Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 4
“'S’aiumasBajwa, Ritstjórapisti Nú er enn eitt árið að líða í aldanna skaut. Arsins 2009 mun án efa vera minnst í sögubókum framtíðarinnar sem ár mikilla sviptinga og hafa ljósmæður ekki farið varhluta af því frekar en aðrir. Töluverðar breytingar hafa orðið innan skipulags heilbrigðisþjónustunnar með breyttum áherslum sem hafa ekki hvað síst komið til vegna tíðra skipta í ráðherrastóli í heilbrigðisráðuneytinu. Með nýju fólki koma jafnan nýir síðir og þegar skiptin eru jafn ör og dæmin sanna þá er oftast ekki von á góðu. Við búum nú við þriðja heilbrigðisráðherrann á þessu ári og sér ekki enn fyrir endann á þeim sviptingum sem geysa nú um heil- brigðisþjónustuna. Okkur ljósmæðrum er það hjartans mál að standa vörð um þjón- ustu við barneignarferlið í heild sinni og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sú þjónusta sem hefur náðst hefur að byggja upp á undanförnum árum verði ekki skert. Ljósmæðrafélagið lét þó umræðu um kreppu ekki slá sig út af laginu og hélt veglega upp á 90 ára afmæli félagsins með ráðstefnuhaldi, hátíðaraðalfundi, bókaútgáfu og síðast en ekki síst með glæsilegu afmælishófi þar sem Ijós- mæður víðs vegar af landinu skemmtu sér. Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem félagið fer út í bókaútgáfu og voru í upphafi á lofti efasemdir um að ekki stærra félag en okkar gæti staðið undir útgáfu svona veglegrar bókar. Frá því að ritnefndin tók til starfa á haustmánuðum 2007 þar til bókin kom út breyttist fjár- hagslegt landslag okkar svo um munaði og það varð fljótt ljóst að erfiðar yrði að fjármagna útgáfuna en ráð var fyrir gert. Þá ákvað ritnefndin að leita til ljósmæðra til að styrkja útgáfuna og tók stéttin svo vel við sér að allt útlit er fyrir að útgáfa bókarinnar komi til með að standa undir sér og jafnvel gott betur en það. ■nraBHnna Bergrún Svava Jónsdóttir ritstjóri Ljósmæðrablaðsins ■■■■■■■■■■■■■■■■ Að þessu sinni birtast í blaðinu þrjár greinar sem fjalla um fósturgreiningar frá mismundandi sjónarhornum. I ritrýndri grein fjallar Helga Gottfreðsdóttir um þá fræðslu sem foreldrum stendur til boða varðandi fósturskimanir á fyrstu vikum meðgöngu og er margt athyglisvert sem kemur fram í þeirri grein. Augljóst er að ýmislegt má betur fara og þurfum við ljósmæður að vera tilbúnar til að endur- skoða okkar vinnubrögð til þess að sem allra flestir foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun varðandi fósturgreiningar. I grein sinni um ómskoðanir ljósmæðra í 25 ár fjalla þær María J. Hreinsdóttir og Ólafía M. Guðmundsdóttir um þann mikla þátt ljósmæðra í sögu ómskoðana á meðgögnu. Þessi grein átti að birtast í vortölublaði Ljósmæðrablaðsins en röð atvika gerði það að verkum að greinin birtist ekki þá. Bið ég hlutaðeigandi, fyrir hönd ritnefndar blaðsins, innilega afsök- unar á því. Hún birtist okkur nú og fjalla María og Ólafía um sögu ómskoðana og er með ólíkindum hvað þeirri tækni hefur fleygt fram. Fram kemur að fyrstu tækin séu nú geymd á Lækningaminjasafninu á Nesstofu en það segir meira en mörg orð um þá miklu framfarir sem orðið hafa á þessu sviði. I verkefni Kristínar Rutar Haralds- dóttur, ljósmóður í námskeiðinu í Inngangi í ljósmóðurfræði, er því m.a. velt upp hvort rétt sé að ljósmæður sjái um ómskoðanir hjá verðandi mæðrum eða hvort betra sé að aðrir, t.d. læknar eða ómtæknar, sjái um þessar skoðanir. Islenskar ljósmæður hafa í gegnum tíðina verið duglegar við að kanna nýjar slóðir og segir Halla Björg Lárusdóttir okkur frá störfum sínum í Bandaríkj- unum. Þar er greinilega margt með öðrum hætti en við eigum að venjast bæði hvað varðar vinnulag heilbrigð- isstarfsfólks og væntingar skjólstæð- inganna. En við þurfum nú ekki að leita út fyrir landsteinanna til að finna áður óþekktar slóðir. Sú ótrúlega staða kom upp í haust að íslenskar ljósmæður þurftu að skrá sig atvinnulausar. Hildur Armannsdóttir, er ein þessara ljósmæðra og deilir með okkur vangaveltum sínum uni framtíðina og stöðuna eins og hún birtist henni í upphafi starfsferils hennar sem ljósmóður. María Bjömsdóttir, Ijós- móðir, er hætt störfum og þarf ekki að óttast atvinnuleysi. I hugleiðingum sínum um árin eftir starfslok kemst hún að því að það er með öllu óþarft að sitja með hendur í skauti og bíða- eftir því að elli kerling nái yfirhöndinni. Það er sem fyrr engin lognmolla í kringum Maríu og enn hefur henni ekki gefist tími til að ganga frá myndum inn í albúm - hún gerir það kannski þegar hún verður gömul. Fyrir hönd ritnefndar sendi ég ljós- mæðrum öllum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári Arion banki 4 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.