Akranes - 01.07.1951, Qupperneq 2

Akranes - 01.07.1951, Qupperneq 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Fagurt er á f jöllum. Sigurði Jónssyni á Þaravöllum fannst heldur ómerkilegt að vera þar og lifði í heimi islenzkrar fjallafegurðar. Minntist þess er hann var refa- skytta um fleiri ár og var annálaður fyrir störf sin á því sviði. Hann var hagorður og þessar tvær stökur hér sina vel hug hans til fjallanna. Þangað leggur ástaryl sem á ég björtust sporin oft mig fýsir fjalla til þá fer að hlýna á vorin. Þó hér skyggi útsýn á oft ég sárt til finni. Mín er fögur fagna að sjá fjöll, í eilifðinni. Vísa eftir Jón á Vindhæli. Það er langt siðan ég vissi, að Jón á Vindhæli væri greindur og allvel lesinn. Hitt vissi ég ekki fyrr en fyrir skömmu, að hann væri hagmæltur. Einn daginn, er ég kom til hans, lá þessi vísa á hefilbekknum: Hrært hef sement sand og möl sagað, heflað málað, borið við að beita þjöl, við bakkus lítið skálað. Eg sagði við Jón, að hann hefði getað bætt annarri vísu við um það, sem hann hefur borið við. Hann hafi þarna aðeins nefnt það grófasta. Hann liélt nú, að þetta væri nægilegt. Sóknarlýsing. I sóknarlýsingu sr. Hannesar 1 des. 1839, seg- ir að: Geirmundarbær sé byggður 1802. Nýlenda 1795. Melshúsi8oi Grund 1834 og Garðasel 1800. Kauptún er ekkert i sókninni né heldur stein- eða timburhús . Kálrækt er þar allvíða vel stunduð, en jarð- epli hafa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mislukk- ast nema á Innra-Hólmi. Bæir reisulegastir munu vera á Ytra-Hólmi, þá í Görðum, þá Innra-Hólmi, þá Miðteig, Grund og Háu-hjáleigu. Hljóðfæri eru þar engin leikin nema langspil, og 'menn þó ekki fleiri en g eða 6 temja sér þá iþrótt. Til skemmtunar eru höfð, spil, töfl, rímur sög- ur og samsöngvar. „AKRANES“. Sem betur fer á Akranes miklum vinsældum að fagna og vaxandi meðal lesenda sinna. Margir af þeim sem gerast nýir kaupendur vilja eignast ritið frá upphafi, og enn er hægt að uppfylla óskir fólks i þeim efnum. Það er mikið gefið út af blöðum og timaritum með þjóð okkar nú, en ekki er það allt jafn mikils virði eins og það er að vöxtunum. Það er þá heldur ekki von að fólk komist yfir að lesa það allt og kaupa, enda bættur skaðinn þótt ekki væri þar hvert orð lesið. Akranes hefur reynt að bera það efni eitt á borð fyrir lesendur sína, sem fremur væri til uppbyggingar. Til að glæða ættjarðar- og átt- hagaást og vekja athygli á þeim menningarverð- mætum er þjóðin á i fórum sinum og standa þarf vörð um. Fyrir skömmu barst ritstjóra blaðsins bréf frá gagnmerkum rresti utan af landsbyggðinni. Hann sendir blaðinu visu, og segir svo í bréfinu: „Eg þakka þér kærlega fyrir „Akranes“. Eg og konan mín lesum það alltaf, okkur til mikillar ánægju. I fyrrakvöld var hún niðursokkin í að lesa síðustu blöðin. Þá datt mér þessi visa í hug: Konan mín, sem lítið les — leiðist blaðaskrifin. — Alltaf les samt „AKRANES" ákaflega hrifin". Skemmtileg staðfesting. Eftirfarandi bréf hefur ritstjóra blaðsins borizt frá Gísla J. Johnsen, stórkaupmanni i Reykjavík: Eg var að lesa með mikilli ánægju „Akranes“ m. a. grein þina um Reykjavikur Apótek i tveim siðustu blöðum. Af þessu tilefni get ég ekki stilll mig um að segja þér og lesendum blaðsins frá reynslu minni af apótekaranum, sem á skemmti- legan hátt staðfestir það sem þú ritaðir um núver- andi eiganda þessa eldgamla fyrirtækis. Mörg siðustu æviár fyrri konu minnar, varð hún alltaf að hafa við hendina viss meðul. Það var einhverju sinni fyrri part nætur, að meðalið var þrotið. Fór ég því sjálfur ofan i Reykjavikur Apótek til þess að fá þetta meðal. Sá sem þar hafði næturvörzlu taldi sig ekki geta afgreitt meðalið út á þennan lyfseðil, — sem hann hefur líklega talið fallinn úr gildi. — Milli hans og mín urðu allhörð orðaskipti út af þessu, en ekkert dugði. Þótt mér þætti miklu miður að gera apótekaran- um ónæði, afréð ég að hringja til hans og segja lionum hvernig komið var. Hann tók máli minu mjög vel og sagðist mundi kippa þessu i lag. Eftir nokkra stund var dyrabjöllunni hringt og Þorsteinn Scheving stóð sjálfur við dyrnar. Harm fór sem sagt sjálfur ó fætur um hánótt, afgreiddi meðalið, og kom með það heim að minum eigin dyrum. Svona verzlunarþjónusta mun vera fátið nú i seinni tíð, og þvi þess verð að á lofti sé haldið. Þvi vildi ég ekki láta þetta ósagt, því þennan þjónustu-anda mó ekki gera með öllu útlægan úr verzlunar- eða mannheimi, allra sízt nú. Að svo mæltu þakka ég þér enn og aftur fyrir þetta framúrskarandi rit \)'M„Akranes“ sem alltaf er að batna, og flytja meiri og fjölþættari fróðleik, sem er og verður ætið mikils virði fyrir samtið og sögu. Þinn einl. vin Gisli J. Johnsen." Eg er þakklátur vini minum Gísla J. Johnsen fyrir þetta skemmtilega bréf og raunhæfu stað- festingu á viðhorfi Þorsteins Schevings til sins ábyrgðarmikla lifsstarfs. Um leið og það staðfestir þetta, er það þvi almenn eggjan til manna um að vera sannir í starfi og þjónustuviljugir, svo sem frekast er hægt. Það er mikilva!gt mcðal til þess að gera mennina betri og heiminn byggilegri. Mun flestum nú finnast þess mikil þörf. Einnig er ég þakklótur fyrir lofið um AKRA- NES, þótt oflof sé. Öl. B. Björnsson. Hárrætur. 1 Landsspítalanum var nýlega skorinn heljar- mikill hárvöndull út úr maga ungrar stúlku. Hann var rúmlega mannshandarstór, í laginu eins og afsteypa af maganum og virðist hafa fyllt alveg út í maga stúlkunnar. Þetta var ekkert annað en hár, samanlimd af slími úr maganum. Stúlkan hefur tekið upp ó þeim ósið að eta af sér hárið og gert það í svo stórum stíl að það hefur safnazt fyrir unz það fyllti á henni magann. Þessi stúlka var ekkert geðbiluð, en annars sést þetta helzt hjá brjáluðum konum. Kindur eta iðulega ullina af sjólfum sér og hver af annarri, þegar þær lenda í svelti. En konur með lökkuðum nöglum geta etið af sér hárið, ón þess að vera svangar. Liklega þyrfti að lita ó þeim hárið með beizkum lit. ÚR EINU RÍKINU I ANNAÐ. Hann Jón átti erindi i rikið, svo oft, að það furðaði mig. Svo raskaðist áfengisrútan, því rikið það flutti sig. Þá ók hann i Austurriki og æfði þar gitarspil. Söng undir á svartadauða, sem þar var nógur til. Svo hækkaði verðið á víni, vindlum og tóbaki. Þá drógst hann i Dýrarikið og drakk meir en úlfaldi. Af fjárþröng i fylliríi, hann fargaði sínum bil. Fór svo í Rándýrarýkið, riðandi ó krókódil. (ísl. Gislason). Gaman og alvara Kona grafarans er stödd hjá önnu gömlu, vinkonu sinni, sem liggur fyrir dauðanum. Sjúkl- ingurinn kvartar yfir fátæktinni, kaffilcysinu og sjúkdóininum, sem engan enda taki. Til þess að hugga hana, segir grafarakonan, með þeirri samúð og viðkvæmni i röddinni, sem við átti, eftir því, sem á stóð: — Jó, það er satt, fátt er til að gleðja fátæklingana. Þeir verða að láta sér nægja með litið. Nú verður þú, Anna min fyrsta likið, sem maðurinn minn hefur fengið i hálfan mánuð. A: — Þú glápir ó mig eins og þú ætlir að éta mig. Gyðingurinn: — Vertu óhræddur, eftir minum trúarbrögðum má ég ekki éta svín. Hann (á skemmtisiglingu): — Hverju mynduð þér svara, ef ég bæði yður að sigla með mér eins lengi og við lifum bæði? Hún: — Jó — ef ég má alltaf sitja við stýrið. Bóndi: — Sælar verið þér jómfrú góð. Nú er langt síðan við höfum sézt. Hún (hrokafull): — Eg er ekki jómfrú, ég er fröken. Jón litli: — Hvemig stendur á ]>vi, pabbi, að mennirnir verða ekki eins gamlir nú og á dögum Abrahams? Faðirinn: — Þá var fæði og annað svo ódýrt, en nú er allt orðið svo dýrt, að fæstir hafa ráð á að lifa svo lengi. 74 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.