Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 30
Atvinnuiausu yfirsetukonurnar Hvern hefði grunað að ljósmæður, með hjúkrunarmenntun þar að auki, yrðu atvinnulausar og færu á atvinnuleys- isbætur? Það óraði okkur ekki fyrir en það var haustið 2007 að 12 ólíkar meyjar hófu langþráð nám í ljósmóðurfræði. Fyrir flestar okkar var starfsdraum- urinn að rætast og var mikil tilhlökkun í hópnum. Við vorum 12 nemar, tveimur fleiri en vant var, en ástæðan fyrir því var sú að skortur á ljósmæðrum blasti við eftir nokkur ár. Við fundum alveg fyrir því að vera svona margar í náminu og fannst okkur stundum við þvælast hvor fyrir annari í verknámi og “berjast” um konurnar. Ekki það að við hefðum viljað missa einhverja úr hópnum, alls ekki, enda með eindæmum skemmtilegt holl. En námið var skemmtilegt og ótrúlega fljótt að líða og útskrifuðumst við allar með sóma síðastliðið vor. í byrjun árs 2009 var orðið ljóst að við fengjum ekki allar vinnu á Landspít- alanum. Þetta olli strax ákveðinni óvissu og óöryggi. Reyndum við að hugsa ekki of mikið um þetta en óneitanlega setti þetta svartan blett á önnina. Við vorum þó með ýmsar hugmyndir og meðal annars að fara á kjörár þar sem við myndum fá að flakka milli deildar í nokkra mánuði í senn og dreifa okkur þar með á allar deildar og fá þar með víðtæka reynslu. Einnig vorum við til í að deila prósentum jafnt á milli okkar, en það dugði ekki til. Sparnaðurinn náði víða og ekki var útlitið bjartara á öðrum fæðingardeildum á landinu né á Heilsugæslu Höfuðborg- arsvæðisins. Ein okkar er búsett á Akur- eyri og var aðeins sumarafleysing í boði þar á fæðingardeildinni en hún starfar nú sem hjúkrunarfræðingur innan spítalans. Ein af okkur var heppin og féll fyrir Neskaupsstað í verknámi og réði sig þar. Hún er sú eina af okkur ljósusystrum sem er í fullri vinnu sem ljósmóðir. I apríl skírðust málin örlítið fyrir okkur hinar og ljóst var að ekki var til fjárveiting í kjörárið og níu af okkur fengum 70 % sumarafleysingu hver í 12 vikur á fæðingardeildum Landspítalans. Ein fékk ekki sumarafleysingu á LSH þar Hildur A. Ármannsdóttir nýútskrifuð Ijósmóðir sem hún gat ekki unnið allar 12 vikurnar og flutti erlendis í lok sumars. Við hinar fórum inn í sumarið í algerri óvissu með framhaldið. Alltaf hélduin við í vonina um áframhaldandi vinnu og var okkur haldið í heljargreipum í allt sumar með framhaldið. I lok sumars kom í ljós að engin okkar fengi áframhaldandi vinnu. Kvennadeildin var skyndilega orðin ofmönnuð, að mati yfirstjómar, á flestum deildum þrátt fyrir mikið álag. Einhver óvissa var með störf á meðgöngu- og sængurkvennagangi og í lok sumars tilkynnti nýráðin mannauðsráðgjafi kvenna- og barnasviðs að það væru tvær lausar stöður, 50 og 60%, til afleysinga í eitt ár. Þrjár ljósmæður voru boðaðar í viðtal. Það kom okkur mjög á óvart að þær skyldu meðal annars vera spurðar að því hvort þær hyggðu á bameignir á næstunni. Ein úr okkar holli var ráðin í aðra afleysingastöðuna. Þann 24. ágúst fóru sem sagt fyrstu ljósmæðumar á atvinnuleysisbætur eftir 12 vikna sumarvinnu, en í september vom að minnsta kosti 8 ljósmæður á skrá hjá Vinnumálastofnun. Það vom mjög þung skref að taka að skrá sig á bætur hjá Vinnumálastofnun og fannst engri okkar það skemmtilegt verk. Ekki það að við skömmuðumst okkar fyrir það heldur vomm við svo sárar að fá ekki að vinna við það starf sem við höfum fómað heilmiklum tíma og peningum í að mennta okkur til. Þar að auki klæjaði okkur í finguma að fá að vinna við þetta göfuga starf. Okkur finnst það fáránlegt og mikil skammsýni hjá yfirvöldum að kosta okkur í svona nám, en það er nú ekki ókeypis fyrir ríkið og láta okkur svo bara vera heima á atvinnuleysisbótum í staðin fyrir að nýta starfskrafta okkar og þekkingu. Það er líka mikilvægt fyrir nýútskrifaða ljósmóður að fá góða starfs- þjálfun og reynslu til að öðlast öryggi í starfi, því reynslan og reynsluþekk- ingin er mikilvægt veganesti eins og við vitum í ljósmóðurfræðum. Við komum meðal annars með þá hugmynd að nýta okkur starfsþjálfun sem í boði er hjá Vinnumálastofnun og fá að koma á fæðingadeildamar 1-2 vaktir í viku til að viðhalda þekkingu okkar og fá áfram greitt frá vinnumálastofnun, en það var ekki í boði. Nú þegar eru margar okkar horfnar til annarra starfa innan hjúkrunar. Við höfum gripið þau tækifæri sem gefast í tengslum við ljósmæðrastörfin. Flestar okkar starfa við heimaþjónustu og höfum við sinnt afleysingum meðal annars í Vestmannaeyjum, Hornafirði, Selfoss og Keflavík. Við höfum áhyggjur af fram- tíðinni. Hvað gerist eftir 10 ár þegar stór hluti stéttarinnar er kominn á eftir- laun? Hverjar eiga að taka við? Eru það ljósmæður með litla eða enga reynslu sem löngu eru útskrifaðar? Verða þær ljósmæður ekki snúnar til annara starfa eða jafnvel fluttar úr landi. Er búið að reikna dæmið til enda? Hver er hinn raunverulegi spamaður? Hvað með mannauðinn - er hann kannski ekki metin til fjár? Munu einhverjir peningar sparast til lengri tíma litið? Við spyrjum! í fyrsta skipti í sögu ljósmæðra stöndum við frammi fyrir atvinnuleysi. Það er ekki að sjá að útlitið sé neitt að batna. Enn meiri sparnaður blasir við og alltaf er verið að skera þjónustuna meira og meira niður á meðan fæðingum fjölgar. Það er hlutverk ljósmæðra að standa vörð um ljósmæðraþjónustu og 30 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.