Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Síða 19
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 7 9
& Í - ' V.
:
} ''-xj
INVITAÝ!
\ \ r
Bandaríski kylfingurinn John
Daly hefur þurft að glíma við alls
kyns vandamál á þrettán ára ferli
sínum sem atvinnukylfingur. Hann
hefur undanfarin tíu ár barist við
áfengi og offitu en yfirleitt mátt lúta
í lægra haldi fyrir þessum sjúk-
dómum sem gefa engum, sem
lenda í klóm þeirra, grið.
Daly, sem hefur Iöngum verið
með vinsælustu kylfingum
vestanhafs, hafði ekki unnið mót
síðan 1995 þegar hann mætti á
Buick-boðsmótið um helgina. Þá
vann hann Opna breska meistara-
mótið en síðan hefur líf þessa
geðþekka kylfings verið þyrnum
stráð.
Hann kom hins vegar, sá og
sigraði á boðsmóti Buick um helgina
en það er mót er hluti af PGA-
mótaröðinni. Daly var í fantaformi og
hafði að lokum sigur eftir bráðabana
við landa sinn Chris Riley og
Englendinginn Luke Donald. Daly
leiddi eftir þrjá hringi en missti
aðeins fótana á síðasta hring. Hann
tók hins vegar til sinna ráða þegar
bráðabaninn byrjaði og tryggði sér
sigur strax á fyrstu holu þegar hann
fór holuna á fugli en Riley og Donald
fóru holuna á pari. Fyrsti sigur hans á
móti síðan 1995 var þvf staðreynd og
ekki skemmdi fyrir að fá verðlaunafé
upp á tæpa 900 þúsund dollara.
Yndisleg tilfinning
Daly var í skýjunum eftir sigurinn
og lýsti tilfinngunni sem yndislegri.
„Það er yndisleg tilfinning að
vinna mót á nýjan leik. Ég held að
þetta sé sætasti sigurinn á ferlinum.
Ég er búinn að bíða lengi, lengi eftir
þessum sigri og þótt ég hafi unnið
mót áður þá hef ég aldrei unnið mót
þar sem Tiger Woods hefur verið á
meðai keppenda. Það er góð til-
finning, sérstaklega í ljósi þess að
allir bestu kylfingar mótaraðarinnar
voru mættir til leiks," sagði Daly.
Woods náði sér ekki á strik, lauk
keppni á þremur höggum á eftir
Daiy og hafnaði í tíunda sæti
mótsins sem er lélegasti árangur
hans á mótinu í þau sjö skipti sem
hann hefur verið með.
Fjögur hjónabönd
Persónulegt líf John Daly hefur
ávalit verið til umfjöllunar hjá
bandarískum íjöimiðlum enda af
nægu að taka í skrautlegu lífi
kappans. Fyrir utan vandamál með
áfengi og offitu þá er Daly
spilasjúklingur og hefur sem slíkum
tekist að eyða stórum hluta þess
verðlaunafés sem hann hefur unnið
sér inn á ferlinum. Hann hefur
kvænst fjórum sinnum, síðast konu
að nafni Sherrie en hún og foreldrar
hennar voru ákærð fyrir sölu
eiturlyfja og peningaþvætti á
árunum 1996-2002. Daly var ekki
ákærður en þessar ákærur urðu ekki
til að hjálpa honum.
Nú virðist honum hins vegar hafa
tekist að snúa við blaðinu og það
verður fróðlegt að fylgjast með því
hvort þessi 37 ára gamli kylfingur
nær að fylgja eftir árangrinum á
síðasta móti og uppfylla þær
væntingar sem golfáhugamenn hafa
gert til hans síðan hann vann sitt
„Það eryndisleg til-
finning að vinna mót
á nýjan leik. Ég held
að þetta sé sætasti
sigurinn á ferlinum.
Ég er búinn að bíða
lengi, lengi eftir þess-
um sigri."
fyrsta mót á PGA-mótaröðinni árið
1991 og var kjörinn nýliði ársins á
mótaröðinni sama ár. Ef hann
heldur sér grönnum og þurrum og
frá spilavítunum þá eru honum allir
vegir færir. oskar@dvJs
I