Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Page 19
TJV Sport ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 7 9 mmm Real freistar Ljungbergs Svíinn Freddie Ljung- berg, einn af lykilmönnum Arsenal-liðsins, sagði við enska íjölmiðla um helgina að Real Madrid freistaði hans en orðrómur er uppi um að bæði Real Madrid og Inter Milan hafi áhuga á kappanum, „Real Madrid er stórkostlegt félag og það er heiður fyrir mig ef þeir hafa áhuga á mér. I dag er ég hins vegar að spila fyrir Ars- enal og er ánægður en ég ætla ekki að loka neinum dyrum í framtíðinni," sagði Ljungberg, sem er metinn á tuttugu milljónir punda. Ekki þykir líídegt að for- ráðamenn Arsenal hafi áhuga á því að selja hann enda yfirlýst stefna þeirra að selja ekki lykilmenn liðsins. Neitaði að koma af bekknum Allen Iverson, helsta stjarna Philadelphia 76ers í NBA-deildinni, spilaði ekki með si'nu liði gegn Detroit Pistóns á sunnudagskvöldið þar sem hann vildi ekki koma af bekknum. Iverson hafði misst af þremur leikj- um á undan vegna meiðsla og Chris Ford, þjálfari liðsins, var ekki viss um að hann væri í formi til að byrja leikinn. „Ég byrja alltaf og ef ég er ekki nógu góður til að byrja er eins gott að sleppa því að spila," sagði Iverson. Öllliðfáleyfi í Landsbanka- deildinni DV Sport hefur áreið- anlegar heimildir fyrir því að öll lið Landsbankadeild- ar karla í knattspyrnu hafi fullnægt skilyrðum Leyfis- ráðs KSÍ og muni fá leyfi til þátttöku í Landsbanka- deUdinni á komandi tíma- bUi. Leyfisráðið kom til fundar í gær og verður til- kynnt um úrskurð þess í dag. verkefni landsliosins íslenska landsliðið í knattspyrnu mun ekki njóta krafta Rúnars Kristinssonar í næstu fjórum vináttuleikjum; gegn Albönum, Lettum, Japönum og Englendingum. Rúnar, sem leikið hefur flesta Iandsleiki allra íslenskra knattspyrnumanna, vill gefa öðrum leikmönnum færi á að sanna sig og segist vera kominn á þann aldur að hann þurfi á almennilegu sumarfríi að halda - með fjölskyldunni. „Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í næstu verkefni landsliðsins, leikina gegn Albönum og Lettum og síðan leikina tvo gegn Japan og Englandi íjúní. Éghef þegar tilkynnt Ásgeiri og Loga ákvörðun mína og þeir skildu hana fullkomlega,“ sagði Rúnar Kristinsson þegar DV Sport spurði hann hvort hann gæfi ennþá kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi verkefni liðsins. Of mikið álag Rúnar gaf út þá yfirlýsingu fýrir leikina gegn Þjóðverjum síðasta haust að hann ætlaði að hætta með landsliðinu eftir þá leiki en gaf þó kost á sér í vináttuleik gegn Mexí- kóum í nóvember. Hann þurfti að draga sig út úr hópnum fyrir þann leik vegna meiðsla og persónulegra mála og því má leiða líkur að þvf að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik gegn Þjóðverjum í Ham- borg 11. október á síðasta ári. „Ég finn það núna að ég þarf á hvíld að halda. Ég er farinn að stífna upp eftir leiki og miðað við þá leiki sem við eigum eftir f belgísku deild- inni eigum við leik í deildinni tveimur dögum eftir leikinn gegn Lettum. Það er einfaldlega orðið of mikið álag fyrir mig að spila tvo leiki með svo stuttu millibili og ég er ekki tilbúinn í slíkt núna.“ Verð að fá langt frí Rúnar sagði að auðvitað hefði það verið draumur fyrir hvern knatt- spyrnumann að spila gegn Eng- lendingum en það þýddi lítið fyrir hann að hugsa um það. „Ég er kominn á þann aldur að ég þarf að fá hvfld. Ég þarf mitt frí eftir tímabil, sem ég myndi ekki fá ef ég væri valinn í hópinn fyrir mótið í Englandi. Ég fann það í fyrra þegar við spiluðum gegn Færeyingum og Litháum í byrjun júní hversu erfitt það var fyrir mig að halda mér í formi frá því að tímabilinu lauk þar til kom að landsleikjunum og ég get það ekki aftur. Tímabilinu lýkur 15. maí og það þýddi að ég þurfti að halda mér í formi í tvær vikur. Mótinu lýkur síðan ekki fyrr en 6. júní og þá á ég ekki nema tvær vikur eftir af sumarfríinu mínu. Það er bara of lítið fyrir mann á mínum aldri. Auk þess finnst mér fjöl- skyldan mín eiga það inni hjá mér að við förum í almennilegt sumarfrí. Við erum komin með þrjú börn og íjölskyldan þarf einhvern tíma að vera í forgangi." Þarf að finna arftaka Rúnar sagði líka að með fjarveru hans gæfist tækifæri til að skoða aðra leikmenn sem ella hefðu ekki fengið tækifæri. „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir landsliðsþjálfarana að fá tæki- færi til að prófa fleiri leikmenn. Ég hef spilað yfir hundrað landsleiki og því skipta þessir vináttulandsleikir ekki jafn miklu máli fyrir mig og þeir gera fyrir unga leikmenn sem eru að „Auk þess finnst mér fjölskyldan mín eiga það inni hjá mér að við förum í almenni- legt sumarfrí. Við erurn komin með þrjú börn og fjölskyldan þarf einhvern tíma að vera í forgangi." stíga sín fyrstu skref með lands- liðinu. Það þarf að finna menn sem geta tekið við af okkur gömlu mönnunum og þessir leikir eru tilvaldir í það. Eins og staðan er í dag hef ég spilað minn síðasta landsleik en ég hef lært það að maður á aldrei að segja aldrei. Ef það verður talað við mig í sumar og ég beðinn að vera með mun ég að sjálfsögðu skoða málið vandlega. Þá hef ég fengið mitt frí og verð væntanlega kominn í toppform fyrir næsta tímabil. Ég hef hug á að spila næstu tvö til þrjú ár en til þess verð ég að hugsa vel um mig. Ég er að verða 35 ára gamall og held að ég hafi skilað mínu til íslenska landsliðsins. Þetta er búinn að vera frábær tími en ég held að það sé rétt að hleypa öðrum að á þessum tímapunkti.11 oskar@dv.is Rúnar Kristinsson, landsleikjahæsti íslenski knattspyrnumaðurinn, hefur ákveðið að setja punkt fyrir aftan landsliðsferilinn - í bili að minnsta kosti Gelur ekki kost á sér í næstu Bless í bili Rúiuu Kristins- son gefur ekki kost áser I komondi verkefni íslenska landsliðsins. DV-myndHári ■ ' .ÍvS'hÍJ . * •mí mm ' & __

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.