Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 19
sem bamið deyr strax eftir fæðingu vegna alvarlegs fósturgalla eins og til dæmis gerist við heilaleysi, klofinn hrygg, eða þegar vatnshöfuð var svo stórt að bora varð gat á höfuð barnsins til að hleypa út vökva svo það gæti fæðst. Stundum komu óvænt tvö börn eða jafnvel þrjú. Við höfum líka lært að hlusta vel á foreldr- ana, hvað þau vilja gera með upplýsing- amar sem hægt er að fá um ófætt bam þeirra, lært að virða skoðanir þeirra og reynum að koma til móts við foreldr- ana og styðja við þá ákvörðun sem þau kunna að taka. A sama tíma reynum við að nýta tækifæri sem gefast til að skapa góð og jákvæð viðhorf til þungunarinnar og gerum okkur grein fyrir að við erum sem fagfólk með nám í ljósmóðurfræðum í einstakri aðstöðu til að koma að þung- uninni með þeim hætti og styrkja þannig fjölskylduna. I dag vinnum við á nýrri og vel búinni fósturgreiningardeild með fimm skoð- unarherbergjum búnum tækjum af bestu gerð. Ljósmæður framkvæma um það bil 90 % af öllum skoðunum sem fram- kvæmdar eru á fósturgreiningardeild Kvennasviðs Landspítalans og flestar kerfisbundnar skoðanir, en heildarfjöldi skoðana eru um tíu þúsund á ári. Þær sjá því um alla grunnstarfsemina, en í góðri samvinnu við fæðingalæknanna. Svörin sem við sendum frá okkur eru ekki lengur handskrifuð og teiknuð fríhendis, heldur er nú allt gert rafrænt. Myndir og mælingar eru sendar frá ómtækjunum yfir í tölvu í sérsniðnu skráningar- og samskiptakerfi og niðurstöðumar síðan prentaðar út. A deildinni er sérstakt ráðgjafaherbergi, móttaka og biðstofa. Aðstaða fyrir ritara og starfsfólk er orðin eins og best verður á kosið á deild sem þessari. Störf ljósmæðra við fósturgreiningar á Islandi hafa fest sig í sessi. Það er góð viðbót við ljósmóðurstarfið að geta sérhæft sig í fósturgreiningu og ráðgjöf til verðandi foreldra. Þróunin í þessari sérhæfingu hefur verið með þeim hætti að ljósmæður hafa tileinkað sér allar nýjungar eftir því sem þær hafa þróast, sótt ráðstefnur og námskeið erlendis og tekið próf með árlegri viðbót til að halda réttindum til snemmskimunar. Þrátt fyrir háan menntunarstaðal hefur þó ekki enn tekist að tengja þetta sémám við háskóla- samfélagið á íslandi og er svo jafnvel víðar. Það er hins vegar von okkar að það verði gert í framtíðinni og þannig verði styrkari stoð undir því námi sem ljósmóðir leggur á sig til að geta framkvæmt þessar rannsóknir á tryggum grunni. Þeir sem Tafla 3. Læknar sem starfa við ómskoðanir á meðgöngu á íslandi: Reynir Tómas Geirsson - Kvennadeild LSH Hildur Harðardóttir - Kvennadeild LSH Hulda Hjartardóttir - Kvennadeild LSH Vilhjálmur Andrésson - Akranesi Edward Kieman - Akranesi Alexander Smárason - Akureyri Anna Mýrdal Helgadóttir - Akureyri Ragnheiður Baldursdóttir - Akureyri Þorsteinn Þorsteinsson - Sauðárkróki Rúnar Reynisson - Seyðisfirði Einar E. Jónsson - Vestmannaeyjum Konráð Lúðvíksson - Keflavík. ætla að starfa við fósturgreiningar þurfa að mati flestra erlendra fagaðila að hafa að baki nám og þjálfun frá viðurkenndum fósturgreiningardeildum. Við teljum það ótvíræðan kost að vera ljósmóðir í þessu fagi, því sú víðtæka menntun sem við fáum í ljósmæðranáminu er afar gagn- legur grunnur þegar skoða á fóstur í móðurkviði og skilja þarfir móðurinnar og fjölskyldu hennar. Víða framkvæma röntgentæknar þessar skoðanir og læknar lesa síðan úr myndunum án þess að sjá konumar sjálfir. Heilbrigðisstarfsfólk með þann menntunarbakgrunn vantar mikið upp á þau tengsl sem fást úr ljós- mæðrafaginu. Þá er enn talsvert um að verið sé að kaupa ómskoðunartæki án þess að þekking til að nota þau sé fyrir hendi eða að grunnur notkunar sé byggður á nægilegum fjölda skoðana til að hægt sé að halda uppi fæmi. Til em þeir sem halda að það sé nóg að stinga tækinu í samband og þá komi allt hitt af sjálfu sér eða vilja nýta öfluga greining- artækni einvörðungu til skemmtunar og til að græða fé sjálfir. Ábyrgir ómskoð- endur um allan heim óttast þá illa grund- uðu þróun og þær hættur á misvísandi og röngum upplýsingum sem í því felast. Því Tafla 4. Læknar sem hafa starfað við ómskoðun á meðgöngu: Jón Hannesson - Kvennadeild LSH Kristján Baldvinsson - Kvennadeild LSH og FSA Guðjón Vilbergsson - Kvennadeild LSH Þóra F. Fischer -Kvennadeild LSH Stefán Helgason - Akranesi Jósep Blöndal - Stykkishólmi Sigursteinn Guðmundsson - Blönduósi Andrés Magnússon - Sigluftrði Jónas Franklín - Akureyri Eggert Brekkan - Neskaupsstað Einar Hjaltason - ísaftrði Jón B. Stefánsson - Selfossi teljum við nauðsynlegt að tryggja eins vel og hægt er að þeir sem skoða kunni sitt fag og uppfylli kröfur sem alþjóðasamtök viðurkenna. Þar eigum við ljósmæður að standa betur að vígi en flestir til að tryggja fagleg vinnubrögð samfélaginu til framdráttar. Þakkir Reynir Tómas Geirsson, prófessor, fyrir yfirlestur, upplýsingar og góð ráð. Heimildir 1. Geirsson RT. Intrauterine volume in pregnancy. Acta Obstet Gynecol Scand 1986;Suppl 136:1- 74. 2. Geirsson RT, Sigurjónsson SV. Ómskoðanir á íslandi. Læknablaðið 1986;72:151-153. 3. Geirsson RT, Hreinsdóttir M, Sigurbjömsdottir GB, Persson PH. Fósturvöxtur íslenskra einbura Læknablaðið 1990;76;405-410. 4. Jóhannsson JH. Litningarannsóknir til fóstur- greiningar. 2001;87:451-3-7. 5. Hjartardóttir H. Legvatnsástunga og fylgjuvefs- sýni til greiningar á litningagerð fósturs. 2001;87:447-9. 6. Geirsson RT. Leiðbeiningar um ómskoðun í meðgöngu. Ljósmæðrablaðið 1986;64:170- 174, en einnig í Læknablaðið, Fréttabréf lækna 1987;3:12-13. og Hjúkrun 1987;63:14-16. 7. Geirsson RT. Breytingar á útreikningi meðgöngulengdar og mat á fósturvexti. Læknablaðið 1997;83:751-2. 8. Geirsson RT. Ómskoðun við 18-20 vikur. Læknablaðið 2001;87:403-7. 9. Gardosi J, Geirsson RT. Routine ultrasound is the method of choice for dating pregnancy. Brit J Obstet Gynaecol 1998;105:933-936. 10. Geirsson RT, Weldner B-M. The routine obstetric ultrasound. Acta Obstet Gynecol Scand 1999;78:745-748. 11. Harðardóttir H. Þróun fósturgreiningar. Lækna- blaðið 2001;87:399-400. 12. Harðardóttir H. Greining á fósturgöllum snemma í meðgöngu. Læknablaðið 2001 ;87:fylgirit 42:36-8. 13. Harðardóttir H. Ómskoðun við 11-13 vikur, hnakkaþykktarmæling og líkindamat með tilliti til litningagalla og hjartagalla. Læknablaðið 2001;87:415-21. 14. Haraldsdóttir KR. Líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs eftir hnakkaþykktarmæl- ingu. 2001;87:422-3. 15. Torfadóttir G, Jónsson JJ. Lífefnaskimun fyrir fósturgöllum. 2001;87:431-40. 16. Hreinsdóttir M. Ráðgjöf til foreldra um ómskoð- anir í meðgöngu. 2001;87:459-61 17. Haraldsdóttir KR. Áhugi kvenna á ómskoðun, upplýst val og ráðgjöf. Læknablaðið 2001 ;87:íylgirit 42:44-6. Til stóð að eftirfarandi grein birtist í síðasta tölublaði Ljósmœðrablaðsins en röð atvika varð til þess að það fórst fyrir. Biður ritnefnd blaðsins höfunda og aðra hlutaðeigendur innilegra afsök- unar á þessu leiðu mistökum. Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.