Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 21
TlMARIT VFl 1960 10 á móti getur verið hættulegt að fullyrða, að engin rann- sóknastarfsemi eigi rétt á sér, án þess að þessi skii- greining sé höfð vel i huga. Rannsók)iahverfi. Þá vii ég minnast aðeins á áætlanir um rannsókna- hverfi hér í útjaðri Reykjavíkur. Rannsóknastarfsemin hefur fengið 48 ha lands til umráða og nú er verið að skipuleggja það með rannsóknahverfi framtíðarinnar i huga. Rannsóknastofnunum hefur verið boðið að hafa að- setur sitt þai'. Er nú þegar gert ráð fyrir að þar verði þrjár af þeim fjórum stofnunum, sem gert er ráð fyrir í fyrrnefndu frumvarpi, þ. e. allar nema Rannsóknastofn- un sjávarútvegsins, sem hefur sín eigin nýju húsakynni, rannsóknir Háskólans og rannsóknir raforkumálaskrif- stofunnar og vonandi fleiri í framtíðinni. Við eigum þetta landssvæði að þakka framsýni Jakobs Gíslasonar, raf- orkumálastjóra, og hefur rafoikumálaskrifstofan þegar hafið byggingar rannsóknahúsakynna á svæðinu. Við vonumst til þess að bygging Rannsóknastofnunar land- búnaðaiins hefjist þar á þessu ári og fleiri munu fljót- lega fylgja í kjölfarið. Ef þessar áætlanir eiga að bera tilætlaðan árangur, þarf verulega aukið fjármagn til rannsóknastarfseminn- ar. En fleira þarf, ef vel á að vera. Við þurfum stórlega að efla og endurbæta tæknimenntun okkar. Við þurfum fleiri sérfræðinga og sérstaklega fleiri aðstoðarmenn og síðan en ekki sizt verður að auka skipulag og efla hagnýta þekkingu innan allra greina atvinnulífsins, þannig að grundvöllur skapist fyrir betri nýtingu hrá- efnisins, fyrir tæknilegri þróun. Ég vil leyfa mér að gera lokaorð norska hagfræðings- ins Aukrust að mínum. Hann segir svo: ,,Við höfum reynt að hraða framfaiaþróuninni með þvi að auka fjár- festinguna. Við ættum að endurskoða áætlanir okkar og stefnur og athuga möguleika þess að skapa enn aukna framþróun með átaki á sviði rannsókna og tæknimennt- unar“. Guðinundur Pálmason, verkfraeðinsur: Um starfsemi Kjarnfræðanefndar Islands Skýrsla flutt á aðalfundi VFÍ 25. febrúar 1960. Kjarnfræðanefnd Islands var stofnuð í ársbyrjun 1956 og hefur því starfað í 4 ár. Að henni standa 27 stofn- anir, félög og fyrirtæki, þ. á. m. Verkfræðingafélagið, og á hvert þeirra sinn fulltrúa í henni. Tilgangur og verk- efni nefndarinnar eru að fylgjast með nýjungum varð- andi hagnýtingu kjarnorku og geislavirkra efna á ýms- um sviðum og stuðla að fræðslu þar að lútandi hér á landi. Þá á hún að gera tillögur um rannsóknastarf- semi og notkun kjarnorku og geislavirkra efna, vera rík- isstjórninni og öðrum til ráðuneytis í kjarnfræðamálum og hafa samband og samstarf við hliðstæðar stofnanir eilendis. Starfsemi nefndarinnar er að um það bil hálfu kostuð af framlögum meðlimanna og að hálfu með beinu framlagi úr ríkissjóði. Hin einstöku verkefni Kjarnfræðanefndar eru í höndum undirnefnda, og eru nú 8 slíkar starfandi, þ. e. þunga- vatnsnefnd, orkumálanefnd, heilbrigðisnefnd, landbún- aðarnefnd, iðnaðarmálanefnd, orðanefnd, nefnd til að gera tillögur um almennar rannsóknir á sviði kjarnfræða og nefnd til að undirbúa lagasetningu um geislavernd. Þau verkefni, sem Kjarnfræðanefndin hefur einkum látið sig skipta undanfarið, eru notkun geislavirltra efna á sviði iðnaðar, læknisfræði og landbúnaðar, athugun á möguleikum til framleiðslu þungs vatns hér á landi, og fræðslustarfsemi um kjarnfræðamál. Sá þáttur kjarnfræða, sem sennilega kemur til með að hafa einna mesta þýðingu fyrir Islendinga, er hag- nýting geislaviikra efna á ýmsum sviðum. Kjarnfræða- nefndin hefur leitazt við að fylgjast með nýjungum i notkun geislavirkra efna og kynna þær hér á landi og aðstoða þá aðila, sem hafa viljað færa sér þær í nyt Hefur nefndin beitt sér fyrir, að komið yrði upp rann- sóknarstofu, sem yrði búin nauðsynlegum tækjum til að framkvæma mælingar á geislavirkum efnum. Hefur nú skapazt aðstaða til að gera slíkar mælingar við Eðlisfræðistofnun Háskólans. Er verið að koma þar upp tækjum til geislamælinga, og standa vonir til, að hún geti í framtíðinni tekið að sér slíkar mælingar fyrir þá, er þess óska, t. d. lækna, sjúkrahús, iðnfyrirtæki, rannsóknastofur o. fl. Tilvera slíkrar geislamælingastofu er að sjálfsögðu frumskilyrði fyrir notkun geislavirkra efna. Auk þess sem þar eru nú gerðar reglulegar mæl- ingar á geislavirkni regnvatns og ryks í andrúmsloftinu, hefur hún tekið að sér mælingar fyrir eða í samvinnu við aðrar stofnanir. Má þar nefna, að gerðar hafa verið rennslismælingar með íblöndun geislavirks joðs í ám og lokuðum pipum í samvinnu við Vatnamælingadeild Raf- orkumálaskrifstofunnar og Vatnsveitu Reykjavikur, og einnig hafa verið gerðar geislamælingar fyrir Fiskideild og Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans vegna rann- sókna á svifi í sjónum og áburðarrannsókna. I sambandi við notkun geislavirkra efna má geta þess, að fyrir frumkvæði Kjarnfræðanefndar sendi Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans nokkurt magn af íslenzkum kartöflum til geislunar í Danmörku í tilraunaskyni. Var þetta gext í haust og eru þessar kartöflur nú i gevmslu

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.