Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Qupperneq 34
>S4 LAUOARDAGUR 20. MARS 2004 Sport UV 1 í SJÓNVARPINU r t Arsenal-Bolton Sammi sopi gegn Arsene Wenger. Eina von Samma um að stela stigi, eða stigum, er að lauma úr viskípelanum í te Arsenal- manna. Sammi er nú vanur að gæta pelans eins og barns og áfengisníska hans á eftir að verða honum að falli á Highbury. Lau. Stöð2kl. 15.00 Hef duldar KR- tilfinningar Það er óhætt að segja að gamla markamaskínan, Heimir Karlsson, bindi bagga sína ekki sömu hnútum Newcastle-Charlton Það hafa fáir á Englandi fagnað eins mikið og Carlton Cole þegar leikmenn Leicester lentu í vanda. Hann nýtur þess að vera laus frá kastljósi fjölmiðlanna og mun hreinlega ríða röftum á St. James's Park í dag. Tapar svo glórunni eftir leik. Lau. Sýn ki. 17.30 Portsmouth-Southampton „Rólyndismaðurinn" Eyal Berko- vic hefur lofað að bryðja prósakið sitt áður en hann mætir sínum gömlu félögum. Ef hann lýgur þá verða læti. Sun. Sýn kl. iö.oo Aston Villa-Blackburn Það reynir á Souness og bringuhárin í dag. Souness verður seint sakaður um að reyna ekki að hleypa lífi í sína menn því hann slóst við Yorke á æfingu enda glaumgosinn verið meðvitundarlaus í vetur. Ef það dugar ekki má alltaf prófa að safna hormottu á nýjan leik. Chelsea-Fulham Blindir og heyrnarlausir vita að Ranieri verður rekinn í sumar. Abra- movich er búinn að niðurlægja hann á allan hátt í vetur án þess að Ranieri bregðist við. Karakter Italans er slíkur BOLTINN EFTIRVINNU að hann myndi vart kippa sér upp við að Roman mygi á hann - í beinni útsendingu. Leicester-Everton Þrjótamir þrír eru eflaust sárir í bossanum eftir setuna í spænska steininum. Duncan Ferguson verður upp á sitt besta í kyndingunum og ef eitthvað er að marka fyrri „afrek“ Stóra Dunc þá verður Frank Sinclair skotmark dagsins. Liverpool-Wolves Enn og aftur eru Liverpool-menn sannfærðir um það að þeir séu Sinclair er saklaus LiÐIÐ MITT og samferðarmennirnir. Flestir láta #ér nægja að eiga eitt uppáhaldslið í enska boltanum en slíkt á ekki upp á pallborðið hjá Heimi því hann á sér uppáhaldslið í öllum deildum enska boltans. „Það eru eiginlega samt tvö lið sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Fyrst er það Derby County og svo hef ég alltaf borið sterkar tilfinningar til Newcastle," sagði morgunhaninn ljúfi. „Ástæðan fyrir því að ég held með Derby er að þeir urðu Englands- meistarar 1971-72 og ef ég man rétt þá unnu þeir tvö ár í röð. Það er skelfilegt að fylgjast með þessu liði í dag og maður er eiginlega orðinn úrkula vonar um að þeir komist upp í úrvals- deildina," sagði Heimir en Derby stefnir reyndar hraðbyri í 2. deildina eins og staðan er í dag. Heimir hefur engar sérstakar skýringu á því af hverju hann haldi með Newcastle. „Eg held að ástæðan fyrir því að ég haldi með Newcastle sé sú að ég hafi duldar tilfinningar til KR. Ég held það blundi í öllum íslendingum," sagði Heimir sem reyndar lék í röndóttum búningum til margra ára með Víkingi. „Ég var litblindur og spilaði þess vegna með Víkingi en ég hélt alltaf að ég væri að spila með KR. Það var passað vel upp á að ég vissi ekki með Ívaða liði ég spilaði," sagði Heimir og ló dátt. Hann á líka lið í næstu deildum Englands. „Það er náttúrulega Newcastle í efstu deild. Svo á ég Derby County í 1. deild. Mitt lið í 2. deild er síðan QPR en ég hef lengi haldið upp á þá. 1 3. deildinni held ég síðan mikið upp á Hull City. Ég bjó rétt fýrir útan Hull í mörg ár. Þeir eiga nýjan 25 þúsund manna völl og þeir fá svona 13 þúsund á leik. Lið á uppleið." Það verður væntanlega mikið fjölmiðlafár á Walker's Stadium í dag þegar Leicester City leikur sinn fyrsta heimaleik eftir skandalinn á La Manga. KR-ingurinn Arnar Gunnlaugsson lék með Leicester fyrir nokkrum árum síðan og þekkir því vel til félagsins sem og nokkurra þeirra leikmanna sem voru bendlaðir við málið. Við spurðum Arnar fyrst að því hvaða móttökum leikmennimir mættu eiga von á þegar þeir ganga út á völlinn. „Þeir mega búast við mjög góðum móttökum. Stuðningsmenn Leicester eru mjög öflugir og þeir styðja sína menn. Þeir mega aftur á móti eiga von á ýmsu þegar þeir spila á útivelli," sagði Arnar sem telur að þeir fái stuðning frá fólkinu í Leicester þar til sekt þeirra er sönnuð. Þegar Arnar var í herbúðum Leicester voru einnig í liðinu Matt Elliott og James Scowcroft, sem voru handteknir í upphafi en sleppt fljótlega, sem og Frank Sinclair sem er einn þremenninganna sem þurftu að dúsa í spænska steininum í viku. „Ég þekki þessa stráka mjög vel. Þegar Bretarnir fara í æfingaferð þá er smá vitleysa alltaf í gangi en ekkert í líkingu við það sem þeir eru sakaðir um. Það er aðallega bara fyllerí og svona. Það er í eðli Bretanna að vinna mikið og skemmta sér mikið,“ sagði Arnar sem náði að kynnast áðurnefndum Frank Sinclair ágætlega. „Ég veit ekki hvernig Dickov og Gillespie eru en ég get vottað að það „Ég trúi því ekki í eina mínútu að Sinclair hafi staðið í þeirri vitleysu sem hann er sakaður um. Það væri alveg út úr karakter hjá honum." er mjög ólíkt Sinclair að standa í einhverri svona vitleysu. Þetta er hress og góður drengur. Ég trúi því ekki í eina mínútu að hann hafi staðið í þeirri vitleysu sem hann er sakaður um. Það væri alveg út úr karakter hjá honum. Ég kynntist Elliott líka vel og það er frábær strákur sem myndi aldrei gera slíka hluti,“ sagði Arnar um þessa fyrrum félaga sína en það kom honum ekkert á óvart að liðið skyldi vinna fyrsta leikinn eftir að þeir komu heim frá Spáni. „Það er alveg dæmigert fyrir Leicester að sýna andlegan styrk og klára dæmið. Ég held líka að Micky Adams hafi verið dauðfeginn að geta farið að einbeita sér að fótbolta á nýjan leik,“ sagði Arnar sem á von á hagstæðum úrslitum hjá Leicester í dag en þess má geta að þremenn- ingarnir verða væntanlega allir í hópnum í dag. „Ég held þeir haldi uppteknum hætti. Ég á ekki von á því að Everton vinni. Leicester tekur annað hvort þennan leik eða hann endar með jafntefli. Tilfinningin er þó meira í þá átt að Leicester þjappi sér saman og vinni leikinn." Stendur með sínum mönnum Arnar Gunnlaugsson á erfitt með trúa þviað fyrrum félagar hans hafi hagað sér eins og villimenn á Spáni. Hann sést hér í leik með Leicester fyrir nokkrum árum siðan og það er fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira, sem sést hér tækla Arnar. Souness í stríði við Dwight Yorke og Andy Cole Graeme Souness, stjóri Black- burn, á ekki sjö dagana sæla í starfi nú um stundir. Stjörnusenterarnir hans, Andy Cole og Dwight Yorke, virðast hafa snúið bökum saman og gegn Souness. Fyrst lenti Yorke og Souness saman á æfingavellinum þar sem þeir tækluðu hvor annan miskunnarlaust. Það endaði með heiftarlegu rifrildi þar sem stór orð voru látin falla. Souness sagði að slíkt. gerist í hita leiksins og málið væri gleymt og grafið af hans hálfu. í lið með Yorke . Það var klárlega ekki raunin því Ýorke virðist hafa fengið sinn besta vin, Andy Cole, í lið með sér því degi eftir slagsmálin lagði Cole inn kæru á hendur Souness til samtaka atvinnu- knattspyrnumanna þar sem hann ásakar Souness um að leggja sig í einelti. Það kom Souness algjörlega í opna skjöldu. Souness hissa „Það kom mér mjög á óvart að Andy skyldi kvarta yfir því hvernig ég kem fram við hann. Þegar hann var rekinn af velli gegn Southampton „refsaði" ég honum með því að leyfa honum að fara í frí með fjölskyldunni til Dubai. Þetta er ótrúleg framkoma hjá Andy,“ sagði Souness sem átti greinilega ekki von á þessu útspili Coles. Samtök átvinnu- knattspyrnumanna eru farin í málið af fullum krafti og vonast til þess að leysa það sem fyrst þar sem enginn græði á því að hafa hlutina svona. Spila þeir? Souness er því mikill vandi á höndum um helgina því hans lið er ekki í það góðum málum að það geti leyft sér að vera án Coles og Yorkes en að sama skapi er honum vart stætt á því að tefla fram mönnum sem klárlega hafa enga virðingu fyrir honum eða hans störfum. Blackburn mætir Aston Villa á Villa Park í dag og BBC hafði heimildir fyrir því í gær að þeir félagar yrðu í hópnum þrátt fyrir allt. Jon Stead er klár í slaginn og verður væntanlega í liðinu og svo er spurning hvort Souness tefli öðrum hvorum þeirra fram. komnir á beinu brautina. Fá harkalega lendingu og Owen verður settur á sjálfsmorðsvakt eftir að hafa skotið í stöng úr víti. Man Utd-Tottenham Það verður markaveisla þegar tvær af slökustu vörnum deildarinnar reyna að hemja spræka sóknarmenn beggja liða.. Fergie allur annar og betri eftir að hafa fengið gangráðinn og hann storkar örlögunum með því að setja Wes Brown í liðið. Middlesbrough-Birmingham Savage í banni þýðir bara eitt - bbboooorrrrriiiinnnngggg... REMBINGURINN Eitt heitasta umræðuefnið í enska boltanum þessa dagana er hvort Michael Owen eigi að halda áfram að taka víti fyrir Liverpool. Síðustu tvær spyrnur hans hafa farið í súginn og reyndar hefur hann ldúðrað 10 af þeim 23 vítaspyrnum sem hann hefur tekið fyrir félagið. Við ræddum við tvo glerharða Liverpool-menn um málið og þeir eru algjörlega á öndverðum meiði í málinu. Bara fyrir stórstjörnur að sparka innan fótar „Nei, Owen á ekki að taka víti. Þegar maður er búinn að klikka einu sinni eða tvisvar þá á að láta næsta mann taka vítið," sagði einn kunnasti dómari landsins, Magnús Pétursson, sem einmitt er staddur á Englandi þar sem hann ætlar að sjá leik Liverpool og Wolves. „Ég myndi ekki láta hann taka víti. Það er fullt af mönnum sem geta tekið víti í liðinu. Til að mynda Hamann. Svo er einkennilegt að sjá hvernig hann tekur vítin. Hann tekur þau innan fótar. Það er bara fyrir stórstjörnur eins og Henry að taka slík víti því. Owen horfir aldrei á markvörðinn. Hann bara \ sparkar og horfir eitthvað út í loftið. Henry aftur á móti horfir á markvörðinn og sér hvað hann gerir." Kemurað þvíað hann skorar úrvítunum „Auðvitað á Owen að taka vítin. Það myndi endanlega rústa sjálfs- traustinu hjá stráknum ef hann fær ekki að taka vítin," sagði stór- söngvarinn og íþróttafrétta- maðurinn Guðjón Guðmundsson. „Það kemur að því að hann skorar úr þessum vítum. Svo verður að segja í þessu sambandi að frammistaða hans á punktinum endurspeglar frammistöðu liðsins og framkvæmdastjórans. Það er allt í tómu tjóni þarna og liðið að spila leiðinlegan fótbolta. Svo er árangurinn langt undir væntingum því þeir ætluðu sér meistaratitilinn. Staðan er bara sú að þeir eru ekki með lið til þess. Þetta er mín skoðun og aðrir eru með öðru- vísi skoð- anir og þeir verða að fá að hafa þær.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.