða eftir. Það getur truflað rannsókn ef fólk veit um rannsóknina. Ann Marie talaði talsvert um rann- sókn sína um áhrif af brjóstagjöf fljótt eftir fæðingu, þ.e. innan 30 mínútna. Helstu niðurstöður voru: ~~ Betri tengslamyndun móður og barns. Börn voru lengur á brjósti. ~~ Breytti ekki tíðni stálma. Mari Renfrew frá Bretlandi lýsti síð- an „Survey Research" — könnun. Kannanir eru til að leita eftir staðreynd- um eins og t.d. fjölda spangarskurða ° fl. og skýra frá þeim. Ýmsar mismun- ljósmæðrablaðið _____________________ andi aðferðir eru notaðar við öflun upp- lýsinga: — Spurningalistar. — Athuganir á starfsemi. — Skoðun á skýrslum. Oft er notuð fleiri en ein þannig aðferð. Ef gera á könnun þarf eftirfarandi undirbúningsvinnu. 1. Athuga hvort upplýsingar sem okk- ur vantar eru ekki þegar til taks, t.d. tíðnitölur fæðinga, gangsetninga o.s.frv. 2. Semja spurningar í samræmi við aðferð. 3. Ganga úr skugga um að aðferðin sé framkvæmanleg. 4. Prófa spurningalista áður en þeir eru sendir út. Mary benti á að mikið af þeim upplýs- ingum sem ljósmæður spyrja um fyrir mæðraskrá geti komið að gagni við rannsóknir. Mary lýsti síðan könnun sinni er hún gerði á stefnu og starfsemi sjúkrahúsa í Alberta í Kanada með tilliti til brjósta- gjafar. Lokaáfangi könnunar eða rannsókn- ar er svo að birta niðurstöðurnar svo að hún hafi eitthvert gildi. Jennifer Sleep frá Bretlandi talaði síðan um hvernig leita ætti svara við áleitinni spurningu. Helstu atriðin eru þessi: 1. Skilgreina spurnarefnið eins þröngt og hægt er. 2. Velja bókasöfn með tilliti til rann- sóknarefnisins. 3. Ákveða hvað skuli skráð og hvernig. 4. Finna einhvern til að fjármagna. 5. Hefja leitina. _ 39

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.