Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 18
kimun með hnakkaþykktarmælingu (11,12,13,14). Fyrir áhuga og frumkvöð- ulstarf Guðlaugar Torfadóttur, liffræð- ings (1946-2007) og í samvinnu við Jón Jóhannes Jónsson, lækni á sameinda- og lífefnafræðideild rannsóknasviðs Land- spítalans hófst uppbygging á svonefndu samþættu líkindamati þar sem prót- ínin beta-hCG og PAPP-A (pregnancy associated plasma protein A) voru mæld í móðurblóði samhliða hnakkaþykktarmæl- ingunni og notaðar ásamt aldri móður til að meta líkur á litningafrávikum (15). Þetta var gert í samvinnu við stofnanir í London, þ.m.t. áðumefnda Fetal Medicine Foundation, stofnun sem samhæfir og sér um gæðaeftirlit með hnakkaþykktarmæl- ingum, þjálfar og viðheldur menntun þeirra sem við þetta vinna, án ágóða. Alls hafa 5 ljósmæður og 4 læknar á Islandi lokið þjálfun og hlotið réttindi þaðan. Þessar skoðanir snúast ekki eingöngu um að reikna líkur á litningagöllum, heldur greinast allmargir aðrir alvarlegir og jafnvel ekki lífvænlegir fósturgallar nú mun fyrr en áður, svo sem heilaleysi, framheilaleysi, heilahaull, nýrnagallar eða útlimagallar. Ef hnakkaþykkt er mjög aukin getur það líka verið vísbend- ing um hjartagalla eða þindarslit. Allar fjölburaþunganir greinast snemma og auðvelt er að ákvarða belgjaskil sem er mikilvægt vegna mæðravemdar. Hjá þremur af hverjum hundrað konum grein- ist dulið fósturlát. Starfsfólk fósturgrein- ingardeildar vann að því í samvinnu við Sigurð Guðmundsson landlækni að koma 11-14 vikna skimun á fyrir allar konur óháð aldri og var það gert með form- legum hætti af hálfu heilbrigðisyfirvalda árið 2004. Hnakkaþykktarmælingar og samþætt líkindamat er framkvæmt á fósturgreiningadeild Kvennasviðs Land- spítala-háskólasjúkrahúss og kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þróun ómskoðana A bemskuárum ómskoðana á Islandi voru þær eins og annars staðar markaðar af þeirri þekkingu sem var fyrir hendi í þessum fræðum. Þróun þekkingarinnar og tækninnar hefur hins vegar verið stórstíg og er ekki ofmælt að tala um byltingu. Tæki dagsins í dag sýna okkur margt sem ekki var mögulegt að sjá fyrir 20 áram. Fyrir 26 árum þegar fyrstu ljómæðumar fóru til Skotlands til að læra, var einn læknir að skoða tvo morgna í viku í einu stóra herbergi, enginn var í móttöku og aðstaða nánast engin til að standa vel að skoðununum. Þegar ljósmæðurnar komu til starfa var þessu herbergi skipt upp í tvö Tafla 1. Ljósmæður sem starfa við ómskoðanir á meðgöngu á Islandi 2008: Man'a Hreinsdóttir - Kvennadeild LSH Olafía M. Guðmundsdóttir - Selfossi síðar á Kvennadeild LSH Kristín Rut Haraldsdóttir - Kvennadeild LSH Guðlaug Björnsdóttir - Kvennadeild LSH Guðrún Linda Friðriksdóttir - Kvennadeild LSH Sigurlinn Sváfnisdóttir - Selfossi Ashildur Gestsdóttir - Isafirði Hildur Halldórsdóttir - Neskaupsstað skoðunarherbergi og lítil móttaka fyrir ritara var búin til á milli herbergjanna, auk búningsaðstöðu fyrir konurnar fyrir vaginal ómskoðanir, þegar þær hófust árið 1983. Allar bókanir í ómskoðanimar höfðu farið fram á göngudeild kvenna og allar konur sem ætluðu í legástungu voru undirbúnar og skráðar þar. Þessu var breytt og allar konur sem vora á leið í legástungu voru ómskoðaðar við um það bil 12 vikur til að staðfesta að um lifandi fóstur væri að ræða og greina hve langt konan var gengin með. Þær höfðu fram að því yfirleitt ekki verið ómskoðaðar áður, sem var oft mjög bagalegt, vegna þess að þegar þær mættu í legástungun vora þær stundum komnar of stutt, eða of langt á leið, eða með dáið fóstur eða tvö eða fleiri fóstur. Margar konur höfðu heldur ekki hugmynd um það að þær hefðu val um að fara í rannsóknina og höfðu vanist því að “gera bara eins og læknirinn/ljósmóðirin sagði”. Þama hófust umræður um upplýst val og að það væra alltaf foreldramir sem hefðu síðasta orðið um hvað gera skyldi (16,17). Talsvert var um að konur sem komu með blæðingu eða verki væra skoðaðar til að greina hvort fóstur væri lifandi eða ekki, en fyrir tilkomu ómtækni Tafla 2. Ljósmæður sem hafa lært ómskoðanir, en hættar ómskoðun á Islandi: Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir - Kvennadeild LSH Hildur Nielsen - Kvennadeild LSH Sólveig Friðbjamardóttir - Kvennadeild LSH Sigríður Haraldsdóttir - Kvennadeild LSH Sigrún Magnúsdóttir - ísafjörður Margét Thorlacius - Stykkishólmur Margrét Sæmundsdóttir - Sauðárkróki þurftu þessar konur að bíða í óvissu með áframhald þungunarinnar. Þá vora konur á meðgöngudeild skoðaðar, ef þurfa þótti og konur sem höfðu sögu um vandamál/ sjúkdóma á meðgöngu. Smám saman var fastmótuðu kerfi skoðana komið á fyrir konur með fleirbura, sykursýki, háþrýst- ing og leghálsveilu og skráning og tölu- legar upplýsingar bættar verulega. Samvinna lækna og ljósmæðra á þessu sviði hefur alltaf verið góð og náin og mikil áhersla lögð á góða grunnþekkingu, fagleg og öguð vinnubrögð og mikilvægi þess að skimanir væru gerðar á sama tíma meðgöngu vegna þess að þá hámarkast notagildi þeirra. Reynsla annarra sýndi að sá sem skoðar lærir að þekkja útlit og atferli fóstursins á þeim tíma sem skoðun er gerð, sem leiðir til þess að auðveldara er að sjá ef eitthvað óeðlilegt er á ferð. Einnig varð að gæta þess að skoðanir væru helst ekki gerðar á þeim tíma í meðgöngunni þegar íslensk lög og almennar venjur leyfa ekki inngrip eins og að rjúfa meðgöngu, hvort heldur með fóstureyðingu eða framköllun fæðingar. Ljósmæður sem vinna við fóstur- greiningar era í þverfaglegu teymi með sérhæfðum fæðingalæknum, en einnig fagaðilum eins og erfðaráðgjafa, sálfræð- ingum, prestum og bamalæknum. Mikil samvinna er við meðgöngudeild og áhættumæðravernd og móttöku kvenna, heilsugæsluna um land allt og sjúkra- hús utan Reykjavíkursvæðisins. Ráðgjöf er veitt í gegnum síma til skjólstæð- inga, ljósmæðra og lækna sem vinna við mæðravemd eða ómskoðanir á lands- byggðinni. Mikil kennsla og nokkrar rannsóknir fara fram á deildinni. Ljós- mæðumar kenna ljósmæðranemum, læknanemum, deildarlæknum og ljós- mæðrum sem ætla að sérhæfa sig í fóstur- greiningum. Fósturgreiningardeildin er í nánu samstarfi við sambærilegar deildir erlendis þegar þarf að framkvæma sérhæfðar aðgerðir, eins og blóðskipti/ blóðgjöf í móðurkviði, laserbrennslu tengiæða hjá eineggja tvíburum og fleira, aðallega í Bretlandi og Belgíu, en áður líka Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum og Hollandi. Framtíðin í Ijósi fortíðar Þegar höfundar hófu nám í ljósmóð- urfræði árið 1977, var lítið um að konur væru ómskoðaðar og við upplifðum ýmislegt á fæðingargangi sem ljós- mæður sem útskrifast dag hafa aldrei séð, en aðeins lesið um í fræðibókum. Við myndum ekki vilja snúa til baka og þurfa að ganga í gegnum erfiða fæðingu þar 1 8 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.