Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Page 11

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Page 11
kvennanna, eða 22, í þessari forprófun fengu beiðni fyrir fósturskimun hjá kven- sjúkdómalækni, 21 hjá ljósmóður og 2 hjá heimilislækni. í þessari grein er leit- ast við að svara spumingunni: Hvemig lýsa verðandi foreldrar þeim upplýs- ingum og fræðslu sem þeim er veitt um fósturskimun? Þær niðurstöður eru innlegg í áframhaldandi þróun leiðbein- inga um fósturskimun og skipulag meðgönguvemdar. AÐFERÐ Um er að ræða eigindlega rannsókn en Green og Thorogood (2004) segja slíka nálgun ákjósanlega þegar tilgangurinn er að dýpka skilning á ákveðnu ferli og auka þekkingu á gildi inngripa frá sjónarhomi þeirra sem standa frammi fyrir vali á slíkum inngripum. Þátttakendur Eftir að tilskilin leyfi lágu fyrir var 10 konum og mökum þeirra frá 4 heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæð- inu gefin kostur á þátttöku í rannsókn- inni. Þátttakendur voru valdir með tilgang rannsóknarinnar í huga (Sigríður Hall- dórsdóttir, 2003). Hver kona var valin með þeim hætti, að þegar að hún hringdi á heilsugæslustöðina til að panta sér tíma í fyrstu skoðun, fékk hún samband við ljósmóður sem leitaði eftir því hvort hún ætlaði í fósturskimun með samþættu líkindamati eða ekki. Oskað var þá leyfis til að kynna rannsóknina fyrir þeim konum sem höfðu á þeim tímapunkti tekið ákvörðun um að fara í skimunina og uppfylltu að öðru leyti skilyrði fyrir þátttöku (tafla 1). I framhaldi af því var konunni/parinu sent bréf með nánari upplýsingum. Að lokum hafði rannsak- andi samband við konuna og ef vilji var til þátttöku var ákveðinn tími fyrir viðtal. Konan sá um að kynna rannsóknina fyrir maka sínum og gekk rannsakandi úr skugga um það áður en viðtal hófst. Fyrir fyrra viðtalið var skrifað undir upplýst samþykki af hálfu konunnar og maka hennar. Eitt af skilyrðum fyrir þátt- töku í þessari rannsókn var að konan og maðurinn væru í föstu sambandi þar sem eitt af markmiðum rannsóknarinnar var að skoða reynslu beggja verðandi foreldra af ákvarðanatöku um skimun. Einnig var skilyrði að ekki væri saga um arfgenga galla sem gæfu mögulega tilefni til sérstakrar meðferðar eða eftir- fylgni á þessari meðgöngu. Það var gert í samræmi við það markmið að skoða reynslu kvenna sem teldust ekki til áhættuhóps. Gagnasöfnun og gagnagreining Gagnasöfnun fór fram á árunum 2006 og 2007. Öll viðtölin fóru fram á heim- ilum þátttakenda að þeirra ósk og byggði gagnasöfnun á tveimur viðtölum við hvern þátttakanda. Fyrra viðtalið var tekið á fyrstu vikum meðgöngu, 7.-11. viku en hið seinna við 20.-24. viku. Viðmið varð- andi fyrra viðtalið byggði á að ákvörðun hefði verið tekin um hvort konan ætlaði í skimun eða ekki en hefði þó ekki farið í hana. Tímasetning seinna viðtalsins byggði á því að konurnar væru búnar að fara í fósturskimun við 20. viku og hefðu fengið niðurstöður úr þeirri rannsókn. Þá var tilefni til að horfa til baka og skoða reynslu þeirra af því að taka ákvörðun um fósturskimun með samþættu líkindamati í víðu samhengi. I viðtölunum var stuðst við viðtalsramma sem sérstaklega var hannaður fyrir rannsóknina. Við þróun viðtalsrammans var gerð ítarleg leit að sambærilegum rannsóknum og fræðileg þekking um viðfangsefnið þannig lögð til grundvallar. Höfundur byggði einnig á reynslu sinni af viðtölum við verð- andi foreldra um fósturskimun. Viðtals- ramminn samanstóð af opnum spurn- ingum sem snertu t.d.; fyrri reynslu af meðgöngu og fæðingu ef það átti við, reynslu af samskiptum við fagfólk á þessari meðgöngu, hvort meðgangan var fyrirfram ákveðin, viðhorf og þekkingu á skimunni, fræðslu um skimun, reynslu af fötlun, viðhorf til fóstureyðinga og hvort um var að ræða sameiginlega ákvörðun beggja verðandi foreldra. í upphafí viðtals var bakgrunnsupplýsinga aflað um þátt- takendur s.s. menntun, fjölda barna og fyrri sögu um fósturmissi eða fóstureyð- ingu. Seinna viðtalið hófst á því að skoða reynslu af fósturskimun og horfa til baka á ferlið. Viðtölin voru mismunandi löng en flest tóku rúma klukkustund. Þau voru hljóðrituð með samþykki þátttak- enda. Við greiningu gagnanna var byggt á hugmyndum um innihaldsgreiningu (content analysis) eins og henni er lýst af Silverman (2006). Þar er ekki gerð tilraun til að túlka texta heldur er lögð áhersla á að lýsa tilteknu viðfangsefni. Búnir eru til flokkar (categories) og efninu „raðað“ undir hvem flokk eftir því sem við á. Þannig getur innihaldsgreining jafnframt haft skírskotun til megindlegrar nálgunar t.d. þegar lögð er áhersla á að sýna með tölfræðilegum niðurstöðum hversu oft tiltekið rannsóknarefni kemur fyrir í texta (Silverman, 2006; Kvale, 1996). í niður- stöðukafla hér á eftir eru þátttakendur auðkenndir með númeri og tilgreinl er hvort um fyrra eða seinna viðtal er að ræða. Þannig þýðir t.d. 8:1, kona númer 8 í rannsókninni en 1 vísar í að tilvitnun er tekin úr fyrra viðtali. Siðfræði rannsóknarinnar Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd (05-125-Sl) og hún tilkynnt til Persónuvemdar. Fengin vom leyfi fyrir rannsókninni hjá lækningafor- stjóra og hjúkrunarforstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og sviðstjórum hjúkrunar og lækninga á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Allir þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki áður en fyrra viðtal fór fram. NIÐURSTÖÐUR Af þeim tíu konum sem tóku þátt í rann- sókninni höfðu sjö þeirra hitt fæðinga- og kvensjúkdómalækni í upphafi meðgöngu en þrjár heimilislækni. Einn maki/karl hafði farið með konu sinni til fæðinga- og kvensjúkdómalæknis en beið á biðstofu meðan á viðtali stóð. Einn maki/karl var viðstaddur viðtal við heimilislækni. Sex af tíu konum í rannsókninni pöntuðu sér Tafla 1. Þátttaka í rannsókninni miðaðist við eftirfarandi þætti Verðandi mæður: • Tala íslensku • í sambúð með verðandi föður • Engin fyrri saga sem aukið gæti líkur á litningafráviki í þessari meðgöngu • Ákveðin í að þiggja fósturskimun með samþættu líkindamat • Meðgöngulengd í fyrra viðtali 7-11 vikur Verðandi feður: • Tala íslensku • í sambúð með verðandi móður Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 1 1

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.