Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 10
Falcon, 2005). í þessu samhengi skiptir máli hvernig umræðan í samfélaginu þróast um slíkar rannsóknir og hvemig fagfólk sem er í samskiptum við verð- andi foreldra í upphafi meðgöngu, veitir fræðslu og gefur upplýsingar. Það að innleiða nýjar aðferðir til að skima fyrir frávikum hjá verðandi móður eða fóstri kallar því á endurskoðun á því vinnulagi sem er við lýði á hverjum tíma og þeim upplýsingum sem heilbrigðisstarfsfólk gefur. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á samskipti verðandi foreldra við fagfólk í upphafi meðgöngu og hvemig foreldr- amir lýsa fræðslu og upplýsingum sem þeim eru veittar um fósturskimun. Bakgrunnur Akvarðanataka verðandi mæðra um að þiggja eða hafna skimun fyrir fósturgöllum er háð nokkmm þáttum; s.s. aðgengi að skimuninni, lögum og reglugerðum, viðhorfi til fötlunar, upp- byggingu heilbrigðiskerfisins, reynslu og þekkingu fagfólks og fl. (Helga Gottfreðsdóttir, 2006; Wrede, Benoit og Sandall., 2001). Hjá hverri og einni konu hafa jafnframt viðhorf, gildismat og þekking áhrif á afstöðu. Samantekt Dahl, Kesmodel, Hvidman og Olesen (2006) á 34 rannsóknum frá 12 löndum sýndi að viðhorf kvenna til skimunar hefur meira forspárgildi um þátttöku en þekking þeirra á skimuninni. Þekking kvenna hefur hins vegar áhrif á hvort ákvörðun þeirra um að þiggja skimun byggir á upplýstu vali. I samantektinni kemur jafnframt fram að sú þekking sem konur tileinka sér tengist helst hagnýtum þáttum s.s. aðferð við skimun en færri lýsa atriðum eins og fyrir hverju er skimað eða hvemig túlka má niðurstöður. Ennfremur er því haldið fram að þar sem konur beri traust til þeirrar þjónustu sem þeim er boðin á meðgöngu, þar með talið skimun fyrir fósturgöllum, dragi það úr að þær leiti sér upplýsinga eða að þær skoði þær upplýsingar sem þeim em boðnar með gagnrýnum augum. Konur sjá þátttöku sína í skimunum fyrir fóstur- göllum helst felast í því að fá staðfestingu á að allt sé í lagi þó að þær viti að verið sé að skima fyrir ákveðnum frávikum eins og Downs heilkenni eða miðlínugöllum (Gokhale og Cietak, 2002). Rannsóknir sýna að þekking kvenna á fósturskimun er mismunandi en í rannsókn Gourounti og Sandall höfðu flestarkonurnarjákvætt viðhorf til skimunarinnar en þekkingu þeirra var ábótavant sem birtist í því að 56% tóku óupplýsta ákvörðun (Gour- unti og Sandall, 2006). Rannsókn þeirra byggði á gögnum frá Grikklandi og er þetta töluvert hátt hlutfall miðað við rannsóknir frá Bretlandi (Michie, Dorm- andy og Marteau, 2002) Ástralíu (Jaques, Sheffield og Halliday, 2005) og Hollandi (van den Berg, Timmermans, ten Kate, van Vugt og van der Wal, 2005). Þekk- ing kvenna á skimun virðist einnig tengj- ast menntun og efnahag sem birtist í því að konur með lakari efnahag og minni menntun eru líklegri til að taka óupp- lýsta ákvörðun (Gourounti, Lykeridou, Daskalakis, Glentis, Sandall og Antsaklis, 2008; Jacques og fl., 2005; Santalahti, Hemminki, Latikka og Ryynanen, 1998; van den Berg og fl., 2005). Framsetning upplýsinga og persónuleg afstaða fagfólks getur haft áhrif á þá ákvörðun sem konan tekur um skimun (Chiang, Chao og Yuh, 2006). Einnig hefur verið bent á að þær konur sem telj- ast í lítilli áhættu á því að eignast bam með Downs heilkenni en þiggja skimun virðast vera verr upplýstar en konur sem ákveða að fara ekki í skimun. Sama á við um þær konur sem eru í aukinni hættu varðandi það að eignast barn með Downs heilkenni (Farve og fl., 2008). I stuttu máli má segja að töluverður hluti kvenna í erlendum rannsóknum virðist líta á fósturskimun sem skyldu og stór hluti þeirra reynist vera illa upplýstur (Chiang, o.fl, 2005; Favre og fl. 2008). Vísbendingar eru um að íslenskar konur upplifi fósturskimun sem hluta af meðgönguvemd og að þátttaka í skim- uninni sé tekin af hinni verðandi móður en verðandi feður sitji oftast hjá þegar kemur að því að taka ákvörðun um skimun (Gottfreðsdóttir, Sandall og Björnsdóttir, 2009). Því er áhugavert að skoða niður- stöður rannsókna á þekkingu fagfólks á fósturskimun en erlendar rannsóknir benda til að henni sé ábótavant (Ekelin og Crang-Svalenius, 2004; Skirton og Barr, 2009). Það má álykta að slíkt birt- ist í samskiptum fagfólksins og verð- andi foreldra. Rannsókn Skirton og Barr bendir til að enn sé þekkingu ljósmæðra á skimun ábótavant en þrátt fyrir að 92.3% ljósmæðra í þeirri rannsókn teldu sig vel í stakk búnar að ræða við verðandi foreldra um fósturskimun var þekkingu þeirra á þeim frávikum sem skimað var fyrir ábótavant og í sumum tilvikum var ekki gerður greinamunur á skimunar- og greiningarprófum (Skirton og Barr, 2009). Rannsóknir sem beinlínis hafa beinst að samskiptunum sjálfum, þ.e. þar sem skoðað hefur verið hvernig fagfólk nálgast umræðu um áhættu og val, þegar fósturskimun er rædd, eru mjög fáar. Þess vegan er rannsókn Pilnik, Fraser og James (2004) sérstaklega áhugaverð en hún lýsir samtölum ljósmæðra við 14 konur þar sem umræðuefnið var fósturskimun. Rannsóknin sýndi að ljósmæðumar drógu fram þætti eins og falsk jákvæðar og falsk neikvæðar niðurstöður skimunarinnar og reyndu að tryggja skilning kvennanna á skimuninni í víðu samhengi. Hins vegar virtist sjónarhorn kvennanna í þeirri rannsókn tengjast því neikvæða mati eða skilningi sem konurnar lögðu í hugtakið áhætta og ákvörðun þeirra réðist af því. Með tilkomu klínískra leiðbeininga um meðgönguvernd sem gefnar voru út hér á landi í apríl 2008 kemur skýrt fram að fræðsla skuli veitt verðandi foreldrum um skimun fyrir litningagöllum og öðrum frávikum í þroska fósturs. Þar stendur: „Fræða þarf barnshafandi konur/verð- andi foreldra um skimanir á meðgöngu og tilgang þeirra, áður en að þeim kemur. Réttur konu til að þiggja eða afþakka skimun skal vera skýr.” (Hildur Kristjáns- dóttir og fl. 2008). í dreifibréfi frá Land- læknisembættinu frá 2006 var þetta orðað með nokkuð nákvæmari hætti: „Ákvörðun bamshafandi kvenna/verðandi foreldra um skimun byggist á upplýsingum úr samtölum við heilbrigðisstarfsmann og úr fræðslugögnum, þar sem áhersla er lögð á eðli skimunar, forspárgildi hennar og þá ákvörðun sem taka verður, reyn- ist skimpróf jákvætt.” (Landlæknisemb- ættið, dreifibréf nr. 9/2006). Það er því ljóst að þegar fyrstu samskipti eiga sér stað milli verðandi móður/foreldra er gert ráð fyrir ákveðnum upplýsingum frá hendi þess fagaðila sem verðandi móðir/ foreldrar hitta. Hér á landi er mismun- andi hver þessi fagaðili er og væntanlega fer það að einhveiju lqyti eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu hitta margar konur fæðinga-og kvensjúkdómalækni í upphafi meðgöngu. Hanna Rut Jónsdóttir (2009) forprófaði í nýlegu lokaverkefni sínu spumingalista sem hannaður var til að skoða annarsvegar hvaðan konur fá upplýsingar um fósturskimun og hins vegar á hvem hátt og hvaðan þær óska eftir að fá þessar upplýsingar. Svör bámst frá 42 konum (79%) sem höfðu ákveðið að þiggja fósturskimun með samþættu líkindamati og höfðu allar konumar hitt einhvem heilbrigðisstarfsmann áður en þær komu á fósturgreiningadeild í skimun. Flestar þeirra, eða 32 konur, höfðu hitt ljósmóður 30 konur höfðu hitt fæðinga-og kvensjúkdómalækni og 9 höfðu hitt heimilislækni. Hins vegar höfðu 10 konur einungis hitt fæðinga-og kvensjúkdómalækni. Rúmlega helmingur 1Q Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.