Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 5

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 5
Dreifikréf Landlæknisemkættisins nr. 8/199? Landlæknir vill vekja athygli allra lækna og ljósmæðra á að fyrir nokkrum árum var settur staðall um hvað þeir ættu að kunna sem fást við ómskoðanir á þunguðum konum á Islandi. Þessi staðall var samþykktur af stjórnum Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðra- félagi Islands og Félagi íslenskra heimilislækna. Staðallinn gerir ráð fyrir að minnsta kosti 2ja vikna fræðilegu námi og 6 vikna verklegri þjálfun sem tekin væri á 2 árum og haldið reglulega við. Um viður- kenningu á náminu má sækja til stjórnar Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna sem staðfestir viðurkenningu á námi í samráði við Ljósmæðrafélagið eða Félag íslenskra heimilislækna eftir atvikum. Lýsingu á staðlinum og námskröfum má fá á sónardeild Kvennadeildar Land- spítalans, sími 560-1158. Vakin er athygli á því að íslenski staðallinn gerir aðeins minni kröfur til þekkingar en almennt er nú farið að gera í nágrannalöndunum. Þetta var gert vegna landfræðilegra stað- hátta hér á landi en þýðir þó ekki að menn eigi að hafa í reynd minni kröfur til þekkingar og reynslu en LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ________________ gert er annars staðar. Framkvæmd og túlkun ómskoðana er vandasöm. Á Islandi á að bjóða öllum konum góða og vandaða skoðun sem gerð er af þjálfuðu starfsfólki sem vinnur á skipulagðan hátt. Landlœknir ATH: Stjóm LMFI fjallaði um þennan staðal og samþykkti hann að því undanskildu að þar sem segir að „ljósmóðir eigi að skoða á ábyrgð og í samvinnu við lækna á hverjum stað“. Okkur finnst undarlegt að ein stétt skuli bera ábyrgð á störfum annarrar og komum við því á framfæri. Stjórn LMFÍ LVSTADLIN ■• SNÆLANÐ ehf Skútuvogi 11 sími 568 5588 5

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.