Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Side 7

Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Side 7
Tílk'ýnning frá KOennadeilcl Landspílalans Kvennadeildin, sem er stærsta fæðingadeild landsins, ætlar að styðja betur við ljósmæður og lækna sem vinna við mæðravernd og fæðingahjálp, með kennslu og þjálfun á Kvennadeildinni. Einnig höfum við hug á að auka stuðning með ákveðnum tengiliðum og sérfræðiáliti, ef ljósmæður óska þess. Með því er mögulega hægt að bæta þjónustu í heimahéraði og jafnframt auka gæði þjónustunnar á landsvísu. Vinsamlegast sendið undirrituðum hugmyndir og óskir ykkar um í hvaða formi þessi fræðsla og þjón- usta hentar best og hvort og hvenær þið mynduð vilja notfæra ykkur hana. Ragnheiður Sigurðardóttir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir Hjúkrunarframkv.stj./yfirljósmóðir Sviðsstjóri Kvennadeild Landspítalans Kvennadeild Landspítalans ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ * ❖ ❖ ❖ ❖ Ljósmaeður kýnna sig Dagana 17. og 18. apríl sl. bauðst ljósmæðrum tækifæri til að kynna störf sín þegar útvarpsstöðin Matt- hildur FM. 88,5 bauð Ljósmæðrafélaginu afnot af bás á sýningunni Barnið ’99. Sýning þessi var hin veglegasta í alla staði og var þar til sýningar ýmislegt sem tengist börnum og barneignum. Sótti hana fjöldi manns, mest fólk á barneignaraldri, og var góður rómur gerður að sýningunni. Bás ljósmæðra var á góðum stað og margir stoppuðu og fengu bæklinga og blöð eða spjölluðu um reynslu sína og leituðu ráða. Ljósmæður skiptu með sér verkum og stóðu sig með stakri prýði, eins og þeirra vandi er. Er það mál manna að þessi kynning hafi verið ljósmæðrum til góðs og gert þær sýnilegri í þjóðfélaginu. Út- varpsstöðinni Matthildi er hér með þakkað þetta frábæra framtak. ❖ ❖ * ❖ ❖ ❖ ❖ # ❖ ❖ ❖ ❖ AKinnutaekifaen Nú er skortur á ljósmæðrum í London. Queen Charlotte’s & Chelsea Hospital í London hafa áhuga á að fá íslenskar ljósmæður til starfa. Þar væri hægt að bjóða upp á aðlögun sem fæli í sér: Kynningu á heil- brigðiskerfinu, kynningu á mæðraþjónustu, mat á framamöguleikum og þörf fyrir þjálfun ljósmæðranna, áætlun til eins árs sem leiddi til inntöku í UKCC, enskunám. Þessi sjúkrahús hafa góð sambönd við Thames Valley University, The Post Graduate Medical School og sína eigin miðstöð fyrir „evidence ba- sed midwifery practice“. Þær sem hafa áhuga geta haft samband við Hilary Ruhl, Matemity Service Manager, Queen Charlotte’s & Chelsea Hospital, Goldhawk Road, London W6 OXG, England. Sími: 0044 0181 383 8559 eða 0044 0181 748 4666, eða fax: 0044 0181 383 3517. UÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.