Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Side 26

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Side 26
Stofnun fagdeildar heimaþjónustu innan LMFÍ Á félagsfundi LMFÍ þriðjudaginn 17. nóvember var formlega stofnuð fagdeild heimaþjónustu innan félagsins. Ljósmæður sem sinna heimaþjónustu hafa lengi haft orð á því sín á milli að það vantaði samráðsvettvang fyrir ljósmæður sem vinna sjálfstætt. Á öðrum starfs- sviðum vinnum við náið með öðrum ljósmæðrum og finnum styrk hvor hjá annarri. Draumurinn er að í fagdeildinni geti ljósmæður sem sinna heimafæð- ingum og heimaþjónustu í sængurlegu skapað sér vettvang til skoðanaskipta sem efla okkur allar í starfi. Á fundi vinnuhóps um heimaþjónustu voru nú í haust lagðar fram hugmyndir að stofnskjali sem rammar inn hlutverk og verkefni fagdeildarinnar, en þau eru eftir- farandi: 1. Fagleg þróunarvinna, s.s.: - Sérhæfð viðmið um heimaþjónustu. - Gæðavísar, skráning og fl., í samráði við Landlæknisembættið. - Símenntun/endurmenntun. 2. Rekstrarlegt umhverfi s.s.: - Seta í samráðsnefnd v/samninga við Sjúkratryggingar Islands. - Seta í nefnd Heilbrigðisráðuneytis um þróun barneignarþjónustu. - Samvinna við LSH, aðra fæðing- arstaði og heilsugæslu um tilvísunarleiðir til og frá ljósmæðrum. 3. Samráðsvettvangur, faglegt bakland fyrir liósmæður í einyrkjastarfsemi. Kallað var til fundar 17. nóvember þar sem fagdeildin var formlega stofnuð. Boðið var upp á súpu og brauð, sem af mætingu að dæma virtist falla vel í kramið hjá Ijósmæðrum, en á fundinn mættu milli 40 og 50 ljósmæður. I stjóm voru kosnar ljósmæður í vinnuhóp, þær Björk Stein- dórsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, María Þórisdóttir, Jenný Árnadóttir, Jóhanna Skúladóttir og Berglind Hálfdánsdóttir. Að lokinni stofnun fagdeildar var rætt um málefni heimaþjónustunnar, þar sem sýnt þykir að breytinga sé að vænta í rekstrarumhverfinu. Hingað til hefur skipulag heimaþjónustu í sængurlegu verið frekar laust í reipunum. Það kemur m.a. fram í því að fæðingarstaðir þurfa gjarnan að leggja talsverða vinnu í að útvega konum ljósmóður í heimaþjón- ustu. Þetta er sérstaklega áberandi á sumarleyfistíma og í kringum stórhátíðir. Landspítalinn og Sjúkratryggingar Islands hafa á síðustu mánuðum sýnt áhuga á að skoða aðra möguleika varð- andi umgjörð heimaþjónustunnar. Nú hafa nokkrar kraftmiklar, nýútskrifaðar ljósmæður stofnað fyrirtækið Björk- ina og eru í viðræðum við þessa aðila um aðkomu fyrirtækisins að útfærslu og skipulagi heimaþjónustu. Á félagsfund- inum kynntu ljósmæður Bjarkarinnar hugmyndir sínar og gafst fundarmönnum tækifæri til að viðra skoðanir sínar á þeim. Ennfremur var óskað eftir frek- ari hugmyndum ljósmæðra á netfang fyrirtækisins, bjorkin@bjorkin.is. Fund- armenn lögðu til að Björkin ætti fulltrúa í stjórn fagdeildarinnar og bættust þær Arney Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Hall- dórsdóttir í hóp stjórnarkvenna. Að fundi loknum tók við námskeið fagdeildar um einyrkjarekstur í heimaþjónustu þar sem m.a. var farið yfir faglega og rekstrarlega þætti og samskipti við stofnanir. Alls tóku 27 ljós- mæður þátt. Stefnt er að því að endur- taka námskeiðið reglulega, auk annarrar sí- og endurmenntunar á vegum fagdeild- arinnar. F.h. stjórnarfagdeildar heimaþjónustu, Berglind Hálfdánsdóttir r > Jt* Jólakveðja til Ijósmæðra 7 og fjölskyldna þeirra Heilbrigðisstofnun N Þingeyinga r Jólakveðja til Ijósmæðra og fjölskyldna þeirra íslandsbanki L J f > -jjT* Jólakveðja til Ijósmæðra v og fjölskyldna þeirra Heilbrigðisstofnunin ísafjarðarbæ r ■> -jjT* Jólakveðja til Ijósmæðra ** og fjölskyldna þeirra Lyfjaver ehf L > r > Jólakveðja til Ijósmæðra ^ j og fjölskyldna þeirra St. Franciscuspítalinn Stykkishólmi N J r > ♦j^-^ Jólakveðja til Ijósmæðra r og fjölskyldna þeirra Útfararstofa Kirkjugarðanna ^ J 26 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.