Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 8
MERKUR ÁFANGI í SÖGU LJÓSMÆÐRASTÉTTARINNAR Annar doktorinn okkar - dr. Helga Gottfreðsdóttir Þann 21. ágúst síðastliðinn fór fram fyrsta doktorsvörnin í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands, en þá varði Helga Gottfreðsdóttir ljósmóðir dokt- orsritgerð sína. Helga Gottfreðsdóttir, lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1984, embættisprófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1991 og meistaraprófi í ljósmóðurfræði frá Thames Valley University, London 1999. Helga hefur starfar sem lektor í ljósmóð- urfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands ásamt því að vera forstöðumaður fræðasviðs um meðgönguvemd við. Ritgerð Helgu fjallar um ákvörðunartöku verðandi foreldra um skimun fyrir frávikum í fósturþroska. Á síðustu árum hefur samþætt líkindamat sem skimunaraðferð verið innleidd í meðgönguvemd í mörgum löndum með það að markmiði að finna frávik í fósturþroska s.s Downs heilkenni og gefa verðandi foreldrum þannig aukið val um áframhald meðgöngunnar. Skimunin er gerð á 11.-14. viku meðgöngu og byggir aðallega á mælingu á hnakkaþykkt fósturs og mælingu lífefnavísa í blóði móður. Hér á landi stendur samþætt lfkindamat öllum verðandi mæðrum til boða og þiggja nú nærri 90% kvenna á höfuðborgarsvæðinu það boð. Verkefnið byggir á eigindlegri rannsókn þar sem markmiðið var að skoða ákveðna þætti í íslensku umhverfi meðal heilbrigðra kvenna og maka þeirra til að skilja hvernig ákvörðun um að þiggja eða hafna skimun verður til. Annars vegar var efni frá fjöl- miðlum sem innihélt umræðu um samþætt líkindamat frá árunum 2000-2005 safnað og orðræðugreining notuð við úrvinnslu. Hins vegar voru tekin viðtöl við verðandi foreldra sitt í hvoru lagi tvisvar á meðgöngu, samtals 80 viðtöl. Niðurstöður orðræðugreiningar sýndu að það var aðallega starfsfólk fóstur- greiningardeildar, þar sem skimunin var boðin, sem talaði fyrir innleiðingu hennar í fjölmiðlum og fljótlega náði hún mikilli útbreiðslu. Nokkrir aðilar settu fram spurn- ingar um arlbótastefnu sem í skimuninni gæti falist og áhrif hennar á það gildismat sem lagt væri á líf fatlaðra einstaklinga. Viðtöl við verðandi foreldra sýndu að nánast öllum konunum fannst þær byggja ákvörðun sína á eigin vali. Margar þeirra kvenna sem ákváðu að þiggja skimunina höfðu töluverðar væntingar og auðsýndu fylgispekt við reglubundna notkun hennar. Ákvörðun karlanna í þeim hópi mótaðist fremur af því að hafa stjóm á meðgöng- unni, að fá fullvissu og af efnahagslegum ástæðum. Konunum fannst ákvörðun um að þiggja skimun vera sameiginleg, en mökum þeirra fannst konan taka ákvörðunina. Meirihluti þeirra þátttakenda sem hafnaði skimun reyndist hafa reynslu af eða þekk- ingu á fötlun og lýsti meiri sveigjanleika varðandi fjölbreytileika mannlífs. Þau höfðu jafnframt áhyggjur af því að skim- unin væri óáreiðanleg og hjá parinu var að jafnaði gagnkvæmur skilningur á skim- uninni. Almennt voru þátttakendur sama sinnis síðar á meðgöngunni. Niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast við skipulag meðgönguverndar og þróun klínískra leiðbeininga. Aðgengi kvenna og karla að upplýsingum og úrræðum sem auka möguleika þeirra til umræðu um skim- unina þarf að vera auðsætt. Þverfagleg samhæfing á þjónustu í upphafi meðgöngu er nauðsynleg, bæði hvað varðar þær leiðir sem standa til boða í heilbrigðiskerfinu og skipulag og innihald upplýsinga sem ætlað er verðandi foreldrum. I doktorsnefnd Helgu áttu sæti: Dr. Kristín Bjömsdóttir, prófessorviðhjúkr- unarfræðideild HÍ, umsjónarkennari og leiðbeinandi, Dr. Jane Sandall, prófessor í Ijósmóðurfræði í King‘s Collage University of London, meðleiðbeinandi, Dr. Marga Thome, prófessor í hjúkrunarfræðideild HÍ, nefndarmaður, Dr. Reynir Tómas Geirsson, prófessor í læknadeild HI, nefndarmaður og Dr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heim- spekideild HÍ, nefndarmaður Andmælendur við doktorsvömina vom þau Dr. Alexander Smárason yfirlæknir kvennadeildar sjúkrahússins á Akureyri og dósent við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri og Dr. Chris McCourt professor við Thames Valley University, London. Ljósmæðrablaðið óskar Helgu og ljós- mæðrum á íslandi til hamingju með þennan merka áfanga. Fyrir hönd ritnefndar Sigfríður Inga Karlsdóttir, Ijósmóðir 8 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.