Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 9
TlMARIT VPl 1960
3
3. — Hinn 14.4. 1959, þar flutti erindi sivil. ingeniör
Rolf Wattne frá Statens Teknologisk Institut
i Osló, er hann nefndi: „Ingeniören og ar-
beidsledelse".
4. — Hinn 17.9. 1959. Erindi flutti prófessor Þor-
bergur Þorvaldsson frá Saskatchewan í
Kanada, er hann nefndi: „Vísindalegar rann-
sóknir í Saskatchewan",
5. — Hinn 27.10. 1959 var haldinn auka-aðalfund-
ur. Fundarefnið var:
1) Staðfesting á lögum Efnaverkfræðideildar
VFl.
2) Staðfesting á samningi við Húsnæðismála-
stjórn rikisins.
3) Gjaldskrárbreytingar.
4) Erindi „Miklabraut í Reykjavik", er Ein-
ar B. Pálsson yfirverkfræðingur flutti.
6. — Hinn 26.11. 1959. Erindi, er nefnist „Flug-
mál“, flutti þar Agnar Kofoed Hansen, flug-
málastjóri.
7. Hinn 29. janúar 1960 var hinn árlegi skemmti-
fundur félagsins haldinn í ,,LIDO“.
Fundarsókn var frekar dræm á öllum þessum fundum,
þegar tillit er tekið til félagatölunnar.
Um fundarsókn og fundahöld mætti ræða langt mál.
Eins og um var getið virðist enn vera mikil deyfð yfir
fundahöldum sérgreinadeildanna, og fundarsókn á fundi
félagsins er allt of dræm. Þó skal þess getið, að tala
félagsmanna á fundum RVFl er hlutfallslega góð, en
um fundarsókn í öðrum deildum er mér ekki kunnugt.
Eins og menn rekur minni til, var þetta mál ýtarlega
rætt á síðasta aðalfundi, og benti Einar B. Pálsson á
nauðsyn á nánara samstarfi milli félagsstjórnar og deild-
anna og bar fram ályktunartillögu þess efnis til félags-
stjórnarinnar, er hlaut einróma samþykki fundarins. Af
þessu tilefni var mál þetta rætt á stjórnarfundum VFl
fyrst í marz s. 1. og var m. a. samþykkt að rita for-
manni VVFl bréf um að halda aðalfund í deildinni hið
fyrsta og koma starfseminni í sæmandi horf. Síðar átti
stjórnin fund með formönnum deildanna, og var sam-
þykkt að gera tilraun til þess að gera fyrirfram funda-
skrá fyrir vetrarstarfsemina i heild og hvetja menn til
fundarsóknar. Formenn sérdeilda skyldu hafa samband
við framkv.stj. um fundarskrána.
Árangur virðist því miður hafa orðið lítill eins og ljóst
er af skýrslu þessari. Stjórnir deildanna verða að gera
sér ljóst, að enda þótt formanni deildanna beri að eiga
frumkvæði að því að kalla saman stjórnarfundi og undir-
búa félagsfundi, að þá ber öll stjórnin ábyrgð á því, að
starfsemin falli ekki niður með öllu, og í fjarveru eða
forföllum formanna verða aðrir að taka að sér þeirra
verk á meðan. Á því leikur enginn vafi, og hefur reynsl-
an sýnt það ótvírætt, að það veltur fyrst og fremst á
því, að vanda valið sem bezt, þegar deildirnar kjósa sér
stjórnir og þá sérstaklega formenn. Við skulum gera
okkur það ljóst, að á sama hátt og við getum ekki án
félagsins verið, þá er og verður félagið ekki neitt án
okkar, hverf1 og eins.
Fastanefndir félagsins eru þessar:
1) Gjaldskrárnefnd VFl er skipuð þessum mönnum:
Frá byggingaverkfræðingum:
Sigurður Thoroddsen
Valgeir Björnsson
og til vara ögmundur Jónsson.
Frá efnaverkfræðingum:
Ásgeir Þorsteinsson
Trausti Ólafsson
og til vara Björn Jóhannesson.
Frá rafmagnsverkfræðingum:
Jakob Gíslason
Jakob Guðjohnsen
og til vara Guðmundur Marteinsson.
Frá vélaverkfræðingum:
Gunnar Böðvarsson
Jóhannes Zöega
og til vara Guðmundur Björnsson.
Formaður VFl er sjálfkjörinn 1 nefndina, og er hann
jafnframt formaður hennar.
Eitt mál hefur verið lagt fyrir nefndina á s. 1. ári
og verður frá því skýrt síðar á þessum fundi.
2) Húsráð VFÍ var í öndverðu þannig skipað:
Finnbogi R. Þorvaldsson, form.
Geir G. Zöega
Helgi H. Eiríksson
Jakob Gislason,
Jón E. Vestdal.
Sem kunnugt er andaðist Geir G. Zöega í byrjun s. 1.
árs, en Jón E. Vestdal sagði af sér störfum í Húsráði,
svo að nú er það aðeins skipað 3 mönnum. Stjórn félags-
ins er sammála um að full þörf sé á því, að Húsráð
starfi áfram, en telur þó ekki ástæðu til að bæta 1 það
mönnum.
3) Gerðardóniur VFl.
Dómsstjóri er prófessor Ólafur Lárusson.
Þremur málum hefur verið skotið til dómsins á ár-
inu og tvö þeirra verið afgreidd. Mun ég vikja að þeirn
síðar.
4) Ritnefnd Timarits VFl.
Baldur Líndal
Guðmundur Björnsson
Helgi Árnason
Magnús Reynir Jónsson.
Ritstjóri Tímaritsins er Hinrik Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri, og mun hann skýra frá útgáfunni og þeim
örðugleikum, sem ritið á helzt við að stríða.
5) Orðanefnd VFl.
Halldór Halldórsson, prófessor, ráðinn af stjórn VFl
Gunnlaugur Briem, fulltrúi orðanefndar RVFl
Sigurður B. Magnússon, — — VVFl
Steingrimur Arason, — — BVFl
Trausti Ólafsson, — — EVFl
Til þess er ætlast, að fulltrúar orðanefnda sérdeild-
anna gefi hér skýrslu um störf þeirra á árinu.