Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 11
TÍMARIT VPl 1960 5 VFl og því ekki ástœða til að ræða það mál nánar á þessum vettvangi. B) Síðara málið var um ágreining, er risið hafði milli Haraldar Einarssonar og Kristjáns Jónssonar ann- ars vegar og Njarðvíkurhrepps hins vegar, vegna byggingar á holræsi á Innri-Njarðvík. Dóminn sátu að þessu sinni verkfræðingarnir Steinn Steinsen og Ingi TjT. Magnússon, tilnefndir af stjórn VPl, ásamt formanni dómsins Ólafi Lárussyni, prófessor. tJr- skurður var upp kveðinn i máli þessu 16. september s. 1., og er niðurstaða dómsins birt í 4. hefti Tíma- rits VFl 1959. C) 1 maímánuði s. 1. barst stjórn VFÍ bréf, dags. 10.5. ’59, frá lögfræðingi Rafgeislahitunar h.f., Inga R. Helgasyni hdl., ásamt afriti af verksamningi milli fyrirtækisins og Reykjavíkurbæjar um raflagnir í sambýlishúsi við Gnoðarvog. Samkvæmt 12. gr. verksamningsins var óskað eftir skipun gerðardóms, þar sem ágreiningur hafði risið um framkvæmd verksins, en engar sættir tekizt. 1 dóminn voru tilnefndir: Jakob Gíslason og Magn- ús Magnússon. Ennþá hefur mál þetta ekki verið tekið til úrskurðar. a) Þrjú bréf bárust félaginu á árinu frá Iðnfræðinga- félagi Islands, þar sem óskað var viðræðna við stjóm VFl, 1) um rétt iðnfræðinga til starfa með tilliti til sérréttinda verkfræðinga skv. lögum, 2) um breytingar á lögum varðandi iðnfræðinga og loks 3) að VFl tilnefni 1—2 menn til viðræðna við Iðnfræðingafélag Islands um breytingar á lögum nr. 24/1937. Tilnefndir voru til viðræðnanna þeir Einar B. Pálsson og Hallgiimur Björnsson, enda þótt stjórn- in væri sammála um, að ástæðulaust væri að gera nokkrar breytingar á nefndum lögum, enda kynni slíkt að vera varhugavert. b) Þá barst félaginu bréf dags. 6/4. ’59 frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur um löggildingarskilyrði fyrir raf- virkja ásamt fylgiskjölum. Eftirtaldir félagar voru skipaðir í nefnd til þess að athuga mál þetta og gera breytingartillögur, ef þurfa þætti: Ólafur Tryggvason, formaður Eggert Steinsen Steingrímur Hermannsson. Nefndin hefur skilað áliti, og var það sent Raf- magnsveitu Reykjavikur. c) Hinn 20/4. óskaði Vatnsveita Reykjavíkur þess, að félagið tilnefndi mann í dómnefnd til að dæma I hugmyndasamkeppni um gerð vatnsgeyma á Litlu- Hlíð í grennd við Golfskálann. Var Sigurður Jó- hannsson, vegamálastjóri, tilnefndur í dómnefndina af félagsins hálfu. Samkeppninni er lokið og verður niðurstaðan birt í Timariti VFl. d) Lagt var fram uppkast að bréfi VFl, Félags isl. búfræðikandidata, Dýralæknafélags Islands og læknafélaganna, þar sem skorað er á heilbrigðis- málaráðherra að láta nú þegar fara fram nauð- synlegar breytingar á mjólkureftirliti rikisins, þann- ig að það verði i framtíðinni í höndum kunnáttu- manna. Ekki náðist þó samstaða framangreindra aðila um málefni varðandi mjólkureftirlitið, og var því ákveðið að senda málið ásamt öllum gögnum til Bandalags háskólamanna og þess óskað, að Bandalagið tæki málið til meðferðar. e) Frá Félagi löggiltra rafvirkjameistara i Reykja- vík barst félaginu í maí-mánuði s. 1. greinargerð varðandi útboð raflagna og tilboð í þær, og var óskað umsagnar um tillögur rafvirkjameistaranna 1 þessum málum. „Meistarasamband byggingamanna" sendi félaginu afrit af tillögum rafvirkjameistaranna og óskaði viðræðna við VFl um þessi mál, er sambandið taldi að varðaði fleiri en rafvirkjameistara eina. Máli þessu var vísað til RVFl, er skipaði nefnd í málinu og skilaði hún áliti hinn 10. þ. m. f) Hinn 19/6. s. 1. fékk félagið bréf frá einum félags- manni, þar sem hann ásakar verkfræðifirma hér í bæ fyrir að hafa gengið inn í verk, er hann hafði haft með höndum, og notað í heimildarleysi járna- teikningar, er hann hafði gert af undirstöðum að byggingu, er firmað tók svo að sér að reikna járn- ið í. Með þessu framferði taldi hann, að firmað hefði gerzt brotlegt við 5. gr. stéttarreglna VFl, þar sem firmað hafði aldrei haft samráð við hann um verk þetta. Stjórnin kvaddi málsaðila á sinn fund ásamt formanni BVFÍ, þar sem hér var um byggingaverk- fræðilegt atriði að ræða. Sem betur fór leystist málið með sætt milli aðila, en hér er á þetta drepið, til þess að vara félagsmenn við því að ganga inn í verk annara, án samráðs við þá. g) Hinn 25/6. var haldinn sameiginlegur fundur stjóma Arkitektafélags Islands, Iðnfræðingafélags Islands og VFl. Lagt var fram uppkast að samningi milli félaganna annars vegar og Húsnæðismálastofnimar ríkisins hins vegar um húsagerðir fyrir dreifbýlið (þ. e. týputeikningar). Eftir að gerðar höfðu verið smávægilegar breytingar á samningsuppkastinu, var samþykkt, að félagsstjórnirnar skrifuðu undir það að tilskildu samþykki félagsfunda. Á auka-aðalfundi 27/10. var samningsuppkastið samþykkt, með þeim fyrirvara, að það yrði einnig samþykkt af A. I. og 1.1. Ennþá hefur A. I. þó ekki samþykkt samnings- uppkastið, þrátt fyrir það, að arkitektar unnu þó af mestu kappi við að koma því saman, en stjórn VFl maldaði hvað mest i móinn, er á samningum þess stóð. h) Hinn 29/7. óskaði Áburðarverksmiðjan eftir þvi, að félagið tilnefndi mann i nefnd til þess að dæma í hugmyndasamkeppni um fyrirkomulag geymslu- rýmis fyrir verksmiðjuna. Var Hallgrimur Björnsson framkv.stj., tilnefndur í dómnefndina. Samkeppn- inni er lokið. i) Hinn 6/10. ’59 var iagt fram uppkast að samningi um meðferð Iðnbókasafnsins, sem Helgi H. Eiríks- son hafði afhent skrifstofu félagsins hinn 24/8. ’59, og þá jafnframt frá þvi skýrt, að Iðnaðarmanna- félagið og Vélstjórafélagið væru samþykk uppkast- inu, þar sem gert var ráð fyrir, að safnið verði látið í vörzlu Iðnskólans um ótiltekinn tíma. Ákveðið var að tilkynna bókasafnsnefnd, að VFl leggi til að safnið verði afhent Tæknibókasafni IMSI, með öll- um þess gögnum og gæðum, eða verði að öðrum kosti afhent Landsbókasafninu i Reykjavík til eign- ar og umráða skv. 13. grein reglna um Iðnbókasafnið. j) Bréf dags. 23/9. ’59 frá Atvinnumálanefnd ríkisins ásamt frumdrögum að frumvarpi til laga um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.