Akranes - 01.07.1951, Side 4

Akranes - 01.07.1951, Side 4
Aðrir, sem brutu ísinn. Veiðarfæraverzlunin Liverpool setti á fót netjaverkstæði og rak það um mörg ár. Sams konar verkstæði setti Sigurjón Pétursson einnig upp í sambandi við veið- arfæraverzlun sína í Hafnarstræti. Sigur- jón mun og hafa verið fyrsti maður, sem keypti netjahnýtingarvél frá Frakklandi og kom henni fyrir á Álafossi. Rak hann þá netjagerð — þorskanetjagerð — um mörg ár. Síðar komu útgerðarmenn í Vestmannaeyjum upp sameiginlegri þorskanetjagerð, sem þeir hafa aukið mjög og fullkomnað. Þeir hafa ekki aðeins verið sjálfum sér nógir í þessu efni, heldur og hjálpað nokkuð öðrum landsmönnum. Einn þeirra sem snemma setti á fót netjagerðarverkstæði, var Jóhann Gíslason Reykjavik, sem mun hafa byrjað starf- semi 1906. í Garðinum gerði hann netin fyrst. Þá víkur nú sögunni aftur til Rjöms Renediktssonar og framtaks hans á þessu sviði. Rjörn er fæddur í Akurhúsum í Garði. Faðir hans var Benedikt Þorláks- son útvegsbóndi þar, en Benedikt og kona hans voru bæði Skaftfellingar að ætt. — Björn lærði þegar í foreldrahúsum að hnýta net, fella þau og bæta svo sem margir unglingar gerðu á þeim árum. Árið 1914 flytur Bjöm til Akureyrar, og 1916 og ’i 7 vinnur hann á Nótaverk- stæði Jóns Bergsveinssonar, þar sem hann segir, að sér hafi líkað vel, enda hafi þar verið ágætir verkstjórar. Frá þessum tíma hefur Björn því stöð- ugt verið við netjagerð, meira og minna á einn eða annan hátt. Frá því að gera við net og nætur eða setja saman, til þess að fullgera þau með aðstoð fullkominnar véltækni. Á næstu árum. Árið 1918 flytur Björn sig til Reykja- víkur, og er þá fyxsta veturinn við síld- arnetjabætingu hjá H. P. Duus, sem enn hafði þá nokkra útgerð. Tók Bjöm þar við verkstjórn, er hinn fyrri gerðist verk- stjóri við Netjagerðarverkstæði í Líver- pool. Síðar léðst Björn til Sigurjóns Pét- urssonar og var þar í tvö ár, og enn síðar að Netjaverkstæði Líverpool og var þar í tvö ár. Þar var ekki meira en svo nóg að gera ,sérstaklega þann tíma, sem togar- amir voru lítið á veiðtun. Var þá farið til Siglufjarðar til að leita sér atvinnu yfir síldveiðitímann. Á eigin spýtur. Hinn 9. janúar 1924 setur Björn Bene- diktson upp eigið netjagerðarverkstæði i 76 húsakynnum Völundar við Klapparstig. Þar var þá Sigurjón Pétursson nýhættur netjagerðarverkstæði sinu, en Björn fékk til að byrja með % af því húsnæði, er hann hafði haft, Byrjaði Björn á því að hnýta og „fixa“ botnvörpur, og hafði þá til að byrja með 4-—g menn í sinni þjón- ustu, — mest konur. — Þessi byrjun Björns gekk vel, hann stækkar vinnuplássið og fjölgar fólkinu, svo að það verður stundum 10—20 manns. Þá fer hann (1925), að fella þorskanet á útlendar slöngur og hefja viðgerðir á síldarnetjum og snurpunótum, sem síðan hefur verið umfangsmesta starfið á verk- stæði hans. „Þá höfðu þeir einir traust á mér, sem ég vann fyrir.“ Á þessum byrjunarárum Björns hafði hann litið fé milli handa, og það var ekki auðgert fyrir efnalitla óþekkta menn að afla sér fjár, hvorki til að byggja upp eða reka fyrirtæki. Þá þurfti nokkuð fyrir efni í þessar stóru nætur og liggja með það fram undir síld, og jafnvel lána hluta i þeim, því að fáir voru svo fjáðir, að þeir gætu greitt fyrirfram, og þá voru bank- arnir ekki sólgnir í að lána til síldveiða. Allt fór þetta samt einhvern veginn og lagaðist smátt og smátt. „Það hjálpaði mér mest, hvað viðskiptavinirnir voru góðir,“ segir Bjöm, og hins vegar er mér kunnugt um, að viðskiptavinirnir voru ánægðir með verk hans. Björn segir, að Akurnesingar hafi verið þeir fyrstu, sem hann vann fyrir nokkuð að ráði í síldar- netjum og nótum, en Einar I’orgilsson í Hafnarfirði sá, sem hann vann fyrir í botnvörpum. I þessu sambandi minnist Björn þess alveg sérstaklega, hve Akurnesingarnir, Bjarni Ólafsson og Þórður Ásmundsson, hafi snemma og ótvírætt látið það í ljós við sig, að þeir myndu stuðla að þvi, að Akumesingar gætu sem fyrst orðið sjálf- um sér nógir um þessi vinnubrögð. Fóru þeir ekkert dult með þetta sjónarmið sitt. 1 sambandi við Akurnesingana segist Björn og minnast eins atviks, sem hvatti hann mjög og gladdi, en það var einmitt á sama árinUj sem hann hóf starfsemina fyrir eigin reikning. Bjarni Ólafsson fór þá norður til sildveiða, eins og hann gerði fyrr og síðar og var með úrvalsmenn eins og jafnan. Þeim fannst eitthvað athuga- vert við nótina, þvi að nú gekk þeim mjög illa að ná í sild í hana. Þeir báðu Björn því að athuga nótina rækilega, og var það gert. Bjöm skar af henni alla teina og felldi hana á ný. Þessu var lokið seinni part nætur, og fóru þeir þá þegar út. Síðari hluta þess sama dags komu þeir svo inn aftur með 600 tunnur, er þeir höfðu fengið i einu kasti. Þá sagði Þórður Sigurðsson, sem þá var með Bjarna sem oftar: „Þessari síld hefðum við ekki náð í nótina eins og hún var“. Á þessum árum barst svo mikil vinna að Birni, að hann fór eingöngu að snúa sér að snurpunótum og sildarnetjum. — Fyrst um sinn var lokað syðra á sumrin og farið með fólkið til Sigluljarðar. Þegar Björn flutti úr húsakynnum Völundar, fluttist hann á Duus-loftið og var þar til húsa, þar til hann byggði fyrra hús sitt, sem stóð á sama stað og verksmiðjan er nú. „Þú reiknar með því, að við menn sé að eiga“. I>egar fram liðu stundir fór þetta að ganga í bylgjum, stundum var mikið að gera og gekk sæmilega, en aðra stundina miður og miklu minna að gera, en þrátt fyrir það varð Björn alltaf að hafa nokk- uð af föstu fólki til taks, þegar á þurfti að halda. Gekk því stundum erfiðlega að láta þetta bera sig. Eins og kunnugir vita, átti útgerðin stundum mjög erfitt, sér- staklega þau árin, sem verðfall og sölu- tregða gekk yfir. Þetta kom vitanlega hart niður á Birni eins og öðrum, sem unnu fyrir útveginn. AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.