Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Page 8

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Page 8
Grein upphaflega birt í Tímariti hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 72. árg. 1996. Birt með leyfi greinarhöfundar og ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga. Greinarhöfúndur: Jóna Dóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Áfengis- og vímuefnaneysla kvenna á meágöngfu, ákrif neyslu á fóstur og einföld. aágerá til greiningfar Ef kona sást drultkin á almannafæri fýrir nokkrum áratugum síðan var litið niður á hana og hún álitin afar slæm móðir, enda áttu konur ekki að drekka áfengi nema þá helst eitt og eitt sherrýstaup. Hins vegar var það hluti af karlmennskunni ef þeir, karlmennirinr, drukku áfengi og jafn- vel þótt algjört stjórnleysi fylgdi drykkjunni, hafði það ekkert með föðurhlutverkið að gera og þeir voru ekki brennimerktir sem verri feður fyrir bragðið. En við þær þjóðfélagslegu breytingar er urðu í Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar fóru konur að sjást æ oftar neyta áfengis á almannafæri. Framleið- endur sáu sér leik á borði og fóru að beina spjótum sínum að þessum nýja markhóp og konur fóru að sjást í áfengisauglýsingum. Ef erlendum tímaritum er flett í dag þá sjást gjarnan áfengisauglýsingar sem sýna hina athafnasömu framakonu, klædda smekklegri dragt, með skjala- tösku sér við hlið, þar sem hún stendur sjálfsörugg við barinn og fær sér drykk að afloknum vinnudegi. Þessar breytingar áttu sér einnig stað hér á Islandi og fór að bera á því um það leyti er Rauðsokkuhreyfmgin var stofnum og konur fóru að þyrpast út á vinnumarkaðinn í kringum 1970. Með þá staðreynd í huga að áfengis- neysla kvenna hefur aukist verulega síðustu áratugi hlýtur það að auka líkurnar á því að fleiri börn fæðist í þennan heim er hafa orðið fyrir skaða á fósturskeiði vegna neyslu móður- 8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.