Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Side 4

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Side 4
Frcttir frá stjóm LFTFI Alþj óðasiðaregluv Ij ósmeeðra Stjórn LMFÍ hefur látið þýða alþjóðasiðareglur ljósmæðra, sem samþykktar hafa verið af íslenskum ljós- mæðrum, og gefið út á veggspjaldi sem hægt er að kaupa á skrifstofu félagsins. Siðareglurnar eru í samræmi við það meginmarkmið að ljósmóðir skuli stuðla að bættri heilsu kvenna og eru þær hafðar til leiðbeiningar við menntun, störf og rannsóknir ljósmæðra. Siðareglur þessar virða konur sem persónur, stuðla að réttlæti fy- rir alla og sanngjarnri dreifingu gæða í heilbrigðisþjónustu. Siðareglurnar byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju. Siðareglunum er skipt í fjóra meginkafla: Samskipti 1 jósmæðra, Starf ljósmæðra, Faglegar skyldur ljósmæðra og Endurmenntun ljós- mæðra. Stýrkir tir minningasjóði tjósmeeðra Minningasjóður ljósmæðra var stofnaður árið 1967. Aðdragandi sjóðs þessa var tvíþættur: Árið 1966 barst fé- laginu 1200kr. í minningargjöf um Ingibjörgu Jónsdóttur ljósmóður og á aðalfundi ljósmæðra lagði Kristín I. Tómasdóttir þáverandi formaður til að stofnaður skyldi minningasjóður Ljósmæðrafélags íslands. Sjóðurinn veitir viðtöku gjöfum og áheitum. Minningaspjöld eru gefin út til ágóða fyrir sjóðinn. Stjórn sjóðsins skipa þrír fulltrúar og ber stjórn sjóðsins að halda bókhald fyrir sjóðinn, sem er lagt fram á aðalfundi ljósmæðra. 1. Tilgangur sjóðsins er að styðja ljósmæður til framhaldsnáms sem er 5 einingar eða 1 ár og einnig má veita fé til hverra þeirra líkarmála sem ljósmæðrastéttin hefur hug á að styðja. 2. Höfuðstóll sjóðsins nemi aldrei minni upphæð en 75.000kr. og skal stjórn sjóðsins heimil ráðstöfun vaxta og tekna sjóðsins eftir því sem þörf krefur, en aldrei skerða höfuðstól. 3. Kvittanir fyrir skólagjöldum þurfa að liggja fyrir þegar úthlutað er úr sjóðnum. 4. Umsóknum um styrki úr sjóðnum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum og skulu sendast sjóðnum fyrir 1. júní ár hvert. Umsóknum er svarað og úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári — í júlí. Stjórn sjóðsins ákveður styrkveitingu samkvæmt 1. grein. Stjórn sjóðsins ákveður upphæð styrkja hverju sinni og nemur upphæð allt að 50.000kr. 5. Ársreikningar skulu vera skoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Endurskoðað í apríl 1997. UppVjsingar frá Alþjóða Heilbrigðisinálastofmininni Vakin skal athygli á að á skrifstofu LMFÍ liggja frammi ýmsir bæklingar og skýrslur frá Alþjóða Heilbrigðis- málastofnuninni. Þar má nefna skýrslur um stöðu brjóstagjafar í heiminum, næringu og heilbrigði kvenna og barna, brjóstagjöf og heilbrigðar matarvenjur í meðgöngu og við mjólkun, og bæklinga um áhersluþætti í tengslum við heilbrigði kvenna og barna. Þær ljósmæður sem áhuga hafa geta skoðað þessi rit nánar á skrif- stofu LMFÍ. Rit Alþjóðasambands ljósmæðra eru einnig til á skrifstofu LMFÍ Lokað óegna sumarieýfa Skrifstofa Ljósmæðrafélags íslands verður lokuð vegna sumarleyfa 21. júní til og með 9. ágúst 1999. Einungis verður opið á mánudögum frá 9. - 30. ágúst 1999. 4 LJÓSMÆPRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.