Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 33
Húfuverkefni Kvenfélagasambands íslands - á 80 ára afmæli sambandins. Kvenfélagasamband íslands mun á árinu 2010 gefa öllum nýburum sem fæðast á Islandi handprjónaðar húfur í tilefni af því að þá verða 80 ár liðin frá því að kvenfélagskonur á íslandi stofn- uðu Kvenfélagasamband íslands, KÍ, sem sameiginlegan vettvang sinn og málsvara. Kvenfélagskonur hafa bæði á vett- vangi KI og í einstökum kvenfélögum sl. 140 ár, beitt sér fyrir fjölmörgum góðum verkefnum ekki síst í þágu bama og verðandi mæðra. Það fer því vel á því að kvenfélagskonur minnist merkra tímamóta Kvenfélagasambandsins með því að færa nýjurn samfélgsþegnum hlýja húfu í upphafi lífsgöngu þeirra. Húfuverkefnið er tvíþætt, annars vegar er það til þess að láta gott af sér leiða og gefa öllum bömum handprjónaða húfu en hins vegar til að vekja athygli á kven- félögunum í landinu og starfssemi þeirra. Húfuverkefnið er skipulagt þannig að kvenfélagskonur um land allt prjóna húfumar eftir ákveðinni uppskrift sem Kvenfélagasambandið dreifir til þeirra, uppskriftina er einnig að finna á vefsíðu sambandsins www.kvenfelag.is. Húfumar prjóna þær úr Kambgami frá ístex og leggur ístex til merkimiða sem fylgja húfunum með upplýsingum um verk- efnið og leiðbeiningum um meðhöndlun húfunnar. Á miðanum kemur fram nafn þeirrar konu sem prjónaði húfuna og kvenfélags hennar ásamt hamingjuósum til foreldranna frá Kvenfélagasambandi Islands. Kvenfélögin skipa hvert eina konu sem húfumeistara félagsins og er það hennar hlutverk að safna húfunum saman og koma þeim áfram til viðkomandi héraðs- sambands KÍ. Innan stjómar KI eru einnig starfandi húfumeistarar sem vinna með formönnum héraðssambandanna við að deila húfunum til fæðingadeilda og ljós- mæðra á stöðum þar sem tekið er á móti bömum. Ljósmæður á hverjum stað afhenda svo foreldrum nýburanna húfurnar við útskrift af fæðingardeildum og í hcimahúsum þar sem fæðingar verða. Nú þegar er mikill kraftur í húfuprjóni í kvenfélögunum víðsvegar um landið enda er það metnaðarmál að nóg sé til af húfum strax um áramót þegar fyrstu bömin fá afhentar húfumar sínar. Áætlað er að allt að 5000 böm fæðist á land- inu árið 2010 svo verkefnið er nokkuð umsvifamikið. Konum utan kvenfélaga er velkomið að taka þátt og er bent á að hafa samband við kvenfélag á sínu svæði til að gefa húfu. Kvenfélagasamband íslands kann Ljós- mæðrafélagi Islands bestu þakkir fyrir að taka vel í beiðni sambandsins um að sjá alfarið um að dreifa húfunum til nýbur- anna. Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastj óri Kvenfélagasambands Islands kvenfelag @ kvenfelag.is Ungbarnahúfa, KÍ 80 ára Stærð: 0-3 mánaða Efni: Kambgarn frá ístex Prjónar: Sokkaprjónar og 40 cm hringprjónn nr. 3 Húfan: Fitja upp 102 lykkjur á prjóna nr. 3 og prjóna 5 umferðir perluprjón eða garðaprjón fram og til baka. 1. umferð: Tengja í hring og prjóna 15 lykkjur sléttar, taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 2 lykkjur sléttar saman, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prjóna 15 lykkjur sléttar, slá upp á prjóninn, prjóna 1 lykkju slétta, slá upp á prjóninn, prjóna 15 lykkjur sléttar. Endurtaka: Taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 2 lykkjur sléttar saman, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prjóna 15 lykkjur sléttar, slá upp á prjóninn, prjóna 1 lykkju slétta, slá upp á prjóninn, prjóna 15 lykkjur sléttar. Taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 2 lykkjur sléttar saman, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prjóna 15 lykkjur sléttar, slá uppá prjóninn, prjóna 1 lykkju slétta, slá upp á prjóninn (og þá er prjónuð 2. umferð) ef prjónað er á fjóra prjóna er auðveldast á flytja fyrstu lykkju yfir á prjóninn, sem verið var að prjóna og prjóna hana slétt, til að auðvelda að prjóna úr uppsláttarbandinu í lok 2. umferðar. 2. umferð: Prjóna slétt. 3. umferð: Prjóna 15 lykkjur séttar (talið frá miðlykkju sitt hvoru megin við útaukninguna), taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 2 lykkjur sléttar saman, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prjóna 15 lykkjur sléttar, slá uppá prjóninn, prjóna 1 lykkju slétta, slá upp á prjóninn, prjóna 15 lykkjur sléttar. Endurtaka: Taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna 2 lykkjur sléttar saman, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prjóna 15 lykkjur sléttar, slá upp á prjóninn, prjóna 1 lykkju slétta, slá uppá prjóninn, prjóna 1 lykkju slétt, farið eins að og lýst er í lok 1. umferðar. 4. umferð: Prjóna sléft. Eftir 4 umferðir færirðu síðustu lykkju yfir á fyrsta prjón, alltaf í munstur pr. Endurtaka þriðju og fjórðu umferð 10 sinnum í viðbót, alls 12 útaukningar og 12 úrtökur, samtals 24 umferðir. Úrtaka í kollinn. I\lú er hætt að auka út (ekki er lengur slegið uppá prjóninn) haldið áfram að taka úr eins og áður, en nú er það gert í hverri umferð þar til 12 lykkjureru eftir. Prjóna 2 lykkjur saman út umferðina, þá eru 6 lykkjur eftir. Slíta bandið frá skilja eftir smá spotta, þræða spottann gegnum lykkjurnar og ganga frá. Prjónað band í spíssin á hvorri hlið: Taka upp 3 lykkjur, prjóna slátt (alltaf frá sömu hlið) færa bandið aftur fyrir prjón- inn og prjónið áfram ca 20 - 25 cm. Ath. Þegar uppskrift byggir á aðferð- unum að - taka úr og auka út - þarf að auka út jafn oft og tekið er úr yfir umferðina svo lykkjufjöldinn breytist ekki. Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 33

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.