Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 28
Islensk Ijósmóðir í Connecticut f ágústmánuði árið 2003 fluttist ég, ásamt manninum mínum og tveimur börnum, til Connecticut í Bandaríkjunum. Astæðan var framhaldsnám mannsins míns og lagðist þessi flutningur vel í okkur fjölskylduna, við vorum spennt að eignast ný heimkynni og kynnast öðrum menningarheimi. Þetta vor (2003) hafði ég útskrifast sem Ijósmóðir og var að vonum yfir mig ánægð með prófið og iðaði í skinninu að fá að spreyta mig á nýjum starfsvettvangi. Á þessum tíma gekk ég með mitt þriðja barn og átti von á því í lok desember, ég ætlaði mér að fara í gott fæðingarorlof og nota tímann til að hjálpa eldri bömunum mínum að byrja í nýjum skóla og átta mig á því umhverfi sem við vorum að flytja í. Ég var því alveg sátt við að bíða með að fara að vinna og ætlaði mér að setja mig betur inn í þau mál þegar ég væri komin út. Að vera „Foreign Educated Nurse Midwife" : Ég byrjaði fljótlega að afla mér upplýs- inga um vinnu fyrir íslenskt menntaða ljósmóður í USA og komst fljótt að því að þetta væri ekkert einfalt ferli. Ég vissi ekki um neina aðra íslenska ljósmóður sem hafði reynt að fá réttindi til að starfa í USA og því hafði ég engan til að spyrja ráða. Þetta varð því mikil leit að upplýs- ingum og mörgum klukkutímunum eyddi ég fyrir framan tölvuna við að kryfja þetta mál. Eftir mikla rannsóknarvinnu komst ég að því, að ljósmæður sem eru menntaðar annarstaðar en í USA, það sem þeir kalla „Foreign educated Nurse Midwives“, geta ekki fengið réttindi til að starfa þar nema þær fari aftur í Ijósmóðurnám þar í landi. Almennt er þetta svona, á þessu eru þó einhverskonar undantekningar í einstaka fylki þ.á.m. í New York og Californiu. I fylkinu þar sem ég bjó var þessu sem sagt þannig farið að ef mig langaði til að fá að starfa sem ljósmóðir með titilinn Certified Nurse Midwife (CNM) þá þurfti ég að fara í 2 ára nám við viðurkennda stofnun þar í landi og ná mér í nýtt ljósmóðurfræðipróf!! Þetta Halla Björg Lárusdóttir; Ijósmóðir fannst mér náttúrulega afar svekkjandi niðurstaða og það tók mig langan tíma að sætta mig við að svona væri þetta. Ég gat ekki hugsað mér að fara aftur í ljósmóðurnám, enda með þetta FÍNA nám að baki sem ég er alveg ótrúlega stolt af! Því varð úr, að ég gerði það sem ég þurfti til að fá amerískt hjúkrunarleyfi og vann svo sem hjúkrunarfræðingur á fæðingadeild. Einnig fór ég heim til íslands á hverju sumri og leysti af í nokkrar vikur á fæðingardeild LSFI. Þetta gerði ég bæði til að halda mér við í faginu en ekki síður vegna þess að mér fannst það svo skemmtilegt. St'Marys Hospital: Spítalinn sem ég vann á er kaþólskur einkaspítali sem var í 15 mínútna keyrslu frá heimili okkar. Deildin er sameiginleg meðgöngu-, fæðinga- og sængurlegu deild. Þarna eru rúmlega 1500 fæðingar á ári og flestar eðlilega fæddar konur liggja sængurlegu í 2-3 daga en konur eftir keis- araskurð liggja í 4 daga. Hjúkrunarfræðingar sjá um að manna deildinna og vorum við 5 - 8 á vakt hverju sinni. I einum enda deildarinnar er svokallað „Birthplace". Þetta er lítil eining sem er rekin af ljósmæðrum, þar eru tvö fæðingaherbergi með heitum potti og lítil setustofa og eldhús. Þarna er mjög hugguleg stemmning og konurnar sem kjósa að fæða þarna eru innstilltar á eðlilega fæðingu án verkjalyfja og fara heim 10 klst. eftir fæðingu. Við deildina starfa tveir hópar sérfræð- inga, þau eru ekki starfsmenn spítalans heldur einskonar verktakar. I hverjum hóp eru bæði læknar og ljósmæður og er hvor hópur um sig með stofur úti í bæ þar sem mæðravernd fer fram, síðan koma þeir með sínar konur á þennan spítala þegar þær fara í fæðingu. Skjólstæðingar þeirra hafa yfirleitt valið hvort þær vilji vera hjá lækni eða ljósmóður, en sumum er alveg sama. Þegar kona byrjar í fæðingu þá hringir hún í sína ljósmóður eða lækni, lætur vita af sér og fer svo upp á fæðingardeild. Starf mitt var tvískipt, annars vegar vann ég á stóru deildinni og hins vegar var ég á bakvakt fyrir Birthplace, en ljósmæðumar hafa alltaf með sér hjúkr- unarfræðing þegar þær em með konu í fæðingu þar. Vinnan í Birthplace var mjög skemmtileg, þegar ég var kölluð úr vorurn við bara tvær, ég og ein Ijósmóðir og svo parið sem var í fæðingu. Þegar konan var búin að fæða fór ljósmóðirin heim og ég varð eftir með fjölskyldunni þar til þau útskrifuðust. Þjónustan sem fólkið fékk þama er mjög svipuð þeirri þjónustu sem er veitt í Hreiðrinu á LSH.‘ Vinnan á stóru deildinni var allt öðru vísi. Hjúkrunarfræðingarnir á deildinni sérhæfa sig í mismunandi verkefnum, sumar sinntu eingöngu sængurkonum en aðrar, m.a. ég, vomm mest í því að sinna fæðandi konum. í stuttu máli get ég sagt að verksvið mitt hafi spannað allt það sem ég geri í vinnunni minni á fæðingagangi LSH nema að grípa barnið og sauma konuna. Ein ágæt samstarfsljósmóðir mín hér á Islandi sagði þessi fleygu orð þegar ég lýsti þessu fyrir henni: Þetta er nú bara eins og kynlíf án fullnægingar!!! En ef ég lýsi þessu aðeins nánar þá gekk þetta almennt séð þannig fyrir sig að ég tek á móti konunni þegar hún kemur á deildina og met hvað hún er komin langt í fæðingu, svo hringi ég í hennar lækni eða ljósmóður og fæ fyrirmæli frá þeim. Ef allt gengur vel fyrir sig þá koma þau oft 28 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.