Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 30
24
TlMARIT VFl 1960
7. mynd. KrísuvíkurbjarK. Staðurinn, þar sc;m sjösýnishorn voru tckin, er merktur á myndinni.
ekki reyndist unnt að skýra fyllilega. Síðar var aflað
nánari vitneskju um seltuna við land af svæðinu frá
Þorlákshöfn til Akraness, eins og greint er frá hér að
framan, og reglulegar mælingar voru jafnframt teknar
upp við Krísuvikurbjarg árin 1958—1959.
Söfnun vikulegra sjósýnishorna hófst síðast í október
1958 og stóð til byrjun nóvember 1959. Á þeim tíma
var ennfremur þrisvar aflað sýnishorna á klukkustund-
ar fresti allan sólarhringinn, þ. e. 24. nóvember, 5. maí
og 22. september.
Valinn var staður austarlega á Krísuvíkurbjargi, þar
sem það er næstum lóðrétt og djúpur bás gengur upp að
því. 1 þessum bás er um 2 m dýpi við stórstraumsfjöru.
Hæð bjargsins á mælistað er 43 m. Staðurinn er sýndur
á 7. mynd en afstaða hans á 10. mynd.
Reist var 4 m hátt mastur á bjargbrúninni og á því
var 8,5 m löng bóma, sem hægt var að sveifla til lá-
rétt um 180°. Fremst á þessari bómu var lítil blökk, sem
stálvír var látinn leika í. Við hann var festur 4 1 brúsi
til sjótöku. Bóman náði um 4 m út fyrir bjargbrúnina.
Með þessum útbúnaði reyndist auðvelt að ná í sýnis-
hornin, þar sem brúsinn kom niður í sjávaryfirborðið
4—5 m frá bjarginu. Tækin eru sýnd á 8. mynd.
Sjótökubrúsinn var látinn síga niður tvisvar sinnum
í hvert skipti. Fyrst til þess að skola hann úr sjó og
síðan voru sjósýnishornin tekin úr honum. Til öryggis
voru tekin tvö sýnishorn og þau bæði efnagreind.
Niðurstöður þessara mælinga eru sýndar á 5.
og 6. mynd. Seltan var áberandi misjöfn, þar sem
sú mesta var um 35%r, en sú minnsta rúmlega 23%c.
Sveiflurnar voru þó fremur litlar mánuðina desem-
ber—apríl. Þá var meðalseltan 34,0%c, en minnst var hún
um 33%„. I maí var mesta sveiflan og komst seltan þá
niður I rúmlega 23%c en meðalseltan var þá 29,1%. Yfir
sumarmánuðina og fram í nóvember var meðalseltan
32,6%r og var seltan þá lægst um 29c/,r. Meðalselta alls
ársins var 32,9%c.
Sem að líkum lætur er náið samband milli regns og
snjóbráðnunar á landi og seltunnar. Þegar athuganir
þessar hófust 31. október, var suðaustan kaldi og skúr-
ir, en seltan lág. Hinn 7. nóvember var komin snjókoma
og seltan var há. Síðan dró aftur til rigninga og seltan
lækkaði.
Hinn 9. nóvember voru að byrja frost og seltan hafði
hækkað. Frostin héldust til loka janúar og var seltan
mjög jöfn þann tíma. Siðan hófst kafli með hvassri
suðaustan- og suðvestan-átt. Hinn 10. marz var farið
að hlýna í veðri og seltan hafði lækkað nokkuð. Hinn
7. apríl var kalt og seltan há. Síðan lækkaði seltan
nokkuð og hlýtt var í veðri þangað til 5. maí að kólnaði
á ný og reyndist seltan þá í hærra lagi. Hinn 12. maí var
kominn 9,4° hiti, sem hélzt enn hinn 19. maí, og var þá
seltan komin niður í 23,5%r. Yfir sumartimann kemur
fram há selta í norðan og norðvestanátt, enda er þá
úrkomuminnst.
Sólarhringsathuganir þær, sem sýndar eru á 6. mynd