Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 35
TlMARIT VFl 1960
29
hraða. Það er ekki hægt að búast við því, að fólk, sem
er fætt um og fyrir aldamótin, geti skilið nútímann til
hlýtar, breytingin hefur verið svo mikil. Það er mjög
mikilsvert, að eldri kynslóðin átti sig á þessu, sérstak-
lega þeir hennar, sem sitja í áhrifastöðum i opinberu
lífi og atvinnurekstri. Eldri kynslóðin hefur ýmislegt
vel gert, og fyrir það ber að þakka, en gleyma hinu,
sem miður fór. En hún er fólk liðins tíma og er ekki
lengur hæf til að móta þjóðlífið í dag. Þetta er ekki
sagt eldri kynslóðinni til hnjóðs, engin kynslóð hefur
áður upplifað önnur eins umskipti í lifnaðarháttum,
ástæðurnar eru miklar og afsökunin fullgild.
Það er útbreidd skoðun, að verkfræðingar séu allt of
fjölmennir í þessu landi, við þá sé ekkert að gera svona
marga. — Þarna talar gamli tíminn úr embættum og
atvinnurekstri. Það er sjálfsvörn hinna vankunnandi gegn
kunnáttumönnum nútimans, verkfræðingum og öðrum
raunvísindalega menntuðum mönnum, — hinum dæmi-
gerðu nútímamönnum.
En lítum nú á verkfræðingafjöldann hér á landi og á
hinum Norðurlöndunum, sem við reynum helzt að bera
okkur saman við. Jafnframt verður að lita á iðnfræð-
ingafjöldann í löndunum til þess að fá rétt yfirlit yfir
samanburðinn.
Á Islandi er verkfr.fjöldinn 1,4% af þjóðinni
og iðnfr.fjöldinn 0,5%c.
í Noregi er verkfr.fjöldinn 2,1%„ og iðnfr.fjöldinn 4,2%0
- Danm. — — l,7%o — — 1,6%c
- Svíþjóð — — 1,7% — — 3,3%0
Það þarf m. ö. o. að fjölga íslenzkum verkfræðingum
um allt að 50% til þess að við séum sambærilegir við
hin Norðurlöndin, og iðnfræðingafjöldann þarf að allt að
áttfalda í sama tilgangi. Þannig er ástandið i tækni-
menntun þjóðarinnar í dag.
Á næstu 10 árum ætla Danir að fjölga verkfræðing-
um hjá sér um 60% og iðnfræðingum um 150%, og
sams konar þróun er á öðrum vesturlöndum. 1 Svíþjóð
er verkfræðingaskorturinn svo mikill, að kunnugir telja
að allir íslenzkir verkfræðingar gætu fengið atvinnu í
Stokkhólmsborg einni á nokkrum dögum.
Lítum nú yfir til Sovétríkjanna, sem mennta hlutfalls-
lega flesta verkfræðinga af öllum þjóðum, og hafa einn-
ig hlutfallslega flestum verkfræðiingum á að skipa. Þar
er verkfræðingafjöldinn um 6%„ af þjóðinni og iðnfræð-
ingafjöldinn um 4%c. Árlega útskrifast í Sovétríkjunum
um 100.000 verkfræðingar, en vesturlandaþjóðirnar ham-
ast til þess að jafna metin.
Lítum nú aftur i eigin garð, hvernig ástatt er hjá
okkur. Ef við ættum að hafa hlutfallslega jafnmarga
verkfræðinga og Sovétríkin, þyrftu þeir að vera fjórfalt
fleirri en nú er, og iðnfræðingar áttfalt fleiri. Ef verk-
fræðingaviðkoman hér ætti að vera jafnmikil og í Sovét-
ríkjunum, þyrftum við að fá árlega um 90 nýja verk-
fræðinga. En hvernig hefur hún verið?
Þannig: Árið 1955 : 25 verkfræðingar
— 1956 : 16 —
— 1957 : 15 —
— 1958 : 16 —
— 1959 : 13
Árið 1958 voru um 220 stúdentar taldir við verkfræði-
legt nám erlendis og hér á landi. Um s. 1. áramót voru
þeir 180—190. Það er ekki aðeins, að við höfum færri
tæknimenntuðum mönnum á að skipa en nágrannar okk-
ar, heldur fækkar nýliðum, og sömuleiðis verkfræðistúd-
entum. Það er líka athyglisvert, að verkfræðinemafjöldi,
sem ætti að geta skilað 30—40 nýjum verkfræðingum ár-
lega, skilar ekki nema 13—16. Hvað verður um hina?
Um það veit enginn neitt nákvæmlega, en vist er, að
nokkur og stækkandi hópur sezt að erlendis. Er það svip-
uð þróun og í Noregi, sem tapar fimmta hverjum verk-
fræðingi úr landi, aðallega vegna lélegra launakjara, sem
þó eru miklu betri en þau, sem islenzkum verkfræðing-
um er boðið hér.
Að við séum enn á eftir um tæknimenntaða menn, er
e. t. v. afsakanlegt, en að þróunin sé beinlínis röng, það
er alvarleg yfirsjón, sem verður að leiðrétta þegar í
stað, ef við höfum hugsað okkur að vera sjálfstæð, óháð
menningarþjóð. Við skulum hafa það í huga, að sam-
skipti manna af öllum þjóðum verða sífellt örari og
auðveldari. Að 10 árum liðnum, þegar stærðfræðihöfuð-
in úr menntaskólanum í dag eru að ljúka prófum í
verkfræði og öðrum raunvísindagreinum, verður flogið
milli heimsálfanna með þreföldum hljóðhraða og all-
miklu minni tilkostnaði en nú er. 1 slíkum heimi stenzt
engin smáþjóð til lengdar, nema hún hafi á að skipa
í fremsta fylkingarbrjósti hinum beztu kunnáttumönnum
á öllum sviðum.
Við skulum að lokum líta nokkuð á þá þætti þjóðlífs-
ins, sem vantar verkfróða menn. Verður þá fyrst fyrir
fiskiðnaðurinn með yfir 80 frystihús auk mjölverksmiðja
og annarra fiskiðjuvera, en við hann starfa nú alls 10—12
verkfræðingar, aðallega við rannsóknir í Fiskifélagi Is-
lands og ráðgefendur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Æskilegast væri hins vegar, að efna- og vélaverkfræð-
ingar væru í öllum fiskvinnslustöðvum á landinu. -— Lít-
um á flotann, hann er um 120.000 rúmlestir, um 765 skip.
Að rekstri hans starfa 3 skipaverkfræðingar, — skipa-
skoðunarstjóri, einn hjá Eimskipafélagi Islands og einn
hjá S.Í.S. Það er enginn vafi á því, að útgerð skipa-
stólsins hefur þörf fyrir maxga verkfræðinga. — Það er
og kunnugt, að opinberar stofnanir ríkis og bæjarfélaga
vantar tugi verkfræðinga, ef vel ætti að vera, aðallega
byggingaverkfræðinga. Sama má segja um allan meiri-
háttar iðnað og atvinnurekstur í landinu.
Fyrir löngu er orðið tímabært að skipa verkfræðinga
í sendiherraembættin eða til starfa við sendiráðin erlendis,
eins og aðrar þjóðir hafa gert — til þess að sendiráðin séu
fær um að fjalla af kunnáttu um þær vörur, sem seldar
eru og keyptar í löndunum, og til þess að afla faglegra
upplýsinga um nýjungar á sviði raunvísinda og atvinnu-
lífs. Þetta hefur algerlega verið vanrækt. Enn fremur
er nauðsynlegt, að verkfræðingar og aðrir raunvísinda-
lega menntaðir menn stjórni og starfi i þeim ráðuneytum,
sem fjalla um atvinnumál og raunvísindi. Sömuleiðis þai'f
að minnsta kosti helmingur Alþingis og bæjarstjórna að
vera skipað slíkum mönnum. Þá fyrst eru yfirvöldin bú-
in nauðsynlegri þekkingu á sviði raunvísinda og tækni til
þess að geta skilið það þjóðfélag, sem þau eru að reyna
að stjórna.
Það ætti að vera alveg augljóst, að við höfum ekki
of marga verkfræðinga. Þvert á móti. Okkur vantar
eins fljótt og við verður komið nokkur hundruð verk-
fræðinga og aðra tæknimenntaða menn. Öðruvísi munum
við naumast standast samkeppnina í heiminum.
Nú, á vordegi verkmenningai'innar, er ekki tími til að
horfa um öxl aftur til fornsagnanna og dvelja þar í óheil-
brigðum hugarheimi, — heldur er ekki seinna vænna að
lita í kringum sig, átta sig á nútimanum, herða sig og
horfa fram á veginn.
H. G.