Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 32
Valkeisaraskurðir á Landspítala Flýtibati Á haustdögum 2008 voru gerðar breyt- ingar á starfsaðferðum varðandi valkeis- araskurði á sængurkvennadeild Landspít- ala. Svipaðar breytingar hafa átt sér stað víða á handlæknisdeildum í tengslum við margskonar aðgerðir, meðal annars legnámsaðgerðir á kvenlækningadeild LSH. Allar konur sem fæða með valkeis- araskurði á LSH gangast undir flýtibata- meðferð, nema þær sem hafa sykursýki af tegund 2, meðgöngueitrun eða tala ekki íslensku. Breytingaferlið hefur verið kallað flýtibati eða flýtibatameðferð og er íslensk þýðing á hugtakinu fast-track surgery. Flýtibatameðferð felur í sér breyttar áherslur í kringum skurðaðgerðir. Má þar helst nefna aukna fræðslu, með það að leiðarljósi að gera skjólstæð- inginn að virkum þátttakanda í eigin meðferð og bata. Áhersla er lögð á hollt og próteinríkt fæði fyrir og eftir aðgerð. Verkjalyfjagjöf eftir aðgerð er breytt. Slöngur og dren eru fjarlægð sem fyrst að aðgerð lokinni. Vökvagjöf í æð er hætt um leið og skjólstæðingur fær að drekka. Oft u.þ.b. 2 tímum eftir að aðgerð lýkur og létt máltíð er boðin fljótlega eftir það. Almennt fæði er frá fyrsta degi. Áhersla er lögð á aukna hreyfingu og fyrr en áður. Konan er aðstoðuð við að fara framúr ca. 4 tímum eftir aðgerð, eða um leið og hún hefur náð fullum styrk eftir deyfingu. Utskriftardagur er ákveðinn fyrir aðgerð og miðað er við heimferð innan 48 stunda frá fæðingu barns, að því gefnu að móður og barni heilsist vel. Flýtibataferli miðar að skjótari bata og snemmútskrift með tilheyrandi færri legudögum. Einnig standa vonir til að tíðni fylgikvilla Iækki. Þess má geta að á undanförnum árum hefur legutími á deildinni, eftir keisara- skurð, verið á fjórða til fimmta sólar- hring. í samráði við TR var fengið leyfi til að víkka út tímamörk við heimaþjón- ustu ljósmæðra og þannig bjóða hlið- stæða þjónustu eftir keisara og eðlilega fæðingu. Ur varð að keisarakonur sem fara heim innan 48 klst frá aðgerð, fá til sín ljósmóður í allt að 8 skipti. En auga leið gefur að heimaþjónusta ljósmóður var forsenda fyrir að við gætum farið af stað með flýtibata við keisaraskurð. Gæðaeftirlit á formi skráningar er haft með breytingaferlinu í heild sinni og gæða- og þjónustukönnun er send konunum í tölvupósti 4-6 vikum frá heimferð. Þannig vonumst við eftir að fá fram kosti og galla breyttrar meðferðar, ásamt sjónarmiðum okkar skjólstæðinga. Nú þegar hafa tölulegar upplýsingar verið skráðar en ekki gefist ráðrúm til þess að taka saman niðurstöður fyrir þann tíma sem liðinn er frá því að flýtibata- meðferð hóf göngu sína, en hér fylgir samantekt frá tímabilinu nóvember '08 til febrúar '09. • Rúmlega 80% valkeisara fengu flýtibata meðferð á tímabilinu (53 konur). • Meðallegutími allra valkeisara var 2,8 dagar eða 68 klst. • Meðallegutími við flýtibatameðferð var 59 klst. • 74% útskrifuðust innan 48 klst. • Tvær sem fluttust á annað sjúkrahús (Selfoss, Keflavrk) og báðar útskrifuðust í heimaþjónustu. • Einungis tvær endurinnlagnir voru innan mánaðar. Post-partum blæðing. Endometritis. • 14/53 útskrifuðust eftir 48 klst. Ástæður: Verkjavandamál 4. Bam ekki útskriftarhæft 4. Ósk móður 2. B rj óstagj afarvandamál 1. Blóðleysi 1. Annað/ekki skráð. 2 Helstu niðurstöður ánægju- og þjón- ustukönnunar voru eftirfarandi: • Fullnægjandi upplýsingar fyrir aðgerð 80% • Dvöl á sængurkvennadeild hæfileg 70%. • Aðstoð við brjóstagjöf var nægileg. • Verkjastilling fullnægjandi í sængurlegu 95%. • Verkir virðast ekki vandamál eftir heimkomu þar sem 80% töldu sig hæfilega verkjastillta. Okkur virðist sem nokkuð vel hafi til tekist með þessum breytingum. Legutími hefur styttst og ekki virðist aukning á endurinnlögnum. Auk þess eru % kvenna eru tilbúnar fyrir heimferð <48klst frá fæðingu. Við höldum því ótrauð áfram á sömu braut og vonumst til þess að uppskera ánægðari konur og fjölskyldur þeirra. Guðrún Halldórsdóttir, Ijósmóðir og Rannveig Rúnarsdóttir, yfirljósmóðir á Meðgöngu- og sœngurkvennadeild LSH. 32 Ljósmæðrablaðið • Desember 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.