Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Page 17

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Page 17
C Fæáing í vatni Fæðingastofum og aðstöðu fyrir sængurkonur var breytt fyrir 2-3 árum á Sjúkrahúsi Suðurlands Sel- fossi. Þá sýndu ljósmæður þar mikla framsýni og lögðu áherslu á að fá stórt baðkar á fæðingastofuna. Síðan fóru sunnlenskar konur smátt og smátt að notfæra sér heita vatnið, til slökunar og verkjastillandi, á meðan þær voru á fyrsta stigi fæðingar. Vinsældir baðsins urðu alltaf meiri og meiri og þótti ljósmæðrum á Selfossi nú s.l. haust réttur tími til að bjóða konum upp á vatnsfæðingar. Þetta hefur verið í undirbúningi í allan vetur og töldum við okkur faglega tilbúnar um miðjan febrúar. Fyrsta konan fæddi í vatni 16. febrúar 1997 og síðan hafa tvær konur bæst við. Allar hafa þær verið mjög ánægðar með þessa tilhögun og fæðingarnar gengið vel. Við erum nú að upplýsa og fræða konur um þennan valkost og eru þær margar mjög áhugasamar um þetta. Við höfum sett okkur strangar reglur og ýmsar leiðbeiningar sem við höfum okkur til stuðnings. Áslaug Hauksdóttir Ijósmóðir Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi. Skilyrði sem uppfylla þarf til að fá að fæða í vatni. 1) Engir áhættuþættir. 2) Meðganga a.m.k. 38 vikur. 3) Höfuðstaða fósturs. 4) Ef legvatn er farið-tært legvatn. 5) Eðlileg stærð á barni. Aðal kostir þess að fæða í vatni: 1) Heitt vatn er verkjastillandi og leiðir til betri slökunar. 2) Minni verkjalyfjanotkun. 3) Styttir fyrsta stig fæðingar. 4) Fækkar klippingum-minni rifur. 5) Fækkar keisaraskurðum. 6) Lækkar blóðþrýsting. Ókostir: Engir við eðlilegar fæðingar. Frábendingar: 1) Grænt legvatn. 2) Blæðing á 1. stigi fæðingar. 3) Fyrirburafæðing. 4) Grunur um mjög stórt barn. 5) Sitjandistaða fósturs. 6) Tvíburar. 7) Einnig ef gefin hafa verið sterk lyf þá að bíða í a.m.k. 2-3 tíma með vatnsfæðingu. NB! Lesefni og myndband á Héraðsbókasafni Arnessýslu, Selfossi. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 17

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.