Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 24
aðra að þau væru að verða fjölskylda. Myndimar voru mikilvægar til að sýna nánustu fjölskyldu og vinum. Fullvissan að allt liti vel út. Eftir skoð- unina töluðu foreldrarnir um tvo hluti, gleði og létti. Þau upplifðu þessar tilfinn- ingar strax á meðan á skoðun stóð eftir að ljósmóðirin hafði sagt þeim að allt virtist í lagi. Hluti af þessum hópi beið með að segja vinum og kunningjum frá þunguninni þar til eftir ómskoðunina. Þegar fólkið var spurt hvaða upplýsingar þau höfðu fengið fyrir ómskoðunina virt- ist það vera mjög einstaklingsbundið. Allir foreldramir vom þó ánægð með þær upplýsingar sem þau höfðu fengið. Konurnar virtust þó hafa meiri áhuga á að lesa allt sem viðkom meðgöngunni. Það virtist vera að foreldrarnir höfðu tekið ákvörðun um að fara í ómskoðun áður en Ijósmóðir gaf þeim upplýsingar. Fyrir foreldrana voru mikilvægustu upplýsing- arnar þær sem gefnar voru meðan á skoð- uninni stóð. Upplýsingarnar voru ekki bara tengdar við það hve mikið þau skildu af því sem þeim var sýnt heldur var mikil- vægt að fá sem mestar upplýsingar og geta fundið sig sem þátttakendur í skoðuninni sem veitti þeim mikla ánægju. Fram- koma ljósmóður meðan á ómskoðuninni stóð var mjög mikilvæg. Bæði móður og föður fannst mikilsvert að Ijósmóðirin heilsaði þeim báðum. Þau vildu að hún væri fagleg en einnig persónuleg. Rólegt andrúmsloft var þeim mikilvægt. Parinu fannst tímalengd skoðunar skipta máli og einnig reynsla þess sem skoðaði. Þegar þau upplifðu góðar upplýsingar bæði um framkvæmd rannsóknarinnar og rann- sóknina sjálfa og áhugasama ljósmóður voru þau mjög sátt. I þessari rannsókn var upplifun foreldra mjög svipuð og enginn þeirra hafði hugleitt að sleppa þessari rannsókn. Flestir foreldrar höfðu skilið það sem fram fór í skoðunarherberginu vegna þess að þeir voru vel upplýstir af þeirri ljósmóður sem framkvæmdi rann- sóknina. Heilbrigðisstarfsmenn hafa langa hefð fyrir því að gefa upplýsingar sem er mikilvægt við svona skoðun. Samkvæmt fyrrgreindri rannsókn var ómskoðunin góð reynslan fyrir foreldr- ana. Einnig kom fram hversu mikilvægur þáttur Ijósmóður sem ómskoðar er, að hún gefi góðar upplýsingar og taki þátt í skoðuninni að þeirra mati. Þessi rannsókn er góð fyrir Ijósmæður sem vinna við ómskoðanir til að sjá hvað þetta er mikil- vægur og einstakur atburði í lífi fólks og hvað framkoma starfsfólks skiptir miklu máli. Að færa slæmar fréttir Fyrir flest pör er ómskoðun á meðgöngu mikill viðburður og gjarnan mikil tilhlökkun sem fylgir (Molander, Alehagen og Berterö, 2008). Hins vegar er oft kvíði þar sem verið er að rann- saka fóstur m.t.t. heilbrigðis. Aðdráttarafl ómskoðunar er hins vegar mikil, því ólíkt öðrum rannsóknum á meðgöngu geta foreldrar séð fóstrið og fengið þannig staðfestingu á meðgöngunni. Þetta getur hins vegar breyst mjög skyndilega ef upp kemur vandamál við skoðunina. Mikill kvíði og vonbrigði fylgja slíkum fréttum (Garcia, Bricker, Henderson, Martin, Mugford, Nielson og Roberts, 2002). í um það bil 2-4% ómskoðana má búast við að finna fósturgalla sem eru misalvarlegir (Lalor, Devane og Begley, 2007). Það er vitað að heilbrigðisstarfsfólki finnst erfítt að færa slæmar fréttir en mjög mikilvægt er að gera það á faglegan hátt. Að vera meðvitaður um að á meðan starfsmaður vandar orð sín gleymist stundum að hafa í huga það sem ekki er sagt þ.e. líkams- tjáningin (Schoefl, 2008). Konur hafa lýst því að þegar eitthvað afbrigðilegt hefur sést í ómskoðun finni þær breytingu á þeim sem skoða. Þeim finnst skoðand- inn verða þögull, hann eyði löngum tíma í skoða ákveðinn stað á fóstrinu og að ómskoðunin sé orðin mjög löng. Þannig finna þær oft að eitthvað er að án þess að orð hafi verið notuð. Það er ekki hægt að forða fólki frá kvíða og hræðslu sem óhjákvæmilega kemur upp þegar því er sagt frá fósturgalla. Hinsvegar er mikil- vægt fyrir ómskoðandann að gera sér grein fyrir því að stöðugt er fylgst með þeim að störfum, bæði hvað þeir segja og segja ekki (Mitchell, 2004). Omskoðun er rannsókn sem fer fram á staðnum þar sem upplýsingarnar koma jafnharðan til skjól- stæðinga og þær geta því valdið spennu, sérstaklega ef eitthvað afbrigðilegt sést (Garcia,og 11., 2002). Heilbrigðisstarfs- menn sem vinna við fósturgreining ættu að afla sér góðra þekkingar á því hvernig eigi að flytja slæmar fréttir, því skjól- stæðingar þeirra eru mjög viðkvæmir við þessar aðstæður og þetta getur haft áhrif í framtíðinni (Lalor og fl., 2007). Sama gildir um hvernig ljósmæður styðja foreldra sem standa frammi fyrir flóknu vali þegar niðurstöður fósturrannsókna liggja fyrir (Helga Gottfreðsdóttir, 2006). I rannsókn sem Lalor og Begley (2006) gerðu kom fram að þrátt fyrir að fá slæmar fréttir sá engin kvennanna eftir að hafa þegið rannsóknina og mæltu með henni við aðrar konur. Þeim fannst betra að vita um fósturgallann heldur en ekki, hvernig sem hann var. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta er læknisfræðileg rannsókn en ekki fjölskylduviðburður (Geirsson og Weldner, 1999) því að þrátt fyrir að flestir foreldrar fái ánægjulega niður- stöður, þá er sársaukinn og vonbrigðin mikil þegar um fósturgalla er að ræða. Ljósmæður sem vinna við fósturgrein- ingu geta vegna fæmi sinnar og reynslu veitt mikinn stuðning þegar vandamál koma upp (Kirwan og Walkinshaw, 2000) á meðgöngu. Þær hafa menntun til að bregðast við óvæntum atburðum og styðja foreldra á erfiðum stundum. Oft eru þetta foreldrar sem þurfa mikinn stuðning hvort sem meðgangan heldur áfram eða þau ákveða að binda endi á hana. Þessir foreldrar koma gjarnan aftur í meðgöngu og þurfa á sérstaklega mikilli nærgætni og faglegum vinnubrögðum að halda. Stundum vilja þau ekki hitta aftur þá ljósmóðir sem færði þeim þessar slæinu fréttir en oftar en ekki sækjast þau sérstaklega eftir að hitta viðkomandi. Þau virðast bera traust til þess sem greindi vandamálið hvert svo sem það var. Það er mikil reynsla að greina erfitt vandamál á staðnum með verðandi foreldrum. Erfitt er að halda áfram skoðuninni vitandi að innan skamms tíma þarf að rjúfa þessa gleðistund með skelfilegum fréttum. Enn og aftur er það þekkingin og reynslan sem ljósmóðirin býr yfir sem kemur að gagni. Að geta huggað og finna samkennd með fólki er mikilvægur eiginleiki sem nauðsynlegt er að tileinka sér 24 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.