Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 13
hans fer í það að afla upplýsinga og taka ákvörðun um hvort þiggja skuli skimun. Hans sjónarhom mótast af fyrri reynslu sem tengist þeirri upplifun að sjá fóstrið sem hafði góð áhrif á hann. Að horfa til baka í seinna viðtalinu, eftir 20 vikna meðgöngu vom þátttakendur beðnar um að líta til baka og lýsa því hvort upplýs- ingarnar sem þeir höfðu fengið hafi verið í samræmi við það sem þeir þurftu varð- andi skimunina. Nokkrar konumar lýstu því að þær væm sáttar við þær upplýs- ingar sem þær höfðu fengið eins og eftir- farandi dæmi sýnir: Eg held ég hafi vitað um allt sem mér fannst ég þurfa að vita, þetta bara snerist um að finna og athuga hvort það vœru auknar líkur á þessum galla. Fyrir mér þá snýst þetta fyrst og fremst um Downs. En það er reyndar eitthvað annað sem stendur á blaðinu líka ... Ja allavega finnst mér ég ekki þurfa að afla mér meiri upplýsinga (verðandi móðir no 2:2). Ekki voru svör allra þátttakenda þó jafn afdráttarlaus. Nokkrir þeirra og þá frekar verðandi feður gáfu til kynna að þeir hefður viljað rneiri samræður um skim- unina og meiri upplýsingar um niður- stöður skimunarinnar. Sumir þátttakenda tilgreindu að afbrigðilegar niðurstöður hafi ekki verið ræddar sem möguleiki. Þar sem margir líta á skimunina sem stað- festingu á að allt sé í lagi þá varð þessi umræða ekki áberandi í viðtölunum en eftirfarandi dæmi eru fengin úr viðtölum frá pari sem átti von á sínu öðru bami en þar segir konan; I rauninni fannst mér ég vel undirbúin undir rannsóknina ... af því að, en ég veit ekki hvort ég hefði verið það ef ég hefði fengið fréttir sem ég vildi ekki heyra, ég átta mig ekki á því. En af því að það kom allt vel út þá náttúrulega í rauninni fannst mér ég undirbúin undir þetta. En ég þori ekki að segja hvemig það hefði verið efþað hefði eitthvað komið óvœnt út úr þessu. Þá hefði eflaust orðið dálítið mikið utn spum- ingar (verðandi móðir no 3:2). Maðurinn hennar nálgaðist þessa umræðu með svipuðum hætti; Þetta er ákvörðun manns sjálfs ... en samt fannst mér þetta bara vera partur af ferlinu. - ja ég held samt að, ... Já samt í góðri samvinnu við fagfólk og ég held að það verði að segja fólki meira um hvað þetta snýst og af hverju áður en það tekur ákvörðun. (verðandi faðir no 3:2) UMRÆÐUR Skoða þarf niðurstöður þessarar rann- sóknar með ákveðnum fyrirvara þar sem um lítið úrtak er að ræða. Hér er lýst upplifun tíu kvenna og tíu karla af fræðslu og ráðgjöf varðandi fósturskimun með samþættu líkindainati auk þess sem athygli er beint að því hverja konumar hitta í upphafi meðgöngu áður en þær fara í fósturskimun. Þrátt fyrir takmark- anir eru þetta mikilvægar upplýsingar um samskipti kvenna við heilbrigðisstarfs- fólk í upphafi meðgöngu og hver reynsla þeirra er af fræðslu og upplýsingum um skimun. Þegar niðurstöðumar eru skoðaðar varðandi hverja konurnar höfðu hitt á fyrstu vikum meðgöngu, kemur í ljós að meirihluti þeirra hitti fæðinga- og kven- sjúkdómalækni en þrjár höfðu hitt heim- ilislækni í upphafi meðgöngu. Aðeins tvær konur höfðu farið til ljósmóður í fyrstu skoðun áður en þær fóru í fóstur- skimun en tvær höfðu rætt við ljósmóður í síma. Þannig pöntuðu sex af konunum í rannsókninni sér tíma í fósturskimun áður en þær fóm í fyrsta viðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð. Það er athyglisvert hversu margar konur í rannsókninni áttu fyrstu samskipti á meðgöngu við fæðinga- og kvensjúkdómalækni en hér á landi hefur það ekki verið skoðað sérstaklega hvort að fyrirkomulag þjónustu í upphafi meðgöngu hafi áhrif á fræðslu og upplýs- ingar sem konum em veittar. I forprófun Hönnu Rutar Jónasdóttur (2009) sem lýst er í inngangi fór ríflega helm- ingur kvennanna til fæðinga-og kven- sjúkdómalæknis á stofu til að fá þungun staðfesta. I þeirri sömu heimsókn fengu konumar gjarnan beiðni fyrir skimun og hluti þeirra pantaði sér tíma á fósturgrein- ingadeild í framhaldinu áður en farið var í fyrstu heimsókn í meðgönguvemd. Um það bil helmingur kvennanna sem svaraði forprófuninni fékk hins vegar beiðni hjá ljósmóður. I klínisku leiðbeiningunum hefur verið lögð áhersla á að konur komi fyrr í fyrstu heimsókn í meðgögnuvemd sem getur leitt til þess að fleiri konur kjósi að koma eingöngu á sína heilsugæslu- stöð í upphafi meðgöngu. Leiðbeining- arnar kveða jafnframt á um að við fyrstu samskipti á meðgöngu skuli rætt um fósturskimun (Hildur Kristjánsdóttir og fl. 2008). Samkvæmt upplýsingum frá þátttakendum í þessari rannsókn virðist lítil áhersla vera lögð á það en sú umræða sem fær mest rými í viðtölunum spegl- ast í þemanu „svo er það hnakkaþykkt- armcelingin“. Það gefur til kynna að fræðslan sé veitt út frá því sjónarhorni að þetta liggi nokkuð beint við - að fara í fósturskimun en eins því er lýst í viðtölunum er ekki mörgum orðum eytt í fræðslu og upplýsingar um efnið. An efa er það mismunandi hversu löngum tíma er eytt í umræðu um skimunina en í nýlegri kanadískri rannsókn kom fram að læknar eyddu minna en 5 mínútum í ræða um fósturskimanir við verðandi mæður (Park og Mathews, 2009). Slíkt hefur ekki verið skoðað hjá fagfólki hér á landi en erlendar rannsóknir benda til að þekk- ingu heilbrigðisstarfsmanna sé ábótavant varðandi fósturskimun (Ekelin og Crang- Svalenius, 2004; Skirton og Barr, 2009) og kann það að vera ein skýring á því að fræðsla og upplýsingagjöf er með þessum hætti. Önnur skýring gæti verið sú að þar sem skimunin er algeng þá sjái læknar og ljósmæður hana sem hluta af meðgönguvemdinni en bent hefur verið á að eftir því sem upptaka fósturskim- unar er almennari dregur úr fræðslu og umræðu um upplýst val (Suter, 2002). A meðgöngu eru veittar upplýsingar og fræðsla um fjölmarga þætti sem tengj- ast heilsuvemd, mataræði, lifnaðarhætti og fl. Það má velta því fyrir sér hvort sú nálgun sem kallað hefur verið eftir í umræðu um fósturskimun eigi ef til vill erfitt uppdráttar í slíku samhengi. Umræða og skilningur á fósturskimun í hverju samfélagi mótast m.a. af gild- ismati, venjum, samfélagslegum skilningi á fötlun og aðgengi að fóstureyðingum. í grein sem lýsir notkun orðræðugreiningar á efni um fósturskimun í íslenskum fjöl- miðlum kom í ljós að ein megináhersla var á skimunina sem tæknilega framför og val verðandi foreldra. í greininni er byggt á hugmyndum Foucault um um stjórnun (e. govemmentality). Almennt var sjálf- ræðishugtakinu hampað í fjölmiðlaum- ræðunni sem leiðir af sér þann skilning að fæðing fatlaðs barns sé fyrst og fremst persónuleg ábyrgð foreldra. Á sama tíma er samfélagsleg ábyrgð gerð ósýnileg (Gottfreðsdóttir og Björnsdóttir, 2009). í viðtölunum speglast þessi áhersla í þemanu í hverju felst valið? en öllum konunum fannst ákvörðun um að þiggja skimun vera þeirra val. Slíkt er jákvætt en á sama tíma er því lýst að skimunin sé ekki nægjanlega útskýrð og í seinna viðtalinu kom fram hjá nokkrum verð- andi foreldrum þörf fyrir samræður um skimunina og hvað í henni felst. Það ber þó að hafa í huga eins og lýst er í síðasta Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 1 3

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.