Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Síða 9
DV Fréttlr ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 9 Berjast gegn ofdrykkju Bretar ætla að skera upp herör gegn áfengisdrykkju landsmanna en þeir segja að áfengisneyslan kosti þjóðfélagið 20 milljarða punda á ári. Sjónum verður meðal annars beint að krám og börum sem af- greiða fólk undir 18 ára aldri. Lögreglumönnum verður fjölgað á viðkvæm- um tímum, svo sem þegar hleypt er út af börunum við lokun og fólk getur átt von á háum sektum fyrir drykkjulæti. Þá verða vín- flöskur merktar betur áður og forvarnarstarf í skólum aukið. Talið er að sex millj- ónir manna helli í sig áfengi í hverri viku og áfengisdrykkja hafi aukist almennt í landinu. Á hverju ári eru 33 þúsund dauðsföll rakin til misnotkunar á áfengi. Slor á akbraut Lögreglan á ísafirði hafði afskipti af tveimur ök- mönnum vöruflutningabif- reiða í bænum í liðinni viku. I öðru tilvikinu var ekki aðeins um að ræða að farmur bílsins var of þung- ur og ökuritaskífa í ólestri heldur lak slor úr farminum yfir alla akbrautina. I hinu tilvikinu var aðeins um að ræða að farmurinn var of þungur. Annars var tiltölu- lega rólegt yfir öllu á ísa- firði í síðustu viku og að- eins einn ökumaður tekinn fyrir ölvun við akstur. Fyrsta banaslysið við Kárahnjúka er 25 ára gamall starfsmaður Arnarfells varð fyr- ir grjóthruni í Hafrahvammsgili Rétt fyrir kl. 03:00 í fyrrinótt lést 25 ára íslenskur starfsmaður Arnar- fells eftir vinnuslys við Kárahnjúka. Maðurinn hafði, við annan mann, unnið að undirbúningi fyrir borun í bergið í Lfafrahvammsgili þar sem verið er að reisa stíflu. Svo virðist sem grjót hafi losnað fyrir ofan staðinn sem mennirnir voru að vinna á og fallið á annan þeirra. Talið er að þyngd þess hafi numið fleiri tugum kílóa. Sérfræðingur frá Vinnueftirlitinu er væntanlegur til Kárahnjúka snemma í dag til að rannsaka slysið. Meðan á rannsókn stendur mun umrætt vinnusvæði verða lokað. Samkvæmt upplýsingum frá að- alverktakanum í Kárahnjúkum Impregilo átti slysið sér stað kl. 02:47 og var þá strax brugðist við í samræmi við viðbragðsáædun vinnustaðarins. örfáum mínútum síðar kemur sjúkraflutningafólk og læknir frá öryggisteymi Impregilo á staðinn. Kölluð var út þyrla Land- helgisgæslunnar en hún var síðar afturkölluð. í tilkynningu sem Impregilo hef- ur sent frá sér segir m.a. „Þegar sjúkraflutningafólk kom á staðinn var ekki lífsmark með manninum og hófust því strax endurlífgunar- tilraunir. Því miður báru þessar til- raunir ekki árangur. Engin orð fá lýst hversu sár forsvarsmönnum Impregilo þykir þessi hörmulegi at- burður. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu, vinum og samstarfsmönn- um þessa unga manns.“ Öryggisráð Á virkjunarstað starfar sérstakt ör- yggisráð allra sem að verkinu standa. Það verður kallað saman og farið verður í saumana á tildrögum slyss- ins. Hið sama mun lögreglan gera og sérfræðingur Vinnueftirlitsins. Aðalverktakinn Impregilo tek- ur fram í tilkynningu sinni að maðurinn var klæddur í allan þann hlífðarbúnað sem lög gera ráð fyrir. wnnusvæöi Inknö meöan á rannsókn stendur Málstofa um íslenkunám Niðurstaðan var að þá skorti bæði fé og skilningur Islendinga á vandmálum þeirra væri ekki fyrir hendi. Útlendingar og íslenskunám Hafa ekki efni á að læra Einn helsti þröskuldurinn í vegi fyrir að útlendingar læri íslensku er mikið vinnuálag og dýrt nám. Stór hluti innflytjenda sinnir láglauna- störfum og þarf það fólk því að vinna langan vinnudag til að sjá fyrir sér og sínum. Fyrir vikið verður lítill tími til að sinna formlegu íslenskunámi auk þess sem fjárráð leyfa slflct nám alls ekki. Þetta kom fram á málstofu um íslenskukunnáttu útlendinga: „Já takk íslenska", sem haldin var um helgina. Þar kom einnig ffam að auka þarf skilning almennings á íslandi á þeim aðstæðum sem innflytjendur standa iðulega ffammi fyrir. Viljann til að læra málið vantaryfirleitt ekki, en að- stæður geta verið svo erfiðar að þær útiloka nám. Til að mynda er ís- lenskunám alls ekki í boði alls staðar á landinu. Auk þess er hæfni fólks til tungumálanáms mismunandi eins og gengur og gerist í öllu námi. Bak- grunnur fólks hefur lfka mikið að segja, fólk ffá löndum Norður-Evrópu á að öllu jöfnu auðveldar með að læra íslensku en fólk sem kemur ffá öðmm málsvæðum. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á íslenskunám á mismun- andi stigum. En fyrst og fremst skort- ir markvissa stefnu stjómvalda í þessu mikilvæga máli, segir í niður- stöðum málstofunnar. habil.is ■fasieignir á nexinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.