Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 12
tíma í samþætt líkindamat áður en þær fóru í fyrsta viðtal hjá ljósmóður á heilsu- gæslustöð. Þar af höfðu fimm þeirra verið í hópi þeirra sem hittu fæðinga-og kven- sjúkdómalækni en ein hafði hitt heimilis- lækni. Sex af konunum áttu börn fyrir og höfðu fimm þeirra reynslu af samþættu líkindamati á fyrri meðgöngu þar sem líkur á litningafráviki voru litlar í öllum tilvikum. Aðrar upplýsingar um bakgrunn kvennanna sýndu að aldur þeirra var á bilinu 22-35 ár en makar þeirra voru á aldrinum 23-50 ára. Mikil breidd var í menntun þátttakenda, allt frá grunnskóla- prófi til háskólamenntunar. Þótt reynsla þátttakenda væri um margt sameiginleg þegar kom að umræðu um fósturskimun þá voru áherslur mismun- andi í viðtölunum. Þegar kemur að lýsingu kvennanna á því hvemig þeim voru veittar upplýsingar og hvert innihald þeirra upplýsinga var, þá er vissulega hægt að finna lýsingar þar sem upplýs- ingar byggja á greinagóðum útskýringum læknis eða ljósmóður en hins vegar voru þau dæmi mun fleiri þar sem konumar lýstu hinu gagnstæða. Hér á eftir er greint frá þremur megin þemum sem grein- anleg voru varðandi lýsingu kvennanna á fræðslu sem þeim var veitt um skimun og samskiptum við heilbrigðisstarfsmann. „Svo er það hnakkaþykktarmœlingin” Konurnar í þessari rannsókn töldu sig allar hafa valið það að fara í fóstur- skimun. Engu að síður lýstu margar þeirra því að skimunin væri reglubundin hluti af meðgönguverndinni. I sumum tilvikum tengdist það þeim upplýsingum sem ljósmóðir eða læknir hafði sett fram. Ein þeirra orðar það svo: „Hann bara sagði. Svo er það hnakkaþykktarmæl- ingin. Það var ekki mikið spurt viltu fara í hana ?” Eftirfarandi dæmi mátti finna í viðtölunum þegar konurnar voru beðnar um að lýsa fræðslu og upplýsingum sem þær fengu í samskiptum sínum við lækni eða ljósmóður í upphafi meðgöngu. Ein kona sem gekk með þriðja barn sitt lýsti þeim svo: Eg fór á stofu til kven- sjúkdómalœknis og hann sagði að þetta vœri voða góð greining og mœlti ekki með því að ég fœri í ástungu, hann sagði að þetta sœist svo vel og vœri svo mikil tœkni. Nei ég man ekki meira hvað hann sagði um það ... í raun er ég sátt við upplýsingarnar ég var ekkert að spyrja um þetta, fannst hann segja mér þetta þannig að ég var ekkert að spyrja (verðandi móðir no 8:1). Þessi kona var 35 ára og eins og hefðin hefur verið hér á landi hefði hún átt kost á legvatnsástungu. Hér segist hún vera sátt við upplýsingamar en í lok viðtalsins segir hún: Eg hef ef til vill ekki lesið nóg um þetta ... í raun veit maður kannski ekki nógu mikið um þetta, bara verið að mœla líkur á einhverju og svo kemur maður á nœsta stig, hvað gerir maður þá? Annað dæmið er úr viðtali við konu sem gekk með sitt fyrsta bam. Hún sagði: ... ég fór á stofu til kvensjúkdóma- lœknis. Þá lét hún mig fá beiðni og sagði mér að panta tíma í hnakkaþykktarmœlingu. Mér fannst hún ekki gefa mér neinar upplýs- ingar en hún svona rétti mér blað þegar ég var að kveðja hana og var ekkert að útskýra meira (verðandi móðir no3:l). í örfáum tilvikum höfðu konurnar leitað sér upplýsinga um skimunina. I næsta dæmi lýsir frumbyrja því hvernig hún túlkaði þær upplýsingar sem hún kynnti sér en jafnframt kemur fram að túlkun ljósmóðurinnar hafi enn frekar hvatt hana til að þiggja skimunina: Eg las mig til í bók þar sem talað var um alls kyns dœmisögur; litla áhœttu og mikla áhœttu og svofœðist heilbrigt barn og öjugt. Þar stóð líka að kannski vœri gott að vita minna, ekki alltaf gott að treysta á vísindin. En við erum kannski meira vísindafólk og höfum alveg trú á þessu þó að við myndum ekki treysta blint á niðurstöðuna- taka aðeins með fyrirvara. En Ijósmóðirin talaði um að þetta vœri ekki mikil áhœtta þannig að við förum í þetta (verð- andi móðir no 15:1). I hverju felst valið? Flestir þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi þess að val væri um fóstur- skimun. Hins vegar lýstu fáir þátttakendur því að aðrir möguleikar en þeir að þiggja skimun hafi verið ræddir. Eftirfarandi dæmi lýsir samskiptum heimilislæknis og fmmbyrju og hvemig konan er hvött til að íhuga þá kosti sem henni bjóðast. Hún lýsir því svo: ... ja hún (heimilislœknirinn) svo sem sagði mér ekki mikið hún benti mér bara á heimasíðu Landspítalans, þannig að ég er bara búin að lesa mér til þar og svo eftir að ég talaði við Ijósmóðurina. Þannig að maður er svona aðeins nær því... en égfékk ekki miklar upplýsingar hjá heim- ilislœkninum... En hún var algjörlega hlutlaus. Hún sagði að það vœri bara allur gangur á því hvað vœri gert og hún var ekkert að mœla með eða á móti þessu. Gaf mér alveg frjálsar hendur og ég mœtti bara fara heim og hafa samband aftur upp á beiðni en ég þyrfti ekki að taka ákvörðun strax (verðandi móðirno 7:1). Konan ræddi það síðar í viðtalinu að það hefði haft jákvæð áhrif á sig að geta farið heim og íhugað fram- haldið. Hún komst svo að orði Mér finnst þetta mjög sniðugt að bjóða upp á þetta. Og ég œtla að fara í þetta, svona líka af því það er ekki kvöð, maður bara velur um þetta Önnur kona sem gekk með annað barn sitt; Eg fór til heimilislæknis, var búin að taka þrjú próf áður en ég fór til hans en hann eiginlega bara rœddi um hnakkaþykktarmœlinguna út frá því að ég gœti þáfarið í snemmsónar, ekkert út frá því hvort ég kœmi til með að eyða fóstri ef það vœri með Downs eða einhverja litningabreyt- ingar, ekkert á þessu sviði, ekki neitt. Það var meira í áttina eins og til að sýna mér að þarna vœri fóstur, það var talað þannig meira. Og ég var líka að leita eftir þessari staðfest- ingu. Þess vegna var kannski ekki farið meira út íþetta. Svofór ég bara inn á netið og ... en hann lét mig fá beiðni (verðandi móðir no 6:1). Verðandi feður voru í undantekningatil- vikum viðstaddir fyrsta samtal sem konan átti við lækni eða ljósmóður. Flestir virt- ust líta á það sem eðlilegan hlut að konan færi ein í þessa fyrstu heimsókn/skoðun og þannig sáu þeir sig raunverulega ekki í þeim aðstæðum að þurfa að velja. I eftir- farandi dæmi er lýsing föður sem átti von á öðm barni sínu; ... ég held nú að það hafi verið konan mín sem skoðaði þetta og ég held bara hreinlega á vefnum. Og eins og ég sagði áðan þegar við vorum komin í skoðunina (vísar í fyrri meðgöngu) á sónardeildinni þá fengum við mjög góða útlistun um það um hvað þetta snerist og alveg frábœra reyndar. Þetta sást svo vel og lá svo beint fyrir (verðandi faðir no 2:1) Maðurinn lýsir því hvemig konan 12 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.