Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Page 29
ekki fyrr en ég hringi í þau og segi þeim að konan sé búin með útvíkkun. Sumar ljósmæðumar voru reyndar mun meira viðstaddar og sinntu sínum konum mjög vel. Það skal tekið fram að ég vann nánast bara á næturvöktum og þá em læknar og ljósmæður ekki í húsi en koma bara ef á þarf að halda. Á daginn er þetta fólk hins vegar í húsi og er þá meira viðstatt. Yfirsetan og þetta sífellda mat sem er svo stór j?artur af ljósmóðurlistinni er sem sagt í höndum hjúkmnarfræðinga sem margar hverjar em mjög klárar og hafa mikla reynslu á deildinni. Það er hins vegar þannig að menningin í kringum fæðingaferlið er almennt svolítið öðruvísi heldur en við eigum að venjast hér á Islandi og þar er það forræðishyggjan sem litar allt þetta ferli. Það skrítna er að langflestum konum iíkar þetta bara mjög vel, konumar vilja fá að vera „sjúklingar“ þegar þær koma inn á spítalann og ætlast til þess að fá þjónustu eins og þær séu sjúklingar. Þetta er eitthvað sem hefur verið alið upp í þeim í því umhverfi sem þær koma úr. Ég hugsaði alltaf með mér „ þær vita bara ekki betur“ Að vinna á móti sinni eigin sannfæringu Margt fannst mér gott í því starfi sem þama fór fram og upp til hópa vann þarna mjög fært fólk, en margt átti ég mjög erfitt að sætta mig við. Laga- og regluumhverfið sem þetta fólk vinnur í er það stíft og ógnandi, að þau eiga oft ekki annara kosta völ en að gera hluti í starfi sínu sem þau í rauninni vita að er ekki endilega það besta fyrir „sjúkling- inn“ heldur það besta til þess að verja sig lögsóknum. Almennt, fannst mér ég mjög mikið verða að vinna á móti minni eigin sann- færingu og það var þetta sem mér fannst erfiðast við þessa vinnu, til dæmis var mjög mikið um gangsetningar út af „stóru bami“, „lítilli grind móður“ og „postdates“ sem þykir réttlætanlegt þegar konan er komin 40 vikur og 1 dag. Þegar konur em deyfðar fá þær svokallaðan „non-walking epidural" þar sem konumar eru klossdofnar og geta varla hreyft fæturnar, þegar ég spurði hvers vegna það væri, þá var svar svæfrngalæknisins á þá leið, að þeir vildu ekki að konumar fæm fram úr til þess að þær myndu nú ekki detta og meiða sig, því þá væri hægt að lögsækja lækninn sem lagði deyfinguna! Deyfingatíðnin er mjög há (ég gæti trúað hátt í 70% þó ég hafi nú ekki nákvæma tölu) og allar þær konur em því algerlega óhreyfanlegar í fæðingunni. Hins vegar er eitt mjög sniðugt sem þeir gera og það er að hafa deyfinguna í pumpu og halda þannig styrk hennar samfelldum allan tímann. Keisaratíðnin þama er mjög há, u.þ.b. 35-40%, það er mikið um valkeisara að ósk konunnar og einnig mikið af bráðakeis- umm vegna þess að ekki er notast við sogklukku og bara sumir læknanna lögðu tangir. Dýrmæt reynsla Ég gæti lengi haldið áfram að telja upp hluti sem stinga í stúf við það sem við eigum að venjast hér á Islandi en margt var líka virkilega gaman að upplifa og að sjá að það er hægt að gera hlutina á annan hátt en við gemm hér á litla Islandi. Mér fannst til dæmis mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna með skjólstæð- ingum frá ýmsum heimshornum og með mismunandi trú, sem dæmi þá var gaman að kynnast siðum gyðinga og múslima varðandi fæðingaferlið og að sjá hvemig tjáning og hegðun fólks frá Suður-Am- eriku í fæðingaferlinu er öðmvísi því sem maður þekkir almennt. Þó svo að ég myndi ekki ráða mig í vinnu á þessari deild aftur, þá var þetta dýrmæt reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég lærði margt, endumppgötv- aði hvað við íslenskar ljósmæður emm vel menntaðar og kom auga á mörg ný sjónarhom sem ekki em í boði hér á okkar litla einsleita landi, sem mér finnst þó alltaf best! Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 29

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.