Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 6
ÁVARP FORMANNS LMFÍ Að vera eða ekki vera (með skurðstofu) - það er efinn íslenskar ljósmæður kalla nú ekki allt ömmu sína og hafa sinnt starfi sínu öld fram af öld í gegnum dynti lands og þjóðar. Eitt er að hafa næði til að standa sína plikt gagnvart skólstæðingum sínum og veita þeim það besta öryggi sem þekk- ing hvers tíma boðar. Öllu erfiðara er að fá tæplega stundlegan frið til þessa fyrir þráfelldum áherslubreytingum heilbrigð- isyfirvalda sem berast undan pólitískum sviptivindum, skaðlegri fyrir heilbrigð- isþjónustu landsins en ef væru þeir vindar af náttúru völdum. Á síðustu 9 mánuðum, einum meðgöngutíma, hefur ákvörðun um þjón- ustustig á svo kölluðum radíussjúkra- húsum verið breytt í fjórgang - ýmisst stendur til að loka skurðstofum eður ei. Breytingar á þjónustu við bamshaf- andi konur og fjölskyldur þeirra, eru vandmeðfarnar og krefjast þess að vera faglega vel ígrundaðar. Itrekaðar og misvísandi ákvarðanir um fæðingaþjón- ustu era til þess fallnar að skapa óöryggi, ekki bara meðal heilbrigðisstarfsfólks heldur einnig meðal skjólstæðinga þess með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ljósmæðrafélag Islands hefur ítrekað kallað eftir því við þrjá heilbrigð- isráðherra, að mótuð verði heildræn og þverfagleg stefna, hugmyndafræði og skipulag á barneignarþjónustu hér á landi í samræmi við stefnumótun heilbrigð- isþjónustunnar á íslandi. Styrkja þarf grunnþjónustu og stuðla að sem mestum fjölda eðlilegra fæðinga og fæðinga án fylgikvilla. Til dæmis þarf að viðhalda þeim góða árangri að keisaratíðni hækki ekki meir en raun ber vitni. Fyrir þessu eru bæði afgerandi fagleg og kostnaðarleg rök sem ljósmæðrum era vel kunnug. Á meðan að óvissa ríkir vegna ítrek- aðra stefnubreytinga sem hafa áhrif á verðandi mæður og fjölskyldur þeirra, hefur stjórn Ljósmæðrafélags íslands lagt til við núverandi heilbrigðisráðherra að fallið verði frá þeim breytingum sem staðið hafa fyrir dyrum varðandi lokun skurðstofa fyrir fæðingaþjónustu á öllum Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Islands radíussjúkrahúsunum, þ.e. þar til heildræn stefnumótun í bameignarþjónustu liggur fyrir. Að vera eða ekki vera (með vinnu) - það er efinn Ljósmæðrastéttin stendur nú frammi fyrir atvinnuleysi í fyrsta skipti. Ástæðan er ekki sú að fæðingum hafi fækkað og því ekki þörf fyrir ljósmæður, því er nú einmitt öfugt farið, heldur er ástæðan sú að ofan í ráðningarbann, era stofn- anir nú farnar að draga úr mönnun til að freista þess að uppfylla spamaðar- kröfur yfirvalda. Einungis þrjár af tólf nýútskrifuðum ljósmæðram fengu vinnu við ljósmóðurstörf þetta árið og voru fimm ljósmæður á atvinnuleysisskrá í nóvember. Ljósmæður horfa því miður fram á að þessi hópur stækki næstu 2 til 3 árin og samfélagið gæti þá til fram- tíðar farið á mis við þekkingu þeirra sem kostað hefur áreynslu, tíma og peninga að afla. í Finnlandi var reynslan sú að nýútskrifað fólk sem ekki fékk vinnu á meðan á kreppunni stóð, fékk ekki heldur vinnu eftir að henni lauk, þar sem vinnuveitendur vildu þá fá þá ferskustu úr nárni. Innan fárra ára fara stórir hópar ljósmæðra á eftirlaun og þá er spurning hvort við getum enn gengið að þeim ljós- mæðrum sem nú bíða átekta eftir að fá að I vinna ljósmóðurstörf. Að vera eða ekki vera (fagmaður) - það er efinn Þrátt fyrir þráláta fullyrðingu heilbrigð- isyfirvalda um að þjónusta skerðist ekki í þeim sögulega niðurskurði sem við sjáum nú engan endi á, hlýtur nú brátt að koma að því að skjólstæðingar verði varir við afleiðingar þess að heilbrigðisstarfsfólki er gert að hlaupa sífellt hraðar í ótta um atvinnuöryggi sitt. Heilbrigðisstarfs- fólk og ekki síst ljósmæður, búa nú við þá togstreitu að mæta spamaðarkröfum yfirvalda en á sama tíma vaxandi ótta um öryggi skjólstæðinga sinna þegar slegið er af faglegum kröfum í nafni nauðsynlegs sparnaðar. Það er svo sannarlega enginn öfunds- verður af því að stjóma efnahagsmálum þjóðarinnar á þessum tímum og heldur ekki þeir sem framfylgja þurfa fyrir- mælum um spamað, en í því stóra leik- riti sem samfélag er, hefur hver sitt hlut- verk, fyrirmæli og skyldur. Hlutverk ljósmæðra og siðferðileg skylda þeirra er að nota fagþekkingu sína til að tryggja að öruggum aðferðum sé beitt við fæðingar undir öllum kringumstæðum (Alþjóð- legar siðareglur ljósmæðra). Ljósmæður era jafnframt ábyrgar fyrir ákvörðunum sínum og athöfnum og bera ábyrgð á niðurstöðum er tengjast umönnun þeirra (sama heimild). Við höfum þess nærtæk dæmi frá Danmörku að hægt er að beygja sterkustu ljósmæður til þess að vinna undir kringumstæðum sem vakið hafa athygli danska vinnumála- eftirlitsins vegna ómanneskjulegs álags, en síðustu ár hefur þróun fæðingarþjón- ustu í Danmörku beinst að fækkun og stækkun fæðingadeilda. Danskar ljós- mæður hafa löngum talist með sjálf- stæðustu ljósmæðram Norðurlanda og þar sem Norður Evrópa er sterkasta vígi ljósmæðra í heiminum, má segja að þær dönsku séu á heimsmælikvarða. Þess er líka skemmst að minnast að niðurstöður tveggja ára rannsóknar Marianne Mead um áhættugreiningu ljósmæðra á Norður- I löndum og á Bretlandseyjum, vora þær að 6 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.