Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Side 16

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Side 16
Queen Mother's spítalanum var sérstök „sónar “deild með nokkrum ómtækjum og var eðlisfræðingur alltaf á staðnum til að stilla tækin og sjá til þess að þau væru í sem besta lagi. Eftir mánaðardvöl á Queen Mother's spítalanum hélt þjálf- unin áfram hjá Jóni Hannessyni. Það voru mikil viðbrigði við koma heim frá Skotlandi, þar sem mörg tæki voru til að skoða með og tækin alltaf í toppstandi og vinna svo á einni vanbúinni stofu á Kvennadeildinni, þó tækið væri gott á þeirra tíma mælikvarða. Tæknimenn spítalans með Andrés Má Magnússon eðlisfræðing fremstan í flokki, reyndu að gera sitt besta, en önnur okkar (MH ) hugsaði oft þegar heim var komið “hvað er ég búin að koma mér í ?“, þegar tækið lét illa og var, svo vitnað sé í Jón Hann- esson, eins og „lofnetslaust sjónvarp”. Sigurður S. Magnússon hafði samt fulla trú á ljósmæðrunum og vildi að þær skuldbindu sig til starfans í 10 ár. Þó að þeim hafi vaxið það í augum þá, eru árin er nú orðin 26 sem annar höfunda þess- arar greinar hefur starfað við ómskoðun. Við héldum áfram vegna brennandi áhuga og allt var gert til að halda tækj- unum gangandi. Ljósmæðumar fóru mjög fljótt að skoða sjálfstætt. Jón vann tvo morgna í viku og annan morguninn voru einungis gerðar legvatnsástungur, en hinn var hann við ómskoðanir. Fyrst í stað var einungis konum sem lágu á meðgöngudeild sinnt eða þeim sem komu á deildina vegna blæðinga eða verkja. Mikil ásókn var þó í þessa nýju tækni og læknar sem höfðu verið erlendis við nám og kynnt- ust þessum rannsóknum þar, vildu nýta þær hér. Þess vegna var nauðsynlegt að fleiri menntuðu sig í þessum fræðum um leið og ný tækni, hreyfiómmyndagrein- ing (e. real-time ultrasound scanning) kom fram á sjónarsviðið upp úr 1980. Þá varð tæknibylting, ekki síst til að greina eðlilega líffræði fóstursins og afbrigði frá því. Ljósmæðurnar tvær fóm á viku námskeið í febrúar 1983 til Royal College of Obstetricians and Gynaecologists í London þar sem farið var yfir eðlisfræði ómunar og lífeðlisfræði, fósturfræði og tæknilega þætti í framkvæmd ómskoðana og það varð starfinu veruleg lyftistöng. Tækin og tæknin I upphafi vom tækin ólík þeim sem við þekkjum í dag. Þau vom stór og þung í meðfömm, þurftu mikið rými, byggðu á katóðutækni sjónvarpanna og gáfu frá sér mikinn hita. Fyrsta myndformið voru kyrrmyndir, svonefndar A- (einföld Jón Hannesson að skoða með fyrsta "Real Time Scan ” tœkinu. einvíddarmynd til að nota við mælingar) og B-mynd (samsett tvívíddarmynd), sem mætti líkja við stillimynd á gömlu svart- hvítu sjónvarpi. Tækið á Kvennadeild Landspítalans og var lengi vel eina tækið sem til var á landinu. Það var frant- leitt af fyrirtækinu Nuclear Enterprises í Glasgow og var fyrst notað til að meta meðgöngulengd í vafatilvikum, greina fjölbura og fylgjustaðsetningu. Þetta tæki byggði á einni þunnri kristalflögu sem sendi frá sér og tók við hljóðbylgjum af hárri tíðni, 1,0-2,5 milljón sveiflum á sekúndu og með því að safna saman upplýsingum frá þessum eina kristal mátti byggja upp kyrrar myndir af marg- földu endurkasti vefjanna, en með A- myndunum mátti líka greina hreyfingu, svo sem hjartslátt og mæla hraða hreyf- inganna (telja hjartaslögin) og þannig sjá líf í móðurkviði snemma á meðgöngu (Mynd 2). Þá varð fljótlega ljóst að greina mátti mjög alvarlega vanskapnaði, svo sem vatnshöfuð og heilaleysi, með tækinu. Fyrsta tækið sem sýndi hreyfimyndir, „real time scan”, kom á Kvennadeild- Gamla kyrrmyndatækið. ina árið 1983. Sú tækni var byggð á því að með röð af kristalflögum, 20-30 alls, voru hljóðbylgjur sendar inn í líkamann og tekið á móti þeim aftur um leið með miklum hraða á víxl frá einni kristalflögu til annarrar. Með tölvutækni mátti breyta hljóðinu í samsetta mynd þar sem hreyf- ing, til dæmis fóstursins eða fósturhjart- ans, sást um leið. Þróun þessara tækja hefur fleygt fram á síðasta aldarfjórðungi með síauknum myndgæðum sem byggj- ast á mörg hundruð samhæfðum krist- alflögum í hverjum ómhaus og marg- falt fullkomnari tölvutækni við úrvinnlu ómmerkja og uppröðun þeirra í myndir sem eru af hárri upplausn og gæðum, sem má stýra með innbyggðum breytingar- og úrvinnslumöguleikum í tölvukerfunum sem tækin byggja á (Mynd 3). Nýjustu tækin eru lipur og þægileg í notkun, þó enn þurfi rými í kringum þau vegna hita sem stafar frá þeim. Tækin eru heldur ekki einföld í meðförum ef ná á bestu gæðum úr þeim. Tækið eitt er aðeins hluti af greiningunni, þekking, þjálfun og öguð fastmótuð vinnubrögð eru skilyrði fyrir því að unnt sé að nýta tæknina þannig að greiningarmöguleikar hámarkist. Það getur verið auðvelt að læra nokkur frum- atriði tæknilegs eðlis, en velmenntaður og þjálfaður mannshugur skiptir eins miklu máli og tæknin, auk ákveðins og nauðsynlegs hæfileika til að skynja og vinna í tvívíddarumhverfi myndefnisins og breyta því í þrívíddarskilning um leið og skoðað er (e. dynamic scanning). Þetta er enn meginatriði og verður svo áfram. Nýjustu tækin eru með möguleika á tvívíðri (enn langalgengasta og nota- drýgsta myndgerðin), þrívíðri (notuð við sérstakar aðstæður) og fjórvíðri (tíminn er fjórða víddinn) myndtækni, auk Dopp- ler endurkasttækni. Þrívíddarómun er enn sem komið er ekki mikil viðbót við hefðbundna tvívíddar ómskoðun, en er þó notuð við einstaka skoðanir eins og þegar greina þarf nákvæmar klofna vör, útlimagalla eða einstaka galla á heila. Þessi myndtækni hefur líka víða verið notuð í hreinni sölumennsku sem á ekkert skylt við notkun í greiningarskyni. Breytt viðhorf til skoðana. Arið 1984 kom Reynir Tómas Geirsson til starfa við Kvennadeildina frá Skotlandi, en hann hafði mikla reynslu í ómskoðunum og fósturgeiningu. Dokt- orsritgerð hans fjallaði um ómrannsóknir á stærð og rúmmáli legs og fylgju og fósturvexti við ýmsar aðstæður (1). Reynir vann að því í samstarfi við Olaf Olafsson þáverandi landlækni, 16 Ljósmæðrablaðið - Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.