Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 6

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 6
þess, að þetta var um það leyti, sem stríð- ið brautzt út. Þrátt fyrir þetta áfall, hætti Björu ekki að hugsa um þetta mál. Leitaði hann nú fyrir sér, bæði í Ameríku og Frakklandi. f Ameríku var ekki um slíkar vélar að % ræða, en hins vegar munu þær jafnvel eingöngu gerðar i Frakklandi og vera á- gætar vélar. Nýbyggingarráð skildi þörfina. Þegar hér var komið sögu var Nýbygg- ingarráð sett á fót. Þangað sendi Björn þvi umsókn, og samþykkti ráðið þegar að taka þetta upp, sem einn lið í nýsköpun atvinnuveganna. Með hliðsjón af þessum góðu undirtektum réðst Björn í að panta frá Frakklandi 7 netjahnýtingarvélar, sem áttu að kosta hingað komnar 7—800 þús. krónur, en samhliða var gert ráð fyrir, að þetta fé fengi hann lánað í Stofnlána- deild Sjávarútvegsins. Þegar þar átti til að taka, var stofnlánadeildin þurrausin og enga peninga þar að fá. Svo fór um sjó- ferð þá. Nú varð að reyna nýja leið. Nú var ekki gott i efni, vélamar pant- aðar og leyfi fengin, en ekkert fé til stað- ar, þrátt fyrir ábendingar hins nýja ráðs um að sækja fé til uppbyggingarinnar í nýjan sjóð. Ef ekki átti að gefast upp, varð því að ganga á milli manna og smala hluthöf- um utan um fyrirtækið. Félagið var stofn- að 9. október 1948 með þessum hluthöf- um. Björn Benediktsson, Þórunn Halldórs- dóttir, Sveinn Bjömsson, — sonur Björns. -— Leifur Böðvarsson og Hjalti Björnsson. Síðar bættist svo einn hluthaii við, Jón E. Vestdal. Gamla húsiS hrann 26. maí 1949. Hér þurfti margs að gæta og marga agnúa og erfiðleika enn eftir að yfirstíga. f sambandi við útvegun vélanna mæddi mikið á Hjalta Björnssyni, og i sambandi við afhendingu þeirra mikið á Leif Böð- varssyni, sem tvisvar fór til Frakklands i erindum fyrirtækisins í sambandi við það. Allt þetta tók miklu lengri tíma en gert var ráð fyrir. Þannig kom fyrsta vélin hingað heim 1948, en hin síðasta af 5 haustið 1950 og tvær vélarnar eru enn ókomnar. f fyrri utanferð Leifs fór með honum maður á vegum fyrirtækisins tif þess að læra íullkomlega á þessar nýju marg- brotnu véfar. Það var Haraldur Gíslason, Magnússonar frá Vestmannaeyjum, sem þar er nú verkstjóri. A1 bragðsmaður og þúsund þjafa smiður. Fyrrnefndur Sveinn Björnsson, er stúdent. frá Menntaskólanum i Rvík, en fór til Bandaríkjanna og dvaldi þar um fjögra ára skeið við lllinois In- stitute of Tec/mology, til náms í iðnverk- Úr vélasal netaverksrniSjunnar. fræði. Mun ætlunin, að hann taki hér við yfirstjórn af Birni áður en langt líður. Hvað er þá hægt að framleiða í þessum vélum? í véfunum er liægt að hnýta síldarneL síldarnætur, — bæði fín og gróf net, -—- þorskanet, loðnunætur og fyrir mjög smáa síld, silunganet og snurruvoðir, kolanet, laxanet, rauðmaga- og silunganet. Möskva stærðir frá 9 mm. upp í 160 mm. — f vélunum er hægt að hnýta úr bómullar- garni, hampgarni, hörgarni, nylon og ffeiri tegundum. Tvær vélarnar, sem ókomnar eru, eru eingöngu ætlaðar tif að hnýta i botnvörpur úr manilfa-hampi. Með 48 stunda vinnuviku má vinna með núverandi vélakosti úr 30—40 tonnum af bómuflargarni á ári, en mun meira, ef um hampgarn er að ræða. Reynsla sú, sem þegar er fengin sýnir. að framleiðsla verksmiðjunnar er fylli- lega samkeppnisfær við erlend fyrirtæki, bæði um verð, og sérstaklega gæði. Margs þarf að gæta. Þótt framleiðslan sé svo einhæf að efni til, — garn, garn, — eru viðskiptalönd verksmiðjunnar 10—-15. Afgreiðslutím- inn er nú larigur, eða 3—4 mánuðir. Verð- lag á þessari vöru er mjög breytilegt af ýmsum orsökum, ekki sízt veðráttunni í framleiðslulöndunum eða héruðum. Þeir, sem við þetta fást, fylgjast því ekki að- eins með veðrinu og árferði hér heima, heldur og þar, sem bómullin eða hampur- inn, sem þeir eiga að framleiða úr, er ræktaður. Með öllu þessu þarf að fylgj - ast vel til að geta gert sem hagkvæmust innkaup á réttum tima. En það nægir heldur ekki, ef þær lánsstofnanir. sem við er að eiga, skilja ekki þessar þarfir fyrir- tækisins og þeirra, sem framleiðslunnar eiga að njóta. Hér er það mikið bagalegt, hve lánsstofnanir verða að skera við nögl rekstrarfé fyrirtækja, alveg eins þeirra, sem hafa rétt á sér og eru nauðsynleg sem hinna, sem veigaminni þýðingu hafa fyr ir framleiðslu þjóðarinnar. Verksmiðjan selur netin á öllum stig- um frá vélunum, en framvegis verðin: þó höfuðáherzla lögð á að selja þau fullgerð. Baðmullin, sem notuð er, er ræktuð eða framleidd í Suðurríkjum Bandarikjanna, en þótt svo sé, er hún aðallega spunnin á meginlandi Evrópu. Hér hefur nú lítillega verið lýst fyrstu fullkomnu netahnýtingarverksmiðju á landi hér og aðdreganda að byggingu liennar. Þetta er einn þáttur í hinni ó- skráðu iðnsögu Islands, og þótti því rétt að skrásetja hann hér, meðan náð varð til þess mannsins, sem gat gefið ferskar, tæmandi uppfýsingar. Hann er á ýmsan hátt lærdómsríkur, þessi þáttur, og verður þess að geymast, en gleymast ekki. 78 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.