Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Page 34

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Page 34
28 TlMARIT VPl 1960 un beggja, og verður það að teljast góð viðskipti fyrir húseigandann. Húsbyggingar hérlendis hafa hingað til verið næi' ein- vörðungu 1 höndum handverksmanna, sem njóta verndar iðnlöggjafarinnar í staifi sínu og beita henni til þess að bægja öðrum mönnum frá, einnig þeim sem betur kunna. Handverksmeistarar taka að sér verkin og láta sveina og lærlinga vinna þau, leggja 15 eða 18% um- sjónargjald á laun allra starfsmanna sinna og eigin laun iika og stinga í eigin vasa. M. ö. o. því dýrara sem verkið er, þeim mun meira hagnast meistarinn. Afleið- inguna þekkja allir, - litlar framfarir í byggingarmál- um undanfarna áratugi, óheyrilegir verðtaxtar hand- verksmanna og óhemju hár húsnæðiskostnaður. Erlendis er fyrir löngu byi'jað að framleiða húshluta í verksmiðjum á miklu ódýrari hátt en áður þekktist. E>ar er vinnustundafjöldinn, sem þarf til þess að fullgera 1 nr' húsnæðis, yfirleitt um 5 klst. Hér á Islandi er hann þrefalt hærri eða um 15 klst. Að vísu leggja Islendingar mikið upp úr ,,fínum“ frágangi íbúða sinna, en mikið af því er hreinn misskilningur vegna kunnáttuleysis og óþörf útgjöld. En erlendist er yfirleitt hita- og hljóð- einangrun á hærra stigi en hér. Leiðin til úrbóta í byggingamálunum er sú, að koma á fót öflugum byggingafélögum, sem er stjórnað og rekin af sérfróðum mönnum, og geta haft til afnota hin full- komnustu tæki við framkvæmdirnar, framleiða sem mest í verksmiðjum eftir fyrirfram ákveðnum málum og — afnema einokunaraðstöðu handverksmannanna, sem hef- ur hindrað og tafið fyrir tækniþróun í byggingarmálun- um. T. d. mætti hugsa sér það gert á þann hátt, að stækka verknámsskólana og útski'ifa þaðan menn með rétt til að vinna að þeim verkurn eða handverki, sem þeir þar hafa lært, en afnema lærlingsfyrirbrigðið hjá handverksmeist- urum, enda er það fyrir iöngu illa liðið. Hvaða háttur er það, að það skuli vera hægt að meina ungum mönnum að læra til þeirra starfa, sem hugur þeirri hneigist, og þeir hafa hæfileika til að inna af hendi ? Og að slík ákvörðun skuli vera í höndum meistara, sem taka að- eins þá ættingja og vini, sem þeir hafa velþóknun á? Ekkert getui' hindrað ungan mann í að gerast verkfræð- ingur, ef hann aðeins hefur hæfileika og þroska til þess, enda á það svo að vera. Þannig eru mestar líkur á því, að menn komist á rétta hillu í lífinu, sem mest er um vert, en ekki af hinu, að þurfa að snúa sér að öðrum verk- um en þeim, sem áhugi er fyrir. Menn, þannig út- skrifaðir af verknámsskóla, eins og ég gat um, sem viidu komast lengra og taka við verkstjórn, ættu að ganga í verklegan framhaldsskóla, þar sem þeir fengju haldgóða verklega menntun, betri en núverandi iðnskól- ar veita, með möguleika til framhaldsnáms og iðnfræð- ingsprófs. En snúum okkur nú aftur að lækkun á húsnæðiskostn- aðinum. Það er enn eitt atriði, sem ég vildi minnast á, en það er rannsóknastarfsemin. Ég hef fengið ábyggileg- ar upplýsingar um það, að á 25 árum tókst Svíum með tæknilegum rannsóknum, tilraunum og kynningu á nýj- um byggingaraðferðum að lækka sinn húsnæðiskostnað úr 12 daglaunum niður í 5 daglaun á mánuði. Þarna er fordæmi, sem vert er að gefa gaum að. Það yrðu ekki litlar fjái'fúlgur, sem spöruðust við það, ef hægt væri að lækka húsnæðiskostnað Islendinga úr tveggja vikna laun- um niður í 5 daga laun á mánuði. Við Atvinnudeild Háskólans er starfrækt m. a. deild fyrir byggingarefnarannsóknir. Henni hefur verið stjórn- að af sama verkfræðingi s. 1. 15 ár við lítil efni, frumstæð skilyrði og mjög lítinn skilning viðkomandi yfirvalds, enda er þessi verkfræðingur nú að hætta störfum þar um fertugt vegna langvarandi óánægju. Það er raunalegt, að svona skuli ástandið vera í landinu, og það undir handar- jaðrinum á sjálfu atvinnumálaráðuneytinu. Ái-lega hefur að undanförnu verið byggt fyrir a. m. k. 6—7 hundruð milljónir króna, og fordæmið frá Svíþjóð sýnir okkur ljóslega, hversu gífurlegar upphæðir væri hægt að spara með þvi að hagnýta verkfræðiþekking- una, en við sitjum enn í sama fari og fyrir 20—30 ár- um. Ég ætla aðeins að drepa á eitt einfalt atriði, sem aldrei hefur verið neitt lag á, en það er innflutningur á steypustyrktarjárni. Það hefur aldrei verið hægt að fá á Islandi járn af tilteknum gæðum eða styrkleika, held- ur aðeins eitthvert úrhraksjárn. Með innflutningi steypu- styktarjárns af tilteknum gæðum og styrkleika væri hægt að spara mjög mikla steinsteypu, burðarveggir, súlur og bitar gætu verið miklu grennri og hægt yrði að leysa á viðunandi hátt burðarþolsvandamál, sem nú eru hartnær óleysanleg. Það er augljóst hvílíka þýðingu þetta hefur við byggingu t. d. háhúsa, sem verða að þola mjög mikla jarðskjálftaáraun. Eg leyfi mér að beina því sérstaklega til innflytjenda og innflutningsyfirvalda að koma lagi á þetta. Það er ekki hægt að skiljast svo við húsnæðismálin, að ekki sé minnst húsnæðismálastjórnar, sem af Alþingi og ríkisstjórn hefur fengið það verkefni m. a. að hafa forustu um að lækka húsnæðiskostnað Islendinga um helming. Að því hlýtur að vera stefnt, úr því að aðrir hafa getað það á s. 1. 25 árum hljótum við væntanlega að geta það líka, og ávinningurinn, sem eftir er seilzt, er alls ekki lítill. Maður skyldi þvi halda, að húsnæðis- málastjóin væri skipuð völdum kunnáttumönnum í hverju rúmi. En svo er ekki. Þar situr enginn kunnáttumaður. Húsnæðismálastjórn er skóladæmi um það, hvernig stjórnmálaflokkarnir sniðganga oft sérfróða menn við stöðuveitingar, en skipa í þeirra stað vankunnandi póli- ■tíska framtroðlinga úr eigin herbúðum. Og embættis- reksturinn verður eftir því. Það er ekki tilviljun, ef við erum á eftir öðrum, heldur bein afleiðing af framferði okkar sjálfra, og þá helzt þeirra, sem mest hafa völdin. Maðurinn hefur tvennu að beita fyrir sig í lífsbarátt- unni, likamsaflinu og vitinu. Líkamsaflið hefur fram á allra seinustu tima verið það, sem réði lang mestu um lífsafkomu manna. Ævi fyrri kynslóða var strit frá morgni til kvölds frá vöggu til grafar á miðjum aldri eftir mælikvarða okkar í dag. Þær kynslóðii' fundu upp málsháttinn, að bókvitið yrði ekki látið i askana, og það var rétt á þeim tíma, áður en í'aunvísindin og hagnýt- ing þeirra kom til sögunnar. Líkamsaflinu eru augljós takmörk sett, og þar með þeirri lífsafkomu, sem það getur veitt. Það var lífs- afkoma mannsins frá örófi alda, sem við þekkjum af sögum og gamalt fólk nokkuð af reynslu. Það, sem gert hefur lífið léttara, þægilegra og fjölbreytilegra á undanförnum áratugum, eru raunvísindin og hagnýting þeirra og ekkert annað. Bókvitið á þessu sviði er farið að láta í askana svo um munar, og sennilega svo mikið, að gömlu kynslóðunum myndi þykja nóg um, — og því virðast engin takmörk sett, hve langt hægt er að komast áfram á þessari braut. — Þó ber enn altmikið á hinum gömlu sjónarmiðum, og er það ekki nema von, vegna þess hve þróunin hefur gengið ört og með sívaxandi

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.