Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 15
DV Fókus LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 15 SAMSETT MYND DV sl \'-Vv\\\x » ******' yf W M v.- 'jp' Jgj' þegar skoðanakannanir sýndu að það væri áhugi á hans framboði og hélt blaðamannafund heima á Barða- strönd með Búbbu og dætrunum Döllu og Tinnu. Fjölskyldan var kom- in í framboð og það var ekki aftur snú- ið. Ólafur hélt forystunni í skoðana- könnunum og þótt dregið hafi saman með honum og keppinautunum síð- ustu dagana fyrir kosningar, þá varð hann efstur með rúm 40 prósent at- kvæða. Næstur kom Pétur Kr. Haf- stein hæstaréttardómari og þar á eftir Guðrún Agnarsdóttir læknir. Lestina rak Ástþór Magnússon en Guðrún Pétursdóttir hafði hætt nokkru fyrir kosningarnar. Ólafur og fjölskylda fluttu í nýupp- gert íbúðarhúsið á Bessastöðum dag- inn sem hann tók við embættinu. Hjónin ferðuðust um landið og eyddu verslunarmannahelginni á bindindis- hátíðinni í Galtalæk. Mynd af þeim inni í tjaldi um verslunarmannahelgi birtist í blöðunum. Þetta þótti sætt. En friðurinn um embættið var úti þegar Ólafur var á ferð um Barða- strandarsýslu og gagnrýndi vegina í sýslunni. Strax þarna var hann gagn- rýndur fyrir að fara út fyrir ramma og hefðir embættisins. Það var Alþingis að ákveða hvaða vegi ætti að laga og forsetinn átti að margra mati að halda kjafti um það. Hann hefur verið gagn- rýndur fyrir að tala ógætilega um ut- anríkisstefnu Islands, fyrir að hafa tekið fram fyrir hendurnar á utanrík- isráðherra, samgönguráðherra og for- sætisráðherra, hann er gagnrýndur fyrir samskipti við útlendinga, nú síð- ast rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich sem hann flaug með í 737 Boeing einkaþotu frá Síberíu til London til að fara á fótboltaleik með Chelsea. Mynd frá þeim leik þar sem Ólafur fagnar ógurlega, hefur verið birt í breskum fjölmiðlum og hér í DV. Stuðningsmenn Ólafs segja að hann megi hvorki tala vel um kvótakerfið né gagnrýna gagnagrunninn án þess að andstæðingar hans hendi það á lofti og gagnrýni hann fyrir að fara illa með embættið. Sérstakt samband við Davíð Davíð Oddsson hefur verið for- sætisráðherra allan þann tíma sem Ólafur Ragnar hefur setið í embætti og Halldór Ásgrímsson verið utan- ríkisráðherra. Allir muna eftir senn- um sem þeir Davíð og Ólafur tóku á Alþingi og eru ummælin um skít- lega eðlið oft rifjuð upp. Þá sagði Davíð að hann myndi aldrei sitja sem forsætisráðherra í skjóli Ólafs Ragnars Grímssonar. Þetta vakti umræðu um það hvernig Davíð myndi líða þegar hann þyrfti að hylla forsetann. Menn nánir Davíð hafa gengið hart fram í að gagnrýna Ólaf Ragnar og í látunum í kringum heimastjórnarafmælið sagðist Dav- íð ekki skilja upphlaupið í Ólafi Ragnari, sagði að hann hefði sjálfur valið að vera á skíðum í útlöndum. „Ég er viss um að hann vilji ekki að eina framlag hans til þessara hátíð- arhalda sé að vera í hnút erlendis, móðgaður út af engu.“ Þegar hann var spurður um það hvort málið korni til með að hafa áhrif á sam- skipti forsetaembættisins og for- sætisráðuneytisins sagði Davíð. „Ekki nokkur áhrif." Þetta síðasta lýsir sambandi þeirra nokkuð vel. Þótt þeir hafi tekist hressilega á, fullyrðir fólk sem er nákomið Ólafi að hann tali aldrei illa um Davíð, á milli þeirra sé sérstakt traust. Þeir hittast mánaðarlega og fara yfir mál og er það allt með kurteislegum hætti og þannig að þeir geti treyst hvor öðrum. Þeir virðast einnig geta gert snyrtilega út um deilumál. Vitað er að Ólafi þótti vænt um það hvernig Davíð kom fram í tengslum Þótt þeir hafi tekist hressilega á, fullyrðir fólk sem er nákomið Ólafi að hann tali aldrei itla um Davið, á milli þeirrasé sérstakt traust. við veikindi og andlát Guðrúnar Katrínar. Mörgum þykir forsetaembættið valdalaust og dýrt. Kosmaðurinn er rúmlega 150 milljónir króna á ári og oft eru útgjöldin umfram áætlanir. Það er í andstöðu við það sem Ólafur Ragnar boðaði þegar hann tók við embættinu. Starfsfólki hefur þó ekki fjölgað á skrifstofu forsetans. Hann skrifar ailar ræður sjálfur sem eru á milli 50-70 á ári. Gagnrýnendur Ólafs telja hann hafa gert embættið að tignarstöðu sem sæmi ekki íslending- um og forsetinn sé oft á tíðum líkari kóngi en lýðkjömum manni. Þessu er Ólafur Ragnar algjörlega ósammála og ítrekaði á blaðamannafundinum í vöamni að íslenska forsetaembættið væri hefðarembætti. Dorrit kemur til skjalanna Gamansagan er lífseig um að Ólafur hafi kynnst Dorrit Moussaieff þegar hann var að máta kórónu í gimsteinabúð föður hennar. Hún hefur reyndar greint frá því sjálf hvernig þau kynntust í matarboði og að henni hafi í upphafi ekkert litist á þennan mann sem talaði endalaust um ísland. Þegar þau hittust daginn eftir mundi hún ekkert eftir hon- um. Hann var seigur, hún varð ást- fangin af fslandi á undan honum. „Hann var enn spurningamerki þeg- ar ég var orðin ástfangin af landinu," sagði hún í viðtali við Haaretz í ísra- el. Þau fóm saman á skíði og henni þótti stíllinn hjá honum klaufalegur þó komst hann á undan henni niður brekkurnar og það líkaði henni. Braut öxl en ekki af baki dottinn Á íslandi fóru af stað vangaveltur um það hvort forsetinn væri kominn með kærustu og hver þessi dularfulla vinkona forsetans væri sem sæist stundum með honum. Þegar hann var á yfirreið um Austfirði spurði frétta- maður Stöðvar 2 á Austurlandi hann hvort hann ætti vinkonu, hann játti því og bað um tilfinningalegt svigrúm sem var að mati vina hans nauðsyn- legt. Gunnar V. Andrésson ljósmynd- ari DV hitti Ólaf og spurði hann um málið þar sem hann játaði að kona væri í spilinu. Breska blaðið Times birti svo grein um það að milljóna- mærin Dorrit Moussaieff væri komin með íslenskan bónda upp á arminn og hafði eftir einhverjum vinum hennar og íyrrverandi kærasta að það myndi nú varla endast. Þegar hér var komið sögu var Dorrit á íslandi og Ólafur bauð henni á hestbak. Á Leimbakka í Landsveit settu þeir Sveinn R. Eyjólfs- son og Haraldur í Andra hesta undir kæmstuparið. Fyrst fengu allir sér pönnukökur. Dorrit sýndi það í rétt- inni að hún var vön hestum en Ólafur var ekki eins vanur. Eftir kortersreið, þegar hestur hans hnaut síðan ákvað Ólafur, eins og hann orðaði það í við- tali, að detta frekar á öxlina en höfuð- ið. Gunnar tók ógleymanlegar myndir af því hvernig Dorrit stumraði yfir hin- um særða forseta. Þegar þau gengu saman út af Borgarspítalanum vissi þjóðin öll um ástarsamband hins axlarbrotna forseta og hinnar útlendu konu sem síðan átti eftir að dansa sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar. kgb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.