Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 43
jyv Fókus LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 43 ------------------------^ Guð, sendi fifqipeyska stuiku til Islands þar sem hún skórar gólf heima ó Filippsevjum Það var guð sem vildi að ég kæmi hingað til Islands. Það hljómar kannski skringilega að guð skuli hafa komið til okkar á Filippseyjum og sagt okkur að ég ætti að fara til íslands en svona er það nú samt. Það var guð. Mamma og pabbi eiga átta börn og ég er þriðja elst. Pabbi minn hefur lengi verið mjög veikur og mamma hefur þurft að vinna mikið fyrir fjölskyldunni. Einu sinni ákvað mamma að hún yrði að fara til íslands til að vinna svo Landnámsmenn Elísabet Brekkan við fengjum peninga. Hún var búin að fá alla pappíra og vegabréfið sitt en þá kom í ljós að nafnið hennar hafði misritast. í staðinn fyrir Alota stóð Alofa. Svona prentviUa er ekkert smámál á Fil- ippseyjum. Hún fékk ekki að fara úr landi. Og henni fannst þetta vera merki frá guði. Það var líka rétt hjá henni. Seinna ætlaði hún nefni- lega til Sádi Arabíu og þá gerðist nákvæmlega það sama. Mamma sá að guð vildi ekki að hún færi í burtu, hún hefði einhverju hlutverki að gegna heima á Filippseyjum. Mamma er mjög trúuð. Hún er alltaf að hjálpa fólki og hún fer og biður fyrir þeim sem eiga erfitt. Ef einhver verður veikur eða deyr, þá kemur hún og hjálpar tU. Yndislegt á Kjalarnesi Þótt mamma kæmist ekki til íslands kom systir hennar hingað og það var í gegnum hana sem það endaði með að ég kom hingað líka. Það voru engar vitleysur í pappírunum mínum. Guð vildi að ég kæmi hingað. Ég vissi eiginlega ekkert út í hvað ég var að fara. Fyrst var ég að passa börn fyrir ættingja mína frá Filippseyjum en svo fór ég til Önnu Láru Friðriksdóttur uppi á Kjalarnesi og varð au-pair stúlka hjá henni. Hún á tvö börn og það var frábært að vera á Kjalamesinu. Þegar krakkarnir fóm í skólann fór ég líka í skólann og lærði ensku, íslensku og stærðfræði í Klé- bergsskóla. Svo tók ég að mér að skúra í skól- anum þegar ég átti frí. Ég elska Kjalarnesið. Allir krakkarnir þekktu mig og sundlaugin er frábær. Ég var alltaf í sundi. Eftir fjögur ár á Kjalarnesi fór ég samt til Reykjavíkur. Ég fór að vinna á Landspítalan- um, fyrst við að skúra en síðan við að flytja sjúklinga milli hæða. Ég vann meira og meira og fyrir tveimur árum festi ég kaup á fbúð hérna í Breiðholtinu. Núna á ég líka bíl. í skóla og skúrar á þremur stöðum Mér finnst gaman að eiga íbúð og elska að gera fínt hérna heima hjá mér en best er nú samt að geta hjálpað fjölskyldu minni. Guð er góður og hann vill að ég hjálpi fólkinu mínu. Ég ætla líka alltaf að vera reiðubúin til að hjálpa fjölskyldu minni. Mamma fær peninga frá mér í hverjum mánuði. í síðasta mánuði sendi ég líka peninga til systur minnar vegna þess að hún var að eignast bam. Það er mjög erfitt og dýrt að lifa á Fiiippseyjum. En það er líka erfitt að finna vinnu. Hér á íslandi er hægt að vinna svo mikið. Núna er ég í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á sjúkrafiðabraut og svo er ég líka að skúra á þremur stöðum. í skólanum eru góðar konur sem hjálpa mér með verkefhin ef ég skif ekki eitthvað eða er lengi að vinna að einhverju vegna þess að ég tala ékki fullkomna íslensku. Auðvitað er ég stundum þreytt en það er allt í lagi. Það er líka svo gott að fara í kirkju á laugar- dögum og sunnudögum. Þá endurnærist mað- ur. Ég fer í Maríukirkjuna héma í Breiðholti og svo lika í Kristskirkju í Landakoti. Þegar ég verð búin með sjúkraliðanámið vonast ég til að geta farið í hjúkmnarff æði f Há- skólanum. En mér finnst lfka rosalega gaman að passa börn, svo hver veit nema ég geri meira af því. Sakna mömmu og pabba Þegar ég var búin að vera hérna á íslandi í þrjú ár keypti ég íbúð handa mömmu minni heima á Filippseyjum. Það var ekkert mjög dýrt, hún kostaði bara 800 þúsund. Ekki málið! íbúðin er reyndar ekki í höfuðborginni Manila heldur í litlum bæ í um það bil klukkutíma fjarlægð frá borginni. Ef þið bara vissuð hvað það var gott að geta gert þetta fyrir mömmu og alla fjölskylduna. Ég sakna mömmu og pabba mjög mikið. Stundum tala ég við mömmu mörgum sinn- um í viku í síma en ég er ekkert á leiðinni heim aftur í bili. Ég trúi því að guð hafi sent mig hingað til íslands, hann sýndi það að mér var ætlað hlutverk með því að ég lenti í bílslysinu og dó ekki. Og núna á ég íslenskan kærasÞ»o þannig að ég veit ekki alveg hvar ég verð þegar ég verð gömul. Það verður bara að koma í ljós. Maria Cicilia Myrna Alota Hún koni íslands i desembei 1999.fékk ríkisborgararétt fyrlr áii • iðan og breytti þá nafm sínu i Sesselía Myina. Allir sem þekkja bana kalla hana Sissel. I Átta ára goniul var hún ásamt eldri systur sinni og yngri bróöur á gongu við I breiðgotu eina í Manila og þegar þau ætluðu yfir gangbraut kom bill á 200 I kílómetra hraða og lenti á Sissel litlu. Hún hentist upp í loftið og beint fyrii I annan bíl hinum megin a götunni. Fjoldi manns varð vitni að þessu og eng- I inn ímyndaði sér að barnið myndi lifa þetta af. Mömmu hennar var tilkynnt að dóttir hennar væri dáin. En sá sem varð valdur að slysinu rauk út úr bllnum slnum og I stað þess að blða eftir sjúkrabíl setti hann Sissel (aftursætið og keyrði svo í ofboði á næsta sjúkrahús. Þar var gert að sárum hennar á rán- dýrum einkaspítala sem ökunlðingurinn greiddi fyrir. Hann var tannlæknir og vildi allt til vinna að bæta fyrir þetta hryllilega atvik. Smátt og smátt kom í Ijós að Sissel myndi lifa slysið af. Hún hafði skaddað illa á mjöðm og andlitið var allt meira og minna brotið.Tennurnar eyðilögðust, kjálkarnir og ennið voru (maski. Það var talið kraftaverk að hún skyldi ekki aðeins lifa heldur ná sér að fullu.Tannlæknirinn og fjölskylda hans greiddu alla reikninga og reyndu að hjálpa móður Sissel eins og þeim var unnt. Loks kom að þvf að hann spurði bara hreint út hvort hann gæti ekki bara fengið að eiga hana. En það kom ekki til greina. Frú Alota, móðir Sissel, sagði að guð vildi það ekki. Stúlkunni væri ætlað eitthvert hlutverk. Og hvað sem þvl hlutverki kann að llða, þá er Sissel hvar sem hún kemur sannkallaður gleðigjafi. Hún þrosir slfellt út að eyrum og á ekki erfitt með að tala, þó stundum sé erfitt að finna réttu orðin á íslensku. I litlu vistlegu íbúðinni hennar eru styttur og minjagripir um allt, myndir af systkinabörnum hennar og svo auðvitað lítið altari og myndir af Jesú I hverju herbergi. Enda segir hún sjálf:„Hann gerir svo allt verður svo gott."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.