Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 23
þær sérhæfi sig í ómskoðun. Þær þekkja vel þarfír, væntingar og kvíða þung- aðra kvenna og geta sinnt því mjög vel (Chen, Leung, Sahota, Fung, Chan, Law, Chau, Lao og Lau, 2009). Ljósmæður hafa þekkingu og reynslu sem gerir þær sérstaklega hæfar til að skoða þungaðar konur (Eurenius, Axelsson, Cnattingius, Eriksson og Norsted, 1999; Edwards, 2009; Nicolaides, 1992). Sérhæfing sem þessi gerir ljósmæðrastéttina sterkari og eykur starfsmöguleika og fjölbreytni í starfí. Með því að ljósmæður sinni ómskoðun veita þær þunguðum konum og þeirra fjölskyldum faglega þjón- ustu. Ljósmæður sem hafa sérhæft sig í ómskoðun bamshafandi kvenna vinna sjálfstætt og bera ábyrgð á sínum skoð- unum (Chen og fl., 2009). Starfið Starf ljósmæðra á fósturgreining- ardeild er mjög fjölbreytt og breytilegt eftir því hvað verið er að skoða. A fyrri hluta meðgöngu er ómskoðun gerð til að ákvarða meðgöngulengd, greina hvort fósturútlit er eðlilegt, finna fósturgalla eða vísbendingar um litningagalla. Einnig þar að staðsetja fylgju og greina lágsæta eða fyrirsæta fylgju. I þeim skoðunum grein- ast einnig afbrigðilegar þunganir eins og fósturvisnun eða blöðrufóstur. Ómskoðun á fyrsta trimester er aðeins gerð ef ljós- móðir eða læknir óskar eftir því. Ábend- ingar geta verið óeðlilegar blæðingar, afbrigðileg þykkt eða mikil ógleði. Mæld er CRL lengd (haus-daus lengd) hjá fóstri til að meta meðgöngulengd. Sú mæling hefur tvö staðalfrávik sem svara til +/-4-6 daga. Skoðunina er hægt að gera um kvið (transabdominalt) eða um leggöng (trans- vaginalt). Samþætt líkindamat er hægt að framkvæma við 11-14 vikur (11+1-13+6) þar sem hnakkaþykkt fósturs er mæld og blóðprufa tekin sem mælir fylgju- hormónin (B-hcg og PAPP-A). Hægt er að reikna út líkur á litningagöllunum þrístæðu 21, þrístæðu 18 og þrístæðu 13. Einnig er hægt að skoða fóstur- útlit og greina ýmsa fósturgalla. Aukin hnakkaþykkt gefur líka vísbendingu um hjartagalla. Við 20 vikna ómun eru aðal- líffærakerfi fósturs skoðuð og fylgjan staðsett. Mælt er þvermál kolls (BPD) og lengd lærleggs (FL) til að ákvarða meðgöngulengd. Með því að nota báða þessa mælikvarða er nákvæmi +/- 6 dagar eða tvö staðalfrávik. Á þessum tíma er hægt að greina marga fósturgalla s.s. vanheila, klofinn hrygg og hjartagalla. Á síðari hluta meðgöngu er ómskoðun gerð að ósk ljósmóður eða læknis til að greina frávik í fósturvexti, fylgjast með fóstur- vexti ef grunur er um vaxtarseinkun, sykursýki, fleirburameðganga ofl. Greina fyrirsæta eða lágsæta fylgju, orsök blæð- inga og meta legu ef grunur er um sitj- anda. Ef um vaxtarseinkun er að ræða eða lítið legvatn er gerð blóðflæðismæl- ing (Doppler) til að meta starfsemi fylgju og ástand fósturs. Þá er hægt að greina síðbúna fóstugalla. Á síðasta þriðjungi meðgöngu er BPD mælt og AD (abdom- inal diameter) til að greina stærð fósturs (Reynir Tómas Geirsson, 2000). Ljós- mæður vinna í þverfaglegu teymi ásamt fæðingarlæknum sem eru sérhæfðir í ómskoðun á meðgöngu, erfðaráðgjafa, starfsfólki á litningarannsókn ásamt bamalæknum. í eigindlegri rannsókn sem gerð var í Lundi í Svíþjóð (Ekelin, Crang-Svalenius og Dykes, 2004) kom fram að ómskoðun var mjög jákvæð reynsla fyrir foreldrana. Talað var við tuttugu og tvö pör, tveimur til fjórum vikum eftir ómskoðunina. Meginþemað var staðfesting á nýju lífí en síðan vom fjögur önnur þema greind, að fá að sjá fóstrið, tilfinningin að sjá líf, að verða fjölskylda og fullvissan um að allt virtist líta vel út. Aðfá að sjáfóstrið var aðallega til að sjá að það væri á lífi og virtist heilbrigt. Þrátt fyrir að þau vissu að konan væri þunguð var mikilvægt fyrir þau að fá meðgöng- una staðfesta með ómun. Þegar þau vom spurð hvað hefði valdið þeim áhyggjum fyrir ómskoðunina sögðust þau hafa hugsað um hvað skoðunin sýndi og til hvaða ákvarðana hún gæti leitt. Það var augljóst að foreldramir ætluðu að takast á við vandamálin ef og þegar þau kæmu upp. Konumar höfðu meira hugleitt hvað þær myndu gera heldur en mennimir. Þau vom sammála að það væri betra að vita af fósturgallanum, jafnvel þó það væri erfið tilhugsun. Tilfmning að sjá líf I þessum flokki er fjallað um þær tilfinningar sem komu við það að sjá fóstrið hreyfa sig, að þau væm raunverulega að verða foreldrar. Upplifun foreldra var ekki ólík þó þau notuðu önnur orð til að lýsa því. Þrátt fyrir að ómskoðunin væri mikil upplifun fyrir foreldrana og meðgangan raunvemlegri fannst sumum konum það óraunverulegt að sjá fóstrið en finna ekki fyrir því. Að verða fjölskylda. Strax eftir að hafa séð fóstrið fóm foreldramir að hugsa um það sem bam og ímynda sér sig sem móðir og faðir. Þeim fannst þau hafa verið í sambandi við bamið. Foreldmnum fannst þau ekki bara verða nánari baminu heldur einnig nánari hvort öðm, að verða fjöl- skylda í fyrsta skipti. Fyrir allar konumar var mikilvægt að hafa maka sinn með sér í ómskoðunina. Foreldrarnir töluðu um að ómskoðunin væri mikilvægt sönnun fyrir Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.